Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

51. spurningaþraut: Hvaðan kemur Beta Israel? og sitthvað fleira

51. spurningaþraut: Hvaðan kemur Beta Israel? og sitthvað fleira

Aukaspurningar: Partur af hvaða plötuumslagi er það brot af mynd sem sést hér að ofan?

Og hver er ungi pilturinn hér að neðan?

En þær tíu:

1.   Í ríki einu tók að þróast sérstakt samfélag Gyðinga fyrir rúmum 1.500 árum. Það hefur verið kallað Beta Ísrael og þróaðist í algjörri einangrun, án nokkurra tengsla við önnur Gyðingasamfélög þangað til á 20. öld. Eftir að Ísraelsríki var stofnað voru máttarvöld þar lengi efins um hvort telja ætti samfélag þetta „ekta Gyðinga“ en ákváðu að lokum að svo væri, og voru Gyðingarnir í Beta Ísrael þá fluttir til Ísrael. Hvaða ríki er þetta?

2.   Og fyrst ég nefni sérkennilega græðlinga á Gyðingatrú, þá hlýt ég að geta hér um að einhvern tíma kringum 800-900 eftir Krist tók býsna öflug þjóð, sem nefnist Khazarar, Gyðingatrú, löngu eftir að Gyðingum var sópað burt frá Palestínu. Hvar bjuggu Khazarar? (Landamæri nútímaríkja voru þá ekki til, en óhætt að Khazarar hafi fyrst og fremst búið í einu ríki sem vér þekkjum nú.)

3.   Hver er fremsti golfleikari í karlaflokki um þessar mundir, skv. opinberum stigalista?

4.   Hver skrifaði leikritið Kirsuberjagarðinn?

5.   Hver var leikhússtjóri Borgarleikhússins í Reykjavík þangað til í febrúar síðastliðnum?

6.   Hver var fyrsti maðurinn í íslenskri sögu sem vitað er til að hafi heitið Dufþakur?

7.   Hvað heitir Lína langsokkur réttu nafni? Athugið að hún heitir mörgum nöfnum en hið fyrsta dugir alveg.

8.   Hver er talin stærsta bjarnartegund á jörðinni - þótt reyndar muni litlu og þeirri næstu?

9.   Hversu oft eiga múslimar að biðjast fyrir á sólarhring?

10.   Eitt af frægustu - eða altént virtustu - dagblöðum heims er prentað á fölbleikan pappír. Hvað heitir það?

   Svörin:

1.   Eþíópíu.

2.   Rússlandi. Svæðið þar sem Khazarar bjuggu náði vissulega inn í Mið-Asíu og einnig inn í hina núverandi Úkraínu, en langstærstur hluti af ríki þeirra var í Rússlandi.

3.   Rory McIlroy.

4.   Anton Tjekhov.

5.   Kristín Eysteinsdóttir.

6.   Einn af þrælum Hjörleifs landnámsmanns, skv. frásögn Landnámu, sem drápu „eiganda“ sinn en voru síðan drepnir af Ingólfi Arnarsyni.

7.   Sigurlína. Allt nafn hennar er reyndar Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur.

8.   Hvítabjörn.

9.   Fimm sinnum.

10.   Financial Times í London.

Plötuumslagið á efri myndinni er Like a Virgin með Madonnu.

Þessi hér:

Pilturinn á neðri myndinni heitir Donald John Trump.

Hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu