Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira

67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira

Hvaða nafnfrægu persónu úr grísku goðafræðinni má sjá á myndinni hér að ofan?

Þetta var fyrri aukaspurningin.

Hin snýst um neðri myndina og er svona:

Hver er þetta?

En þá eru fyrst hinar sívinsælu aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Afganistan?

2.   Samherjaskjölin svonefndu snúast um meintar mútugreiðslur fyrirtækisins til stjórnmála- og áhrifamanna í fyrst og fremst einu Afríkuríki. Hvaða ríki er það?

3.   Í Færeyjum kallast sá „lögmaður“ sem á Íslandi er nefndur „forsætisráðherra“. Hver hefur lengst allra í nútíma gegnt þessu starfi?

4.   Jóhann Jónsson orti frægt ljóð sem hefst svo: „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ Hvað heitir ljóðið?

5.   Vivianne Miedema heitir ung fótboltakona sem nú spilar með Arsenal. Hún er ógurlegur markaskorari og skorar nálega eitt mark í leik, bæði með félagsliði sínu og landsliði. Fyrir hvaða landslið spilar hún?

6.   Rosalind Franklin var breskur vísindamaður sem lést úr krabbameini aðeins 37 ára. Það var árið 1957. Hún var harmdauði sínu fólki en annars var hún ekki sérlega þekkt. Löngu síðar kom í ljós að hún hafði átt mjög mikilvægan þátt í stórkostlegri vísindauppgötvun, en heiðurinn af þeirri uppgötvun féll fyrst og fremst í skaut tveggja karla. Á síðustu árum hefur hlutur Rosalind Franklin þó verið dreginn fram í dagsljósið. Um hvað snerist hin umrædda vísindauppgötvun?

7.   Árið 1958 börðu bandarískir ráðamenn saman svokallaða „Áætlun 119A“ sem snerist um að sprengja kjarnorkusprengju á ákveðnum stað til að sýna mátt og megin Bandaríkjanna. Sem betur fer var áætlunin lögð á hilluna en hvar átti að sprengja sprengjuna?

8.   Árið 2016 hófust á Netflix sýningar á sjónvarpsþáttaröð um Elísabetu Englandsdrottningu og fjölskyldu hennar. Röðin heitir The Crown og sló í gegn. Í fyrstu tveimur þáttaröðunum var Elísabet leikin af ... ja, hvað hét hún, leikkonan sú?

9.   Á árunum 1799-1837 var uppi skáld eitt í Rússlandi. Skáldið hefur verið talinn holdgervingur rómantísku stefnunnar í Rússlandi og fyrsta sannkallaða stórskáldið þar í landi. Verk skáldsins eru fjölmörg en ætli verk eins og Leitin að Ljúdmílu fögru, Spaðadrottningin og Evgení Onegín séu ekki þekktust hér? Skáldið lét lífið í asnalegu einvígi. Hvað hét þetta skáld?

10.   Hvaða breska hljómsveit sló í gegn árið 1992 með laginu Creep?

Svör:

1.   Kabúl.

2.   Namibíu.

3.   Atli Dam.

4.   Söknuður.

5.   Hollands.

6.   DNA.

7.   Á tunglinu.

8.   Claire Foy.

9.   Alexander Púsjkin.

10.   Radiohead.

Svör við aukaspurningum:

Prómeþeifur.

Coco Chanel.

Einmitt hér er svo að finna þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár