Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 36: Fjögur flugvélamóðurskip, tvær konur, einn staður

Spurningaþraut 36: Fjögur flugvélamóðurskip, tvær konur, einn staður

Þá eru hér spurningar:

Aukaspurningarnar eru þessar:

Á efri myndinni er karl nokkur í hlutverki transkonu í nýlegri sjónvarpsseríu. Áður hafði karlinn gert garðinn frægan í langri röð sjónvarpsmynda þar sem hann lék lögreglumann nokkurn. Hvað hét sú persóna?

Og hver er konan á neðri myndinni?

Aðalspurningarnar tíu eru þessar:

1.    Hversu langt er frá Gróttuvita á Seltjarnarnesi í beinni sjólínu upp á Akranes? Hér má skeika tveim kílómetrum til að frá.

2.   Hver samdi Hetjusinfóníuna?

3.   Í hvaða landi fæddist söngkonan Maria Callas?

4.   Enn eru ýmis karlavígi í samfélaginu. Þær Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir eru til dæmis í öruggum minnihluta hjá tiltekinni stofnun samfélagsins, þar sem löngum hefur hallað á konur og gerir sem sé enn. Hvar eru þær Greta og Ingveldur niðurkomnar?

5.   Árið 1704 réðst sameinaður floti Breta og Hollendinga á svolítinn stað á veraldarkúlunni og lét 15.000 fallbyssukúlum rigna yfir staðinn. Fátt varð um varnir og íbúarnir flúðu á brott. Innrásarlið frá bresku herskipunum fór í land og tók staðinn. Bretar stóðu svo af sér umsátur fyrrum íbúa og landa þeirra nokkrum sinnum næstu áratugi. Þessum stað halda Bretar enn, þrátt fyrir að mörgum finnist slík yfirráð tímaskekkja. Hvaða staður er þetta?

6.   Hvar er ríkið Belize?

7.   Megan Rapinoe heitir frægasta fótboltakona heims um þessar mundir, sóknarvængmaður í landsliði Bandaríkjanna, auðþekkjanleg á sínu aflitaða og stundum bleika hári. Tvíburasystir hennar Rachel spilaði með íslensku liði fyrir tíu árum. Hvaða lið var það?

8.   Hver leysti Egil Helgason af í Kiljunni á vormánuðum?

9.   Kaga, Akagi, Hiryū og Sōryū hétu flugvélamóðurskip í japanska stríðsflotanum sem öllu sukku í einni orrustu sumarið 1942. Þar má að segja úrslitin í Kyrrahafsstríðinu hafi ráðist, því þaðan í frá voru Japanir lítt færir um sóknaraðgerðir á hafinu. Hvað kallast sá slagur?

10.   Hvað heitir formaður Miðflokksins?

Hér eru svörin:

1.   Um það bil 16, svo við segjum að 14-18 sé rétt.

2.   Ludwig van Beethoven.

3.   Bandaríkjunum.

4.   Þær sitja í Hæstarétti.

5.   Gibraltar.

6.   Mið-Ameríku.

7.   Stjarnan.

8.   Bergsteinn Sigurðsson.

9.   Orrustan við Midway.

10.   Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Þá eru hér svörin við aukaspurningunum:

Lögreglumaðurinn í sjónvarpsmyndunum hét Kurt Wallander. Leikarinn er Krister Hendriksson.

Konan er Maria Callas.

Og hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár