Myndin hér að ofan er hluti af kvikmyndaplakati frá 2002. Myndin fjallaði um ævi tónlistarmanns og var byggð á ævi aðalleikarans. Hver er hann?
Á neðri myndinni er skip eitt glæsilegt sem oft sást á ytri höfninni í Reykjavík til skamms tíma. Hver átti þetta skip þá?
En hér eru aðalspurningarnar:
1. Hvar hófst hin svonefnda „Mau Mau“ uppreisn gerð gegn breskri nýlendustjórn 1952?
2. Í hvaða heimsálfu er kryddið túrmerik upprunnið?
3. Hvað heitir kvendýr sela?
4. Hver skrifaði bókina Barn náttúrunnar snemma á 20. öld?
5. Hvar í Svíþjóð bjó lögreglumaðurinn Wallander?
6. Hvaða land klauf sig frá Pakistan árið 1971?
7. Bogomil Font og Milljónamæringarnir voru vinsæl danshljómsveit hér í eina tíð. Hver var Bogomil Font?
8. Hvaða framhaldsskóli vann spurningakeppnina Gettu betur árið 2020?
9. Hver var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra Bretlands?
10. „Ég mundi aldrei láta konu syngja inn á Bítlaplötu,“ sagði Bítillinn Paul McCartney eitt sinn, en raunin er sú að víst heyrist í örfáum konum í bakröddum í Bítlalögum, auk þess sem heill kvennakór syngur bakrödd í tveim lögum, og allmargar kvenraddir má og greina í þriðja laginu. Fyrsta lag Bítlanna, þar sem greina má kvenraddir í bakgrunninum, var hins vegar Yellow Submarine, tekið upp um mánaðamótin maí-júní, og þar sungu bakrödd tvær konur. Önnur var söngkonan Marianne Faithfull en hina konuna er spurt um hér. Hana notuðu Bítlarnir í fleiri lögum en nokkra aðra, því hún söng í alls þrem Bítlalögum. Auk Yellow Submarine heyrðist í henni í All You Need is Love og Birthday. Hver var þessi kona?

Svörin:
1. Keníu.
2. Asíu.
3. Urta.
4. Halldór Laxness.
5. Í bænum Ystad.
6. Bangla Desj.
7. Sigtryggur Baldursson.
8. MR.
9. Margaret Thatcher.
10. Patti Harrison, eiginkona George Harrison. Hér eru þau hjónin.

Svörin við aukaspurningum:
Tónlistarmaðurinn er Eminem.
Eigandi snekkjunnar var Paul Allen, stofandi Microsoft ásamt Bill Gates og þriðja manni sem ég mun spyrja um síðar. Í tilefni dagsins ætla ég að leyfa ykkur að ráða því hvort þið gefið ykkur rétt fyrir að segja „stofnandi Microsoft“ þótt þið munið ekki nafn Pauls sáluga Allens. En slík lausung verður ekki alsiða á þessum vettvangi.
En hér er svo þrautin frá í gær.
Athugasemdir