Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

70. spurningaþraut: Allt sem þú veist (vafalítið) um Rómaveldi

70. spurningaþraut: Allt sem þú veist (vafalítið) um Rómaveldi

Þegar númer spurningaþrautar endar á núlli, þá snúast allar spurningar um sama efni. Þessi er um Rómaveldi.

Aukaspurningarnar eru þessar:

Skip eins og á myndinni hér að ofan voru brúkuð í rómverska flotanum alla tíð heimsveldisins. Hvað kallaðist þessi herskipagerð?

Og neðri myndin: Rómverjar voru miklir meistarar í að reisa mannvirki eins og sjást á myndinni. Til hvers var þetta ferlíki reist?

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Einn galinn rómverskur keisari var sagður hafa gert hestinn sinn að öldungaráðsmanni eða ræðismanni. Það er að vísu rangt, hann gerði það aldrei þótt hann kunni að hafa grínast með það, en hvaða keisari var þetta?

2.   Annar galinn Rómarkeisari er sagður hafa látið drepa mömmu sína til að hann þyrfti ekki sífellt að hlusta á kvartið í henni - og reyndar dregur enginn í efa að þær sögur séu sannar. Hvað hét þessi keisari?

3.   Í þjóðsögunni um stofnun Rómaborgar segir m.a. frá tvíburum, sem átti að bera út, en ákveðið kvendýr tók bræðurna að sér og kom þeim á legg. Hvaða dýr var þetta?

4.   Hvaða frægi Rómverji var drepinn úr launsátri 15. mars árið 44 fyrir Krist?

5.   Skömmu fyrir lok þriðju aldar fyrir Krist gerði grimmur andstæðingur Rómar innrás á Ítalíuskaga og vann frægan sigur á rómverska hernum þar sem heitir við Cannae. Rómverjar unnu þó það stríð að lokum, eins og flest önnur. Hvað hét þessi andstæðingur?

6.   Rúmum tvö hundruð árum síðar biðu Rómverjar annað frægan ósigur, þegar þeir misstu þrjár herdeildir þar sem heitir í Tevtóborgarskógi. Hvað hét andstæðingur þeirra þar?

7.   Skömmu fyrir lok fyrstu aldar eftir Krist var reist hringleikahús eitt mikið í Rómaveldi og stendur sú bygging enn að mestu. Hvað er hringleikahúsið kallað?

8.   Í hringleikahúsinu komu meðal annars fram skylmingaþrælar sem börðust upp á líf og dauða, blóðþyrstum áhorfendum til skemmtunar. Hvað var aðalhugtakið sem notað var um slíka skylmingaþræla?

9.   Einn var sá Rómarkeisari sem lét bæði ljúka við hið fræga hof Pantheon í Rómaborg, sem er enn stendur, og reisa múr nokkurn veginn á mótum Englands og Skotum, svo rómverskar lendur í suðrinu væru óhultar fyrir árásum norðanmanna. Hvar hét þessi byggingaglaði keisari?

10.   Eftir að Rómaborg hafði verið óhult í 800 ár birtist við borgarmúrana germanskur þjóðflokkur árið 410 eftir Krist og lagði borgina undir sig. Germanir eða Vestur-Gotar, eins og þeir eru oftast kallaðir, rændu og rupluðu í borginni, en héldu svo á brott og enduðu svo seinna á Spáni þar sem þeir stofnuðu ríki. Foringi þessara Vestur-Gota fékk ekki lengi að njóta auðæfanna, sem rænt var úr borginni, því hann lést skömmu eftir að her hans hélt þaðan. Til að gröf hans fengi að vera í friði létu höfðingjar Vestur-Gota stífla á nokkra og veita henni úr farvegi sínum um skeið, og var foringinn grafinn á árbotninum. Síðan var ánni veitt aftur í farveg sinn, yfir gröfina, og allir þrælar og verkamenn drepnir sem höfðu unnið við framkvæmdirnar, svo enginn væri til frásagnar um hvar gröfin væri. Enda hefur hún aldrei fundist. Hvað hét þessi foringi Vestur-Gota?

Hér eru svörin:

1.   Caligula.

2.   Nero.

3.   Úlfur.

4.   Caesar.

5.   Hannibal.

6.   Arminius.

7.   Colosseum.

8.   Gladiator.

9.   Hadrianus.

10.   Alaric.

Og skipin kölluðust galeiður.

Og mannvirkið var til að flytja vatn.

Hér er þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
7
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár