Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gagnrýnir bankana fyrir að „vera kröfuhafi á ríkið“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, seg­ist velta fyr­ir sér hvort það ætli all­ir að vera með kröfu um „að sækja enda­lausa fjár­muni til rík­is­ins“ og spyr hvort bank­ar séu ekki til þess að styðja við at­vinnu­líf og heim­ili.

Gagnrýnir bankana fyrir að „vera kröfuhafi á ríkið“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur að allir eigi að leggja sitt af mörkum í kreppunni sem framundan er. Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld eftir að hann var spurður um stöðu sveitarfélaganna. 

„Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Og ég hlustaði nú bara á niðri á þingi fyrir nokkrum dögum og ég fór að velta fyrir mér hvort það ætluðu allir að vera með þessa kröfu á að það væri hægt að sækja endalausa fjármuni til ríkisins, meðan við verðum einmitt öll að leggjast á eitt,“ sagði Sigurður Ingi.

Þá vék hann sérstaklega að bönkunum og lánveitingum þeirra til fyrirtækja.

„Hér voru hagfræðingar frá bönkunum og ég fór að velta fyrir mér: Til hvers eru bankar? Eru þeir ekki til þess að styðja við atvinnulífið og heimilin í landinu? En ekki vera kröfuhafi á ríkið. Því hver er ríkið? Það erum við sjálf.“

Aðspurður hvort hann vildi gera þá kröfu að bankarnir stigu í auknum mæli inn í atburðarásina sagði Sigurður:

„Klárlega. Það var fyrsta aðgerð okkar, og Seðlabankans, að tryggja þeim nægilegt lausafé til þess að þeir gætu gert það. Ég gat ekki heyrt annað hjá yfirstjórn bankanna á þeim tíma en að þeir væru tilbúnir til þess. Við heyrum hins vegar mikið á fólki að það sé ekki að gerast, svo við vonum auðvitað að það sé ekki tónninn, að það eigi að setja allar kröfur á ríkisvaldið, því við verðum öll að takast á við þetta. Og þeir sem eru betur settir en aðrir, þeir verða að þola þær byrðar líka.“

Bjarni Benediktsson var spurður um framkvæmd brúarlána til fyrirtækja á Alþingi í dag. „Nú er í lokafrágangi samkomulag milli Seðlabankans og fjármálafyrirtækjanna um þann enda málsins,“ sagði hann. „Ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að það er óheppilegt að þetta hafi tekið þennan tíma en þó hefur kannski ekki orðið mikið tjón af því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár