Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

40. spurningaþrautin: Hin létta Íslandssaga

40. spurningaþrautin: Hin létta Íslandssaga

Það er ekki seinna vænna að koma upp hefðum. Nú er að komast á sú hefð að tíunda hver spurningaþraut fjalli öll um eitt tiltekið efni. Þessi fertugasta spurningaþraut fjallar því öll um Íslandssögu.

Aukaspurningarnar eru þessar, og líka úr Íslandssögunni:

Hvaða atburður á sér stað á myndinni hér að ofan?

Og hvaða karlmaður er á myndinni hér að neðan?

1.   Samkvæmt fornum heimildum á Ingólfur Arnarson að hafa verið fyrsti landnámsmaður Íslands. Hvað hét fóstbróðir hans, sem kom hingað með honum og týndi hér lífinu? Fornafn hans dugar.

2.   Hver var fyrsta konan sem varð ráðherra á Íslandi?

3.   Hvar var háð eina sjóorrustan á Sturlungaöld við Íslandsstrendur?

4.   Hvaða dag var Ísland hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld?

5.   Í stríðinu komu Bretar og síðar Bandaríkjamenn sér upp flotastöð í Hvalfirði og flotar þeirra höfðu einnig mikil umsvif á Akureyri og ... hvar? Hvar var þriðja helsta flotabækistöð þeirra á Íslandi í stríðinu?

6.   Haustið 2008 stóð til að ríkið kæmi til aðstoðar íslenskum banka og er sá atburður talinn marka upphaf efnahagshrunsins. Hvaða banki var það?

7.   Hvað hét fyrsta eiginlega sólóplata Bjarkar Guðmundsdóttur, sú sem sló í gegn úti í hinum stóra, stóra heimi?

8.   Hver var fyrsti Íslendingurinn sem gerðist atvinnumaður í fótbolta úti í hinum sama stóra heimi?

9.   Árni Magnússon fór um landið í erindum Danakóngs í byrjun 18. aldar, gerði manntal, skoðaði aðstæður allar og rannsakaði stjórnarfar og dómaframkvæmdir. Hann var reyndar ekki einn á ferð. Hvað hét félagi hans í þessum leiðangri?

10.   Bjarni Valdemar Tryggvason fæddist í Reyjavík 21. september 1945. Hvað er tilkall hans við frægðar?

  Svörin:

1.   Hjörleifur.

2.   Auður Auðuns.

3.   Á Húnaflóa.

4.   10. maí 1940.

5.   Á Seyðisfirði.

6.   Glitnir.

7.   Debut.

8.   Albert Guðmundsson.

9.   Páll Vídalín.

10.   Hann gerðist geimfari, reyndar undir kanadískum fána en til Kanada fór hann með fjölskyldu sinni aðeins 7 ára.

Og aukaspurningarnar:

Efri myndin er frá þeirri athöfn þegar Ísland varð fullvalda 1. desember 1918.

Neðri myndin er af Guðmundi Kjærnested skipherra í þorskastríðum tvö og þrjú.

Hér er svo næsta spurningaþraut á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu