„Þetta gerðist allt svo hratt. Fyrir þremur mánuðum vissi ég varla að þessi veira væri til, en nú er allt breytt. Ég var í fríi úti í Ameríku með fjölskyldunni í febrúar og vorum lítið að hugsa um veiruna og fátt sem minnti á hana. Ég man að systir mín sagði: „Það eru komin tvö tilfelli af veirunni hérna í Flórída. Við skulum vera dugleg að þvo okkur um hendurnar.“ Örfáum vikum seinna er ég í flugi til New York og geng þar um tómar göturnar.
Líkt og meirihluti starfsmanna Icelandair fékk Myrra uppsagnarbréf í lok apríl. Hún vinnur nú uppsagnarfrestinn og er á „stand-by“ stöku daga, en fer þó ekki í flug enda lítið sem ekkert flogið þessa dagana. Hvað svo tekur við hefur hún ekki hugmynd um. Hún er með meistaragráðu í myndlist og var byrjuð í öðru meistaranámi, í ritlist, þegar flugið lokkaði hana til sín. „Ég …
Athugasemdir