Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða

Fyr­ir­tæk­ið Sel­ós smíð­ar og set­ur upp inn­rétt­ing­ar í Há­skóla­garða sem nú rísa við Há­skól­ann í Reykja­vík. Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar hjá HR á þriðj­ungs­hlut í Sel­ósi ásamt eig­in­manni sín­um sem jafn­framt stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. Taldi að það kæmi sér eða HR ekki við þar eð Sel­ós væri und­ir­verktaki.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða
Tengsl við verktakafyrirtæki Ingunn Svala, framkvæmdastjóri rekstrar hjá HR og stjórnandi Grunnstoðar, á þriðjungshlut ásamt manni sínum, Einari Gunnari, í Selósi sem vinnur nú að því að setja upp innréttingar í stúdentagarða HR. Mynd: Freyja Gylfadóttir

Fyrirtækið Selós ehf., sem er að hluta í eigu Ingunnar Svölu Leifsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík, fékk samning um tugmilljóna verkefni við að útvega innréttingar og setja þær upp í nýjum stúdentagörðum háskólans. Samningurinn sem Selós gerir er við verktakafyrirtækið Jáverk, sem fékk verkefnið á grundvelli alútboðs sem Grunnstoð ehf., dótturfélags Háskólans í Reykjavík, stóð fyrir árið 2017. Ingunn Svala situr ein í framkvæmdastjórn Grunnstoða og er jafnframt prókúruhafi félagsins. „Það var tekin ákvörðun um að það kæmi okkur ekki við, eða HR ekki við, þar sem við værum ekki með beina samninga við Selós,“ segir Ingunn Svala.

Grunnstoð ehf. heldur utan um byggingar Háskólans í Reykjavík og sér um uppbyggingu þeirra, leigu og not. Útboð vegna uppbyggingar Háskólagarða HR fór fram árið 2017 og buðu fjögur verktakafyrirtæki í verkið, Íslenskir aðalverktakar, Munck, ÞG Verk og Jáverk, og var tilboði síðasttalda fyrirtækisins tekið. Um svokallað alútboð var að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár