Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

62. spurningaþrautin: Hvaða kona söng oftast inn á Bítlalög?

62. spurningaþrautin: Hvaða kona söng oftast inn á Bítlalög?

Myndin hér að ofan er hluti af kvikmyndaplakati frá 2002. Myndin fjallaði um ævi tónlistarmanns og var byggð á ævi aðalleikarans. Hver er hann?

Á neðri myndinni er skip eitt glæsilegt sem oft sást á ytri höfninni í Reykjavík til skamms tíma. Hver átti þetta skip þá?

En hér eru aðalspurningarnar:

1.   Hvar hófst hin svonefnda „Mau Mau“ uppreisn gerð gegn breskri nýlendustjórn 1952?

2.   Í hvaða heimsálfu er kryddið túrmerik upprunnið?

3.   Hvað heitir kvendýr sela?

4.   Hver skrifaði bókina Barn náttúrunnar snemma á 20. öld?

5.   Hvar í Svíþjóð bjó lögreglumaðurinn Wallander?

6.   Hvaða land klauf sig frá Pakistan árið 1971?

7.   Bogomil Font og Milljónamæringarnir voru vinsæl danshljómsveit hér í eina tíð. Hver var Bogomil Font?

8.   Hvaða framhaldsskóli vann spurningakeppnina Gettu betur árið 2020?

9.   Hver var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra Bretlands?

10.   „Ég mundi aldrei láta konu syngja inn á Bítlaplötu,“ sagði Bítillinn Paul McCartney eitt sinn, en raunin er sú að víst heyrist í örfáum konum í bakröddum í Bítlalögum, auk þess sem heill kvennakór syngur bakrödd í tveim lögum, og allmargar kvenraddir má og greina í þriðja laginu. Fyrsta lag Bítlanna, þar sem greina má kvenraddir í bakgrunninum, var hins vegar Yellow Submarine, tekið upp um mánaðamótin maí-júní, og þar sungu bakrödd tvær konur. Önnur var söngkonan Marianne Faithfull en hina konuna er spurt um hér. Hana notuðu Bítlarnir í fleiri lögum en nokkra aðra, því hún söng í alls þrem Bítlalögum. Auk Yellow Submarine heyrðist í henni í All You Need is Love og Birthday. Hver var þessi kona? 

Svörin:

1.   Keníu.

2.   Asíu.

3.   Urta.

4.   Halldór Laxness.

5.   Í bænum Ystad.

6.   Bangla Desj.

7.   Sigtryggur Baldursson.

8.   MR.

9.   Margaret Thatcher.

10.   Patti Harrison, eiginkona George Harrison. Hér eru þau hjónin.

Svörin við aukaspurningum:

Tónlistarmaðurinn er Eminem.

Eigandi snekkjunnar var Paul Allen, stofandi Microsoft ásamt Bill Gates og þriðja manni sem ég mun spyrja um síðar. Í tilefni dagsins ætla ég að leyfa ykkur að ráða því hvort þið gefið ykkur rétt fyrir að segja „stofnandi Microsoft“ þótt þið munið ekki nafn Pauls sáluga Allens. En slík lausung verður ekki alsiða á þessum vettvangi.

En hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu