Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vona að fimm ára uppbygging sé ekki fyrir bí

Ljós­mynda­hjón­in Heið­dís Gunn­ars­dótt­ir og Styrm­ir Kári hafa á und­an­förn­um ár­um unn­ið baki brotnu að upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is síns en þau sér­hæfa sig í brúð­kaups­ljós­mynd­um. Þau voru með vel bók­að fram í nóv­em­ber en á auga­bragði datt allt nið­ur.

Vona að fimm ára uppbygging sé ekki fyrir bí
Vinnan er lífið Styrmir Kári og Heiðdís hafa byggt upp fyrirtækið sitt á undanförnum árum. Mynd: Heida Helgadottir

Fimm ár eru síðan hjónin Heiðdís Gunnarsdóttir og Styrmir Kári, sem bæði eru ljósmyndarar, tóku ákvörðun um að leggja alfarið fyrir sig brúðkaupsljósmyndun. Síðan hafa þau nær alfarið einbeitt sér að slíkri ljósmyndun og 80–85 prósent af viðskiptavinum þeirra eru útlendingar. „Síðustu ár hefur verið vinsælt hjá brúðhjónum að koma til Íslands til að gifta sig, svo við ákváðum að stíla inn á það. Við sáum markað þarna sem við töldum okkur geta farið inn á sem reyndist hárrétt, því það hefur verið brjálað að gera hjá okkur í fimm ár,“ segir Styrmir Kári. 

Þau vinna náið saman, mæta til dæmis bæði í öll brúðkaup sem þau mynda og skipta vinnslunni á milli sín. Þau segjast orðin svo samrýnd og stíllinn svo samtvinnaður að þau muni varla hvort þeirra hafi tekið hvaða mynd. Þetta þýðir að oft verja þau stórum hluta sumarsins saman einhvers staðar úti á landi, á meðan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár