Ragnhildur Eik Árnadóttir kærði undir lok ársins 2018 Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson meðhöndlara fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni sem samkvæmt kærunni átti sér í tvígang stað á meðferðarstofu Jóhannesar, Postura, sem þá var staðsett í Bolholti í Reykjavík. Ragnhildur er ein fimmtán kvenna sem kærðu Jóhannes fyrir sambærileg brot við meðhöndlun á stoðkerfisvanda. Enn fleiri konur hafa lýst brotum af hendi Jóhannesar án þess að hafa lagt fram kærur. Í öllum tilfellum lýstu konurnar því að Jóhannes hefði strokið kynfæri þeirra og farið með putta ýmist upp í leggöng eða endaþarm eða hvort tveggja. Gefin hefur verið út ákæra í fjórum málanna en rannsókn ellefu mála hefur verið felld niður.
Mál Ragnhildar er eitt þeirra sem hefur verið felld niður rannsókn á. Að mati héraðssaksóknara er framburður Ragnhildar talinn trúverðugur, en í málinu standi orð hennar gegn orðum Jóhannesar og annað það sem fram hafi komið við rannsókn málsins nægi ekki …
Athugasemdir