Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira

67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira

Hvaða nafnfrægu persónu úr grísku goðafræðinni má sjá á myndinni hér að ofan?

Þetta var fyrri aukaspurningin.

Hin snýst um neðri myndina og er svona:

Hver er þetta?

En þá eru fyrst hinar sívinsælu aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Afganistan?

2.   Samherjaskjölin svonefndu snúast um meintar mútugreiðslur fyrirtækisins til stjórnmála- og áhrifamanna í fyrst og fremst einu Afríkuríki. Hvaða ríki er það?

3.   Í Færeyjum kallast sá „lögmaður“ sem á Íslandi er nefndur „forsætisráðherra“. Hver hefur lengst allra í nútíma gegnt þessu starfi?

4.   Jóhann Jónsson orti frægt ljóð sem hefst svo: „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ Hvað heitir ljóðið?

5.   Vivianne Miedema heitir ung fótboltakona sem nú spilar með Arsenal. Hún er ógurlegur markaskorari og skorar nálega eitt mark í leik, bæði með félagsliði sínu og landsliði. Fyrir hvaða landslið spilar hún?

6.   Rosalind Franklin var breskur vísindamaður sem lést úr krabbameini aðeins 37 ára. Það var árið 1957. Hún var harmdauði sínu fólki en annars var hún ekki sérlega þekkt. Löngu síðar kom í ljós að hún hafði átt mjög mikilvægan þátt í stórkostlegri vísindauppgötvun, en heiðurinn af þeirri uppgötvun féll fyrst og fremst í skaut tveggja karla. Á síðustu árum hefur hlutur Rosalind Franklin þó verið dreginn fram í dagsljósið. Um hvað snerist hin umrædda vísindauppgötvun?

7.   Árið 1958 börðu bandarískir ráðamenn saman svokallaða „Áætlun 119A“ sem snerist um að sprengja kjarnorkusprengju á ákveðnum stað til að sýna mátt og megin Bandaríkjanna. Sem betur fer var áætlunin lögð á hilluna en hvar átti að sprengja sprengjuna?

8.   Árið 2016 hófust á Netflix sýningar á sjónvarpsþáttaröð um Elísabetu Englandsdrottningu og fjölskyldu hennar. Röðin heitir The Crown og sló í gegn. Í fyrstu tveimur þáttaröðunum var Elísabet leikin af ... ja, hvað hét hún, leikkonan sú?

9.   Á árunum 1799-1837 var uppi skáld eitt í Rússlandi. Skáldið hefur verið talinn holdgervingur rómantísku stefnunnar í Rússlandi og fyrsta sannkallaða stórskáldið þar í landi. Verk skáldsins eru fjölmörg en ætli verk eins og Leitin að Ljúdmílu fögru, Spaðadrottningin og Evgení Onegín séu ekki þekktust hér? Skáldið lét lífið í asnalegu einvígi. Hvað hét þetta skáld?

10.   Hvaða breska hljómsveit sló í gegn árið 1992 með laginu Creep?

Svör:

1.   Kabúl.

2.   Namibíu.

3.   Atli Dam.

4.   Söknuður.

5.   Hollands.

6.   DNA.

7.   Á tunglinu.

8.   Claire Foy.

9.   Alexander Púsjkin.

10.   Radiohead.

Svör við aukaspurningum:

Prómeþeifur.

Coco Chanel.

Einmitt hér er svo að finna þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
7
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár