Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vona að fimm ára uppbygging sé ekki fyrir bí

Ljós­mynda­hjón­in Heið­dís Gunn­ars­dótt­ir og Styrm­ir Kári hafa á und­an­förn­um ár­um unn­ið baki brotnu að upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is síns en þau sér­hæfa sig í brúð­kaups­ljós­mynd­um. Þau voru með vel bók­að fram í nóv­em­ber en á auga­bragði datt allt nið­ur.

Vona að fimm ára uppbygging sé ekki fyrir bí
Vinnan er lífið Styrmir Kári og Heiðdís hafa byggt upp fyrirtækið sitt á undanförnum árum. Mynd: Heida Helgadottir

Fimm ár eru síðan hjónin Heiðdís Gunnarsdóttir og Styrmir Kári, sem bæði eru ljósmyndarar, tóku ákvörðun um að leggja alfarið fyrir sig brúðkaupsljósmyndun. Síðan hafa þau nær alfarið einbeitt sér að slíkri ljósmyndun og 80–85 prósent af viðskiptavinum þeirra eru útlendingar. „Síðustu ár hefur verið vinsælt hjá brúðhjónum að koma til Íslands til að gifta sig, svo við ákváðum að stíla inn á það. Við sáum markað þarna sem við töldum okkur geta farið inn á sem reyndist hárrétt, því það hefur verið brjálað að gera hjá okkur í fimm ár,“ segir Styrmir Kári. 

Þau vinna náið saman, mæta til dæmis bæði í öll brúðkaup sem þau mynda og skipta vinnslunni á milli sín. Þau segjast orðin svo samrýnd og stíllinn svo samtvinnaður að þau muni varla hvort þeirra hafi tekið hvaða mynd. Þetta þýðir að oft verja þau stórum hluta sumarsins saman einhvers staðar úti á landi, á meðan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár