Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Langar ekki aftur til Spánar en finnur enga leið til að vera

Gema Borja Conde hef­ur stað­ið vakt­ina í ferða­manna­versl­un í mið­bæn­um und­an­farna mán­uð­ina. Hún seg­ir að það hafi ver­ið und­ar­leg til­finn­ing þeg­ar ferða­menn­irn­ir hurfu úr mið­borg­inni. Nú er hún bú­in að missa vinn­una og spari­féð brátt á þrot­um, svo hún fer lík­leg­ast aft­ur heim til Spán­ar fljót­lega þó hana langi frek­ar að búa hér.

Langar ekki aftur til Spánar en finnur enga leið til að vera
Líður vel hér Gema segir stöðuna sem upp er komin setja allar hennar áætlanir um að setjast að á Íslandi úr skorðum. Mynd: Heida Helgadottir

Gema Borja Conde kom til Íslands í lok ágúst í fyrra til að læra við Háskóla Íslands. Námið hér var hluti af gráðu hennar í spænsku við Háskólann í Sevilla, hennar heimabæ. Aðeins tveimur mánuðum eftir að hún kom til Íslands var hún komin með vinnu meðfram skólanum, í ferðamannaversluninni Lundanum. Hún hafði séð fyrir sér að í framtíðinni myndi hún verða spænskukennari á Spáni en ætlaði að dvelja á Íslandi í nokkur ár. Eftir því sem mánuðirnir liðu leið henni æ betur hér og hún var farin að gæla við þá hugmynd að setjast hér alfarið að. Höggið vegna COVID-19 setur hins vegar allar hennar áætlanir úr skorðum. „Þetta var svo skrýtið. Einn daginn var brjálað að gera hjá okkur í versluninni, troðfullt allan daginn. Næsta dag komu bara nokkrar hræður og daginn eftir það enginn. Það var furðulegt að upplifa þessar breytingar,“ rifjar hún upp. 

Búðin var opin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár