Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða

Fyr­ir­tæk­ið Sel­ós smíð­ar og set­ur upp inn­rétt­ing­ar í Há­skóla­garða sem nú rísa við Há­skól­ann í Reykja­vík. Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar hjá HR á þriðj­ungs­hlut í Sel­ósi ásamt eig­in­manni sín­um sem jafn­framt stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. Taldi að það kæmi sér eða HR ekki við þar eð Sel­ós væri und­ir­verktaki.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða
Tengsl við verktakafyrirtæki Ingunn Svala, framkvæmdastjóri rekstrar hjá HR og stjórnandi Grunnstoðar, á þriðjungshlut ásamt manni sínum, Einari Gunnari, í Selósi sem vinnur nú að því að setja upp innréttingar í stúdentagarða HR. Mynd: Freyja Gylfadóttir

Fyrirtækið Selós ehf., sem er að hluta í eigu Ingunnar Svölu Leifsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík, fékk samning um tugmilljóna verkefni við að útvega innréttingar og setja þær upp í nýjum stúdentagörðum háskólans. Samningurinn sem Selós gerir er við verktakafyrirtækið Jáverk, sem fékk verkefnið á grundvelli alútboðs sem Grunnstoð ehf., dótturfélags Háskólans í Reykjavík, stóð fyrir árið 2017. Ingunn Svala situr ein í framkvæmdastjórn Grunnstoða og er jafnframt prókúruhafi félagsins. „Það var tekin ákvörðun um að það kæmi okkur ekki við, eða HR ekki við, þar sem við værum ekki með beina samninga við Selós,“ segir Ingunn Svala.

Grunnstoð ehf. heldur utan um byggingar Háskólans í Reykjavík og sér um uppbyggingu þeirra, leigu og not. Útboð vegna uppbyggingar Háskólagarða HR fór fram árið 2017 og buðu fjögur verktakafyrirtæki í verkið, Íslenskir aðalverktakar, Munck, ÞG Verk og Jáverk, og var tilboði síðasttalda fyrirtækisins tekið. Um svokallað alútboð var að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár