Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða

Fyr­ir­tæk­ið Sel­ós smíð­ar og set­ur upp inn­rétt­ing­ar í Há­skóla­garða sem nú rísa við Há­skól­ann í Reykja­vík. Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar hjá HR á þriðj­ungs­hlut í Sel­ósi ásamt eig­in­manni sín­um sem jafn­framt stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. Taldi að það kæmi sér eða HR ekki við þar eð Sel­ós væri und­ir­verktaki.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða
Tengsl við verktakafyrirtæki Ingunn Svala, framkvæmdastjóri rekstrar hjá HR og stjórnandi Grunnstoðar, á þriðjungshlut ásamt manni sínum, Einari Gunnari, í Selósi sem vinnur nú að því að setja upp innréttingar í stúdentagarða HR. Mynd: Freyja Gylfadóttir

Fyrirtækið Selós ehf., sem er að hluta í eigu Ingunnar Svölu Leifsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík, fékk samning um tugmilljóna verkefni við að útvega innréttingar og setja þær upp í nýjum stúdentagörðum háskólans. Samningurinn sem Selós gerir er við verktakafyrirtækið Jáverk, sem fékk verkefnið á grundvelli alútboðs sem Grunnstoð ehf., dótturfélags Háskólans í Reykjavík, stóð fyrir árið 2017. Ingunn Svala situr ein í framkvæmdastjórn Grunnstoða og er jafnframt prókúruhafi félagsins. „Það var tekin ákvörðun um að það kæmi okkur ekki við, eða HR ekki við, þar sem við værum ekki með beina samninga við Selós,“ segir Ingunn Svala.

Grunnstoð ehf. heldur utan um byggingar Háskólans í Reykjavík og sér um uppbyggingu þeirra, leigu og not. Útboð vegna uppbyggingar Háskólagarða HR fór fram árið 2017 og buðu fjögur verktakafyrirtæki í verkið, Íslenskir aðalverktakar, Munck, ÞG Verk og Jáverk, og var tilboði síðasttalda fyrirtækisins tekið. Um svokallað alútboð var að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár