Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Missti vinnuna og nýtir tímann í að sinna sjálfum sér

Sölvi Breið­fjörð missti vinn­una sem lag­er­stjóri hjá ljósa- og hús­gagna­versl­un­inni Lumex vegna COVID-19. Hann ótt­ast ekki fram­tíð­ina þó hann sjái eft­ir starf­inu og von­ist eft­ir að fá það aft­ur þeg­ar at­vinnu­líf­ið glæð­ist. Hann ætl­ar að nýta ró­lega tím­ann í að huga að heils­unni.

Missti vinnuna og nýtir tímann í að sinna sjálfum sér
Bjartsýnn Sölvi á ekki von á að glíma lengi við atvinnuleysið og ætlar að huga að heilsunni þangað til hann fer aftur að vinna. Mynd: Heida Helgadottir

Þremur starfsmönnum ljósa- og húsgagnaverslunarinnar Lumex var á dögunum sagt upp vegna samdráttar í kjölfar þess að COVID-19-faraldurinn reið yfir, innkaupastjóra, verslunarstjóra og lagerstjóranum Sölva Breiðfjörð. „Ég var lagerstjóri en var fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna þarna einnig farinn að vinna í búðinni og aðstoða þar, gera tilboð, ljósaplön og ýmislegt fleira. Þetta var skemmtilegt starf sem höfðaði mikið til mín, því ég er mikið fyrir fallegar hönnunarvörur.“ 

Hann segir að ástandið vegna veirunnar hafi hægt á allri versluninni. Viðskiptavinir hafi byrjað að halda að sér höndum, bæði fyrirtæki og einstaklingar, og vörurnar hafi ekki streymt eins vel til landsins og áður, vegna ástands heimsins og minnkandi skipa- og flugumferðar. Fljótlega hafi því eigendur fyrirtækisins ekki séð sér annað fært en að segja starfsmönnunum upp, en starfsfólkinu var tilkynnt að staðan yrði endurskoðuð eftir nokkra mánuði. Sölvi sér ekki aðeins eftir vinnunni heldur ekki síður samstarfsfólki sínu hjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár