Fyrirtækið Selós ehf., sem er að hluta í eigu Ingunnar Svölu Leifsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík, fékk samning um tugmilljóna verkefni við að útvega innréttingar og setja þær upp í nýjum stúdentagörðum háskólans. Samningurinn sem Selós gerir er við verktakafyrirtækið Jáverk, sem fékk verkefnið á grundvelli alútboðs sem Grunnstoð ehf., dótturfélags Háskólans í Reykjavík, stóð fyrir árið 2017. Ingunn Svala situr ein í framkvæmdastjórn Grunnstoða og er jafnframt prókúruhafi félagsins. „Það var tekin ákvörðun um að það kæmi okkur ekki við, eða HR ekki við, þar sem við værum ekki með beina samninga við Selós,“ segir Ingunn Svala.
Grunnstoð ehf. heldur utan um byggingar Háskólans í Reykjavík og sér um uppbyggingu þeirra, leigu og not. Útboð vegna uppbyggingar Háskólagarða HR fór fram árið 2017 og buðu fjögur verktakafyrirtæki í verkið, Íslenskir aðalverktakar, Munck, ÞG Verk og Jáverk, og var tilboði síðasttalda fyrirtækisins tekið. Um svokallað alútboð var að …
Athugasemdir