Gema Borja Conde kom til Íslands í lok ágúst í fyrra til að læra við Háskóla Íslands. Námið hér var hluti af gráðu hennar í spænsku við Háskólann í Sevilla, hennar heimabæ. Aðeins tveimur mánuðum eftir að hún kom til Íslands var hún komin með vinnu meðfram skólanum, í ferðamannaversluninni Lundanum. Hún hafði séð fyrir sér að í framtíðinni myndi hún verða spænskukennari á Spáni en ætlaði að dvelja á Íslandi í nokkur ár. Eftir því sem mánuðirnir liðu leið henni æ betur hér og hún var farin að gæla við þá hugmynd að setjast hér alfarið að. Höggið vegna COVID-19 setur hins vegar allar hennar áætlanir úr skorðum. „Þetta var svo skrýtið. Einn daginn var brjálað að gera hjá okkur í versluninni, troðfullt allan daginn. Næsta dag komu bara nokkrar hræður og daginn eftir það enginn. Það var furðulegt að upplifa þessar breytingar,“ rifjar hún upp.
Búðin var opin …
Athugasemdir