Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Streymi Hugarafls: Hugaraflsfélagar svara spurningum

Stund­in sýn­ir í dag beint streymi á veg­um Hug­arafls þar sem Fann­ey Björk Ing­ólfs­dótt­ir og Svava Arn­ar­dótt­ir Hug­arafls­fé­lag­ar svara spurn­ing­um áhorf­enda. Út­send­ing­in hefst klukk­an 11.

Stundin sýnir í dag beint streymi á vegum Hugarafls þar sem Fanney Björk Ingólfsdóttir og Svava Arnardóttir Hugaraflsfélagar svara spurningum áhorfenda. Útsendingin hefst klukkan 11 og verður birt í þessari frétt og á Facebook-síðum Hugarafls og Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá Hugarafli um viðburðinn:

Hvað liggur þér á hjarta í tengslum við geðið, tilfinningar og almenna líðan á þessum tímum? Það getur skipt sköpum að ræða málin og þannig getum við stutt hvert annað við að komast í gegnum þetta tímabil saman.

Við í Hugarafli höfum boðið íslensku samfélagi upp á afslappað samtal um geðheilsu, tilfinningar og önnur tengd málefni á föstudögum kl. 11 átta vikur í röð og höldum ótrauð áfram í þessari viku. 

Við munum senda beint út hér á facebook, föstudaginn 22. maí kl. 11, þar sem Fanney Björk Ingólfsdóttir og Svava Arnardóttir Hugaraflsfélagar munu leitast við að svara spurningum ykkar. Fanney og Svava eru báðar með persónulega reynslu af andlegum áskorunum, sitja í stjórn Hearing Voices Iceland og leiða jafningjahóp fyrir fólk sem heyrir raddir, sér sýnir eða lifir með öðrum tengdum upplifunum. Fanney er einnig í stjórn Hugarafls og með BA gráðu í sálfræði. Svava starfar sem iðjuþjálfi hjá Hugarafli. 

Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Streymi Hugarafls

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár