Þremur starfsmönnum ljósa- og húsgagnaverslunarinnar Lumex var á dögunum sagt upp vegna samdráttar í kjölfar þess að COVID-19-faraldurinn reið yfir, innkaupastjóra, verslunarstjóra og lagerstjóranum Sölva Breiðfjörð. „Ég var lagerstjóri en var fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna þarna einnig farinn að vinna í búðinni og aðstoða þar, gera tilboð, ljósaplön og ýmislegt fleira. Þetta var skemmtilegt starf sem höfðaði mikið til mín, því ég er mikið fyrir fallegar hönnunarvörur.“
Hann segir að ástandið vegna veirunnar hafi hægt á allri versluninni. Viðskiptavinir hafi byrjað að halda að sér höndum, bæði fyrirtæki og einstaklingar, og vörurnar hafi ekki streymt eins vel til landsins og áður, vegna ástands heimsins og minnkandi skipa- og flugumferðar. Fljótlega hafi því eigendur fyrirtækisins ekki séð sér annað fært en að segja starfsmönnunum upp, en starfsfólkinu var tilkynnt að staðan yrði endurskoðuð eftir nokkra mánuði. Sölvi sér ekki aðeins eftir vinnunni heldur ekki síður samstarfsfólki sínu hjá …
Athugasemdir