Fimm ár eru síðan hjónin Heiðdís Gunnarsdóttir og Styrmir Kári, sem bæði eru ljósmyndarar, tóku ákvörðun um að leggja alfarið fyrir sig brúðkaupsljósmyndun. Síðan hafa þau nær alfarið einbeitt sér að slíkri ljósmyndun og 80–85 prósent af viðskiptavinum þeirra eru útlendingar. „Síðustu ár hefur verið vinsælt hjá brúðhjónum að koma til Íslands til að gifta sig, svo við ákváðum að stíla inn á það. Við sáum markað þarna sem við töldum okkur geta farið inn á sem reyndist hárrétt, því það hefur verið brjálað að gera hjá okkur í fimm ár,“ segir Styrmir Kári.
Þau vinna náið saman, mæta til dæmis bæði í öll brúðkaup sem þau mynda og skipta vinnslunni á milli sín. Þau segjast orðin svo samrýnd og stíllinn svo samtvinnaður að þau muni varla hvort þeirra hafi tekið hvaða mynd. Þetta þýðir að oft verja þau stórum hluta sumarsins saman einhvers staðar úti á landi, á meðan …
Athugasemdir