Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Huggun í því hvað við erum mörg í sömu sporum“

Myrra Leifs­dótt­ir er með meist­ara­gráðu í mynd­list en hef­ur und­an­far­in ár unn­ið sem flug­freyja hjá Icelanda­ir. Hún var ein af þeim níu hundruð flug­freyj­um fé­lags­ins sem sagt var upp í lok apríl. Hún seg­ir eft­ir­sjá af starf­inu sem hún kunni vel að meta en íhug­ar að fara aft­ur í há­skól­ann í haust.

„Huggun í því hvað við erum mörg í sömu sporum“
Með Elmu, yngstu dóttur sinni Myrra Leifsdóttir kann vel að meta flugfreyjustarfið. Hún vonast eftir því að komast aftur í flugið en skoðar ýmsa möguleika. Mynd: Heida Helgadottir

„Þetta gerðist allt svo hratt. Fyrir þremur mánuðum vissi ég varla að þessi veira væri til, en nú er allt breytt. Ég var í fríi úti í Ameríku með fjölskyldunni í febrúar og vorum lítið að hugsa um veiruna og fátt sem minnti á hana. Ég man að systir mín sagði: „Það eru komin tvö tilfelli af veirunni hérna í Flórída. Við skulum vera dugleg að þvo okkur um hendurnar.“  Örfáum vikum seinna er ég í flugi til New York og geng þar um tómar göturnar. 

Líkt og meirihluti starfsmanna Icelandair fékk Myrra uppsagnarbréf í lok apríl. Hún vinnur nú uppsagnarfrestinn og er á „stand-by“  stöku daga, en fer þó ekki í flug enda lítið sem ekkert flogið þessa dagana. Hvað svo tekur við hefur hún ekki hugmynd um. Hún er með meistaragráðu í myndlist og var byrjuð í öðru meistaranámi, í ritlist, þegar flugið lokkaði hana til sín. „Ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár