Aukaspurningar: Partur af hvaða plötuumslagi er það brot af mynd sem sést hér að ofan?
Og hver er ungi pilturinn hér að neðan?
En þær tíu:
1. Í ríki einu tók að þróast sérstakt samfélag Gyðinga fyrir rúmum 1.500 árum. Það hefur verið kallað Beta Ísrael og þróaðist í algjörri einangrun, án nokkurra tengsla við önnur Gyðingasamfélög þangað til á 20. öld. Eftir að Ísraelsríki var stofnað voru máttarvöld þar lengi efins um hvort telja ætti samfélag þetta „ekta Gyðinga“ en ákváðu að lokum að svo væri, og voru Gyðingarnir í Beta Ísrael þá fluttir til Ísrael. Hvaða ríki er þetta?
2. Og fyrst ég nefni sérkennilega græðlinga á Gyðingatrú, þá hlýt ég að geta hér um að einhvern tíma kringum 800-900 eftir Krist tók býsna öflug þjóð, sem nefnist Khazarar, Gyðingatrú, löngu eftir að Gyðingum var sópað burt frá Palestínu. Hvar bjuggu Khazarar? (Landamæri nútímaríkja voru þá ekki til, en óhætt að Khazarar hafi fyrst og fremst búið í einu ríki sem vér þekkjum nú.)
3. Hver er fremsti golfleikari í karlaflokki um þessar mundir, skv. opinberum stigalista?
4. Hver skrifaði leikritið Kirsuberjagarðinn?
5. Hver var leikhússtjóri Borgarleikhússins í Reykjavík þangað til í febrúar síðastliðnum?
6. Hver var fyrsti maðurinn í íslenskri sögu sem vitað er til að hafi heitið Dufþakur?
7. Hvað heitir Lína langsokkur réttu nafni? Athugið að hún heitir mörgum nöfnum en hið fyrsta dugir alveg.
8. Hver er talin stærsta bjarnartegund á jörðinni - þótt reyndar muni litlu og þeirri næstu?
9. Hversu oft eiga múslimar að biðjast fyrir á sólarhring?
10. Eitt af frægustu - eða altént virtustu - dagblöðum heims er prentað á fölbleikan pappír. Hvað heitir það?

Svörin:
1. Eþíópíu.
2. Rússlandi. Svæðið þar sem Khazarar bjuggu náði vissulega inn í Mið-Asíu og einnig inn í hina núverandi Úkraínu, en langstærstur hluti af ríki þeirra var í Rússlandi.
3. Rory McIlroy.
4. Anton Tjekhov.
5. Kristín Eysteinsdóttir.
6. Einn af þrælum Hjörleifs landnámsmanns, skv. frásögn Landnámu, sem drápu „eiganda“ sinn en voru síðan drepnir af Ingólfi Arnarsyni.
7. Sigurlína. Allt nafn hennar er reyndar Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur.
8. Hvítabjörn.
9. Fimm sinnum.
10. Financial Times í London.
Plötuumslagið á efri myndinni er Like a Virgin með Madonnu.
Þessi hér:

Pilturinn á neðri myndinni heitir Donald John Trump.
Athugasemdir