Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

40. spurningaþrautin: Hin létta Íslandssaga

40. spurningaþrautin: Hin létta Íslandssaga

Það er ekki seinna vænna að koma upp hefðum. Nú er að komast á sú hefð að tíunda hver spurningaþraut fjalli öll um eitt tiltekið efni. Þessi fertugasta spurningaþraut fjallar því öll um Íslandssögu.

Aukaspurningarnar eru þessar, og líka úr Íslandssögunni:

Hvaða atburður á sér stað á myndinni hér að ofan?

Og hvaða karlmaður er á myndinni hér að neðan?

1.   Samkvæmt fornum heimildum á Ingólfur Arnarson að hafa verið fyrsti landnámsmaður Íslands. Hvað hét fóstbróðir hans, sem kom hingað með honum og týndi hér lífinu? Fornafn hans dugar.

2.   Hver var fyrsta konan sem varð ráðherra á Íslandi?

3.   Hvar var háð eina sjóorrustan á Sturlungaöld við Íslandsstrendur?

4.   Hvaða dag var Ísland hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld?

5.   Í stríðinu komu Bretar og síðar Bandaríkjamenn sér upp flotastöð í Hvalfirði og flotar þeirra höfðu einnig mikil umsvif á Akureyri og ... hvar? Hvar var þriðja helsta flotabækistöð þeirra á Íslandi í stríðinu?

6.   Haustið 2008 stóð til að ríkið kæmi til aðstoðar íslenskum banka og er sá atburður talinn marka upphaf efnahagshrunsins. Hvaða banki var það?

7.   Hvað hét fyrsta eiginlega sólóplata Bjarkar Guðmundsdóttur, sú sem sló í gegn úti í hinum stóra, stóra heimi?

8.   Hver var fyrsti Íslendingurinn sem gerðist atvinnumaður í fótbolta úti í hinum sama stóra heimi?

9.   Árni Magnússon fór um landið í erindum Danakóngs í byrjun 18. aldar, gerði manntal, skoðaði aðstæður allar og rannsakaði stjórnarfar og dómaframkvæmdir. Hann var reyndar ekki einn á ferð. Hvað hét félagi hans í þessum leiðangri?

10.   Bjarni Valdemar Tryggvason fæddist í Reyjavík 21. september 1945. Hvað er tilkall hans við frægðar?

  Svörin:

1.   Hjörleifur.

2.   Auður Auðuns.

3.   Á Húnaflóa.

4.   10. maí 1940.

5.   Á Seyðisfirði.

6.   Glitnir.

7.   Debut.

8.   Albert Guðmundsson.

9.   Páll Vídalín.

10.   Hann gerðist geimfari, reyndar undir kanadískum fána en til Kanada fór hann með fjölskyldu sinni aðeins 7 ára.

Og aukaspurningarnar:

Efri myndin er frá þeirri athöfn þegar Ísland varð fullvalda 1. desember 1918.

Neðri myndin er af Guðmundi Kjærnested skipherra í þorskastríðum tvö og þrjú.

Hér er svo næsta spurningaþraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár