Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Missti vinnuna og nýtir tímann í að sinna sjálfum sér

Sölvi Breið­fjörð missti vinn­una sem lag­er­stjóri hjá ljósa- og hús­gagna­versl­un­inni Lumex vegna COVID-19. Hann ótt­ast ekki fram­tíð­ina þó hann sjái eft­ir starf­inu og von­ist eft­ir að fá það aft­ur þeg­ar at­vinnu­líf­ið glæð­ist. Hann ætl­ar að nýta ró­lega tím­ann í að huga að heils­unni.

Missti vinnuna og nýtir tímann í að sinna sjálfum sér
Bjartsýnn Sölvi á ekki von á að glíma lengi við atvinnuleysið og ætlar að huga að heilsunni þangað til hann fer aftur að vinna. Mynd: Heida Helgadottir

Þremur starfsmönnum ljósa- og húsgagnaverslunarinnar Lumex var á dögunum sagt upp vegna samdráttar í kjölfar þess að COVID-19-faraldurinn reið yfir, innkaupastjóra, verslunarstjóra og lagerstjóranum Sölva Breiðfjörð. „Ég var lagerstjóri en var fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna þarna einnig farinn að vinna í búðinni og aðstoða þar, gera tilboð, ljósaplön og ýmislegt fleira. Þetta var skemmtilegt starf sem höfðaði mikið til mín, því ég er mikið fyrir fallegar hönnunarvörur.“ 

Hann segir að ástandið vegna veirunnar hafi hægt á allri versluninni. Viðskiptavinir hafi byrjað að halda að sér höndum, bæði fyrirtæki og einstaklingar, og vörurnar hafi ekki streymt eins vel til landsins og áður, vegna ástands heimsins og minnkandi skipa- og flugumferðar. Fljótlega hafi því eigendur fyrirtækisins ekki séð sér annað fært en að segja starfsmönnunum upp, en starfsfólkinu var tilkynnt að staðan yrði endurskoðuð eftir nokkra mánuði. Sölvi sér ekki aðeins eftir vinnunni heldur ekki síður samstarfsfólki sínu hjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár