Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða

Fyr­ir­tæk­ið Sel­ós smíð­ar og set­ur upp inn­rétt­ing­ar í Há­skóla­garða sem nú rísa við Há­skól­ann í Reykja­vík. Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar hjá HR á þriðj­ungs­hlut í Sel­ósi ásamt eig­in­manni sín­um sem jafn­framt stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. Taldi að það kæmi sér eða HR ekki við þar eð Sel­ós væri und­ir­verktaki.

Fyrirtæki í eigu framkvæmdstjóra hjá HR fékk tugmilljónasamning við uppbyggingu Háskólagarða
Tengsl við verktakafyrirtæki Ingunn Svala, framkvæmdastjóri rekstrar hjá HR og stjórnandi Grunnstoðar, á þriðjungshlut ásamt manni sínum, Einari Gunnari, í Selósi sem vinnur nú að því að setja upp innréttingar í stúdentagarða HR. Mynd: Freyja Gylfadóttir

Fyrirtækið Selós ehf., sem er að hluta í eigu Ingunnar Svölu Leifsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík, fékk samning um tugmilljóna verkefni við að útvega innréttingar og setja þær upp í nýjum stúdentagörðum háskólans. Samningurinn sem Selós gerir er við verktakafyrirtækið Jáverk, sem fékk verkefnið á grundvelli alútboðs sem Grunnstoð ehf., dótturfélags Háskólans í Reykjavík, stóð fyrir árið 2017. Ingunn Svala situr ein í framkvæmdastjórn Grunnstoða og er jafnframt prókúruhafi félagsins. „Það var tekin ákvörðun um að það kæmi okkur ekki við, eða HR ekki við, þar sem við værum ekki með beina samninga við Selós,“ segir Ingunn Svala.

Grunnstoð ehf. heldur utan um byggingar Háskólans í Reykjavík og sér um uppbyggingu þeirra, leigu og not. Útboð vegna uppbyggingar Háskólagarða HR fór fram árið 2017 og buðu fjögur verktakafyrirtæki í verkið, Íslenskir aðalverktakar, Munck, ÞG Verk og Jáverk, og var tilboði síðasttalda fyrirtækisins tekið. Um svokallað alútboð var að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár