Aukaspurningarnar:
Úr hvaða bandarísku kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
Hvað heitir lyftiduftið sem sést á myndinni hér að neðan?
En aðalspurningarnar tíu:
1. Hver samdi tónverkið „Dóná svo blá“. Svarið þarf að vera býsna nákvæmt.
2. Fyrir hvaða kjördæmi situr Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á þingi?
3. Hvað heitir formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ?
4. Hvað heitir verðandi drottning Svíþjóðar, þegar faðir hennar deyr eða lætur af embætti?
5. Hvað heitir höfuðborgin í Kína?
6. Nóbelsverðlaunin í bókmenntunum er eftirsóttasti sómi sem rithöfundum er sýndur. Ekki fá þó allir verðlaunin sem maður skyldi ætla að ættu þau skilið. Eftirfarandi höfundar eru allir óumdeilanlega meðal þeirra sem voru fremstir höfunda á fyrri hluta 20. aldar: Lev Tolstoj (Rússlandi), August Strindberg (Svíþjóð), Knut Hamsun (Noregi), Marcel Proust (Frakklandi), Franz Kafka (Austurríki/Tékklandi), Virginia Woolf (Englandi), Federico García Lorca (Spáni), James Joyce (Írlandi). Aðeins einn þessara höfunda fékk þó Nóbelsverðlaunin. Hver var það?
7. Hún var ekki í hópi stofnfélaga Sykurmolanna, en gekk þó fljótlega til liðs við hljómsveitina og spilaði á hljómborð þar til hljómsveitin hætti. Síðan hefur hún fengist við sitt af hverju, meðal annars skrifað handrit að sjónvarpsþáttum. Hver er hún?
8. Hvað heitir stærsta eyja Frakklands í Miðjarðarhafi?
9. Alfred Dreyfus var franskur herforingi sem lenti í miklum hremmingum laust fyrir aldamótin 1900, þegar hann var að ósekju sakaður um glæp og vöktu réttarhöldin yfir honum gríðarlega athygli. Talið er fullvíst að sú staðreynd að Dreyfus var Gyðingur hafi átt mestan þátt í að farið var af stað með málarekstur gegn honum. En um hvað var hann sakaður?
10. Hver var spyrill í spurningakeppninni „Gettu betur“ síðastliðinn vetur?

Svörin:
1. Johann Strauss. „Strauss“ dugar ekki. Hins vegar er ekki þörf á að segja „Johann Strauss yngri“ þótt það væri í sjálfu sér nákvæmasta svarið.
2. Norðaustur.
3. Guðni Bergsson.
4. Viktoría.
5. Bejing.
6. Norðmaðurinn Knut Hamsun.
7. Margrét Örnólfsdóttir.
8. Korsíka.
9. Njósnir.
10. Kristjana Arnarsdóttir.
Hérna eru svörin við spurningaþraut gærdagsins, en loks eru hér svörin við aukaspurningunum:
Myndin efst er úr kvikmyndinni Butsch Cassidy and the Sundance Kid.
Sjá hér:

Lyftiduftið er af gerðinni Royal:

Athugasemdir