Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

70. spurningaþraut: Allt sem þú veist (vafalítið) um Rómaveldi

70. spurningaþraut: Allt sem þú veist (vafalítið) um Rómaveldi

Þegar númer spurningaþrautar endar á núlli, þá snúast allar spurningar um sama efni. Þessi er um Rómaveldi.

Aukaspurningarnar eru þessar:

Skip eins og á myndinni hér að ofan voru brúkuð í rómverska flotanum alla tíð heimsveldisins. Hvað kallaðist þessi herskipagerð?

Og neðri myndin: Rómverjar voru miklir meistarar í að reisa mannvirki eins og sjást á myndinni. Til hvers var þetta ferlíki reist?

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Einn galinn rómverskur keisari var sagður hafa gert hestinn sinn að öldungaráðsmanni eða ræðismanni. Það er að vísu rangt, hann gerði það aldrei þótt hann kunni að hafa grínast með það, en hvaða keisari var þetta?

2.   Annar galinn Rómarkeisari er sagður hafa látið drepa mömmu sína til að hann þyrfti ekki sífellt að hlusta á kvartið í henni - og reyndar dregur enginn í efa að þær sögur séu sannar. Hvað hét þessi keisari?

3.   Í þjóðsögunni um stofnun Rómaborgar segir m.a. frá tvíburum, sem átti að bera út, en ákveðið kvendýr tók bræðurna að sér og kom þeim á legg. Hvaða dýr var þetta?

4.   Hvaða frægi Rómverji var drepinn úr launsátri 15. mars árið 44 fyrir Krist?

5.   Skömmu fyrir lok þriðju aldar fyrir Krist gerði grimmur andstæðingur Rómar innrás á Ítalíuskaga og vann frægan sigur á rómverska hernum þar sem heitir við Cannae. Rómverjar unnu þó það stríð að lokum, eins og flest önnur. Hvað hét þessi andstæðingur?

6.   Rúmum tvö hundruð árum síðar biðu Rómverjar annað frægan ósigur, þegar þeir misstu þrjár herdeildir þar sem heitir í Tevtóborgarskógi. Hvað hét andstæðingur þeirra þar?

7.   Skömmu fyrir lok fyrstu aldar eftir Krist var reist hringleikahús eitt mikið í Rómaveldi og stendur sú bygging enn að mestu. Hvað er hringleikahúsið kallað?

8.   Í hringleikahúsinu komu meðal annars fram skylmingaþrælar sem börðust upp á líf og dauða, blóðþyrstum áhorfendum til skemmtunar. Hvað var aðalhugtakið sem notað var um slíka skylmingaþræla?

9.   Einn var sá Rómarkeisari sem lét bæði ljúka við hið fræga hof Pantheon í Rómaborg, sem er enn stendur, og reisa múr nokkurn veginn á mótum Englands og Skotum, svo rómverskar lendur í suðrinu væru óhultar fyrir árásum norðanmanna. Hvar hét þessi byggingaglaði keisari?

10.   Eftir að Rómaborg hafði verið óhult í 800 ár birtist við borgarmúrana germanskur þjóðflokkur árið 410 eftir Krist og lagði borgina undir sig. Germanir eða Vestur-Gotar, eins og þeir eru oftast kallaðir, rændu og rupluðu í borginni, en héldu svo á brott og enduðu svo seinna á Spáni þar sem þeir stofnuðu ríki. Foringi þessara Vestur-Gota fékk ekki lengi að njóta auðæfanna, sem rænt var úr borginni, því hann lést skömmu eftir að her hans hélt þaðan. Til að gröf hans fengi að vera í friði létu höfðingjar Vestur-Gota stífla á nokkra og veita henni úr farvegi sínum um skeið, og var foringinn grafinn á árbotninum. Síðan var ánni veitt aftur í farveg sinn, yfir gröfina, og allir þrælar og verkamenn drepnir sem höfðu unnið við framkvæmdirnar, svo enginn væri til frásagnar um hvar gröfin væri. Enda hefur hún aldrei fundist. Hvað hét þessi foringi Vestur-Gota?

Hér eru svörin:

1.   Caligula.

2.   Nero.

3.   Úlfur.

4.   Caesar.

5.   Hannibal.

6.   Arminius.

7.   Colosseum.

8.   Gladiator.

9.   Hadrianus.

10.   Alaric.

Og skipin kölluðust galeiður.

Og mannvirkið var til að flytja vatn.

Hér er þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár