Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“

For­svars­menn hjálp­ar­sam­taka und­ir­búa sig nú fyr­ir fjölg­un um­sókna um mat­ar­gjaf­ir og aðra að­stoð og hafa áhyggj­ur af því að fyr­ir­tæki verði síð­ur af­lögu­fær. Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar biðl­ar til sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um fjár­styrk og formað­ur Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands seg­ir að þang­að leiti nú fólk sem ekki hafi haft þörf fyr­ir að­stoð sem þessa fyrr en nú. Formað­ur Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur seg­ir að þar séu fé­lags­kon­ur við öllu bún­ar.

Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“
Matarúthlutun Myndin er tekin við úthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í síðasta mánuði. Búast má við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á matargjöfum að halda að mati forsvarsmanna hjálparsamtaka. Óvíst er hvort fyrirtæki hafi svigrúm til að styðja jafn vel við samtökin og hingað til. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hjálparstarf kirkjunnar sendi nýverið stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem fram kemur að undanfarið hafi orðið aukning á beiðnum um aðstoð við matarinnkaup vegna ýmissa afleiðinga COVID-19. Í bréfinu segir að félagsráðgjafar sveitarfélaga hafi í auknum mæli vísað einstaklingum á Hjálparstarfið þegar bjargir félagsþjónustunnar dugi ekki til og ljóst sé að útgjöld vegna þessa muni aukast á komandi mánuðum.

Sædís Arnardóttir xxx

Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að bréfið hafi verið sent bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Engin svör hafi enn borist frá þeim. Hún segir að reglulegur stuðningur berist frá Reykjavíkurborg, engu að síður hafi verið ákveðið að senda bréf þangað líka og þar sé nú verið að skoða möguleika á að bregðast við beiðninni. 

Matarkostnaður heimilanna hafi aukist

Sædís segir að merkjanleg aukning sé á beiðnum um aðstoð eftir að faraldurinn hófst. Þá sé nokkur hópur fólks, sem áður hafi í mesta lagi þegið jólaaðstoð eða ekki notið aðstoðar áður, að fá reglulega aðstoð. „Það sem margir tala um er hvað matarkostnaður hefur aukist mikið. Núna er öll fjölskyldan kannski meira eða minna heima og borðar allar sínar máltíðir á heimilinu og það þýðir meiri kostnað.“

„Við höfum nánast getað haldið okkar striki þrátt fyrir allt,“ segir Sædís. „Við þurftum að loka fataúthlutuninni, við gátum ekki haldið henni úti vegna takmarkana vegna COVID-19, en höfum reynt að sinna þeim beiðnum sem okkur berast um fatnað.“

„Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna. Ég hef grun um að þetta ár verði mjög erfitt fyrir mjög marga“

Hún segir að nú sé starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar að undirbúa starfsemina fyrir áframhaldandi fjölgun beiðna um aðstoð. „Fólk er að missa vinnuna núna, námsfólk fær ekki vinnu í sumar og staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna. Ég hef grun um að þetta ár verði mjög erfitt fyrir mjög marga.“

ÚthlutunMyndin var tekin í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í dag, áður en matarúthlutun hófst þar. Í síðustu viku og þessari viku verða samtals um eitt þúsund matarúthlutanir hjá samtökunum.

Mæðrastyrksnefnd  er við öllu búin

 „Við erum við öllu búnar,“ segir Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Hún segir að ekki hafi borið á fjölgun þeirra sem leiti aðstoðar nefndarinnar, en á von á að það eigi eftir að breytast. „Fólk sem er illa statt og missir vinnuna byrjar ekki á að koma til okkar strax eftir að það gerist. Það líður gjarnan nokkur tími. En við höfum einnig áhyggjur af því að við höfum úr minna að spila þegar verr fer að ganga hjá fyrirtækjunum.“

Leggja áherslu á Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar

Anna H. PétursdóttirHún segir að félagskonur og sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar séu við öllu búnar.

Lokað var tímabundið fyrir úthlutun Mæðrastyrksnefndar vegna COVID-19 faraldursins, en hún var síðan opnuð aftur í mars. „Þá vorum við með neyðaraðstoð,“ segir Anna. „Fólk fékk þá úthlutað tíma þannig að það væru sem fæstir á staðnum í einu og við aðstoðuðum um 300 heimili. Við vorum einnig með úthlutun í síðustu viku og við fáum einnig talsvert af neyðarhringingum.“

„Fólk sem er illa statt og missir vinnuna byrjar ekki á að koma til okkar strax eftir að það gerist. Það líður gjarnan nokkur tími“

Anna segir að í ljósi þess að margir standi frammi fyrir því að missa vinnuna sé Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar gríðarlega mikilvægur, en honum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Átak sjóðsins hefst í næstu viku, en frá stofnun hans árið 2012 hafa 250 menntunarstyrkir verið veittir úr honum. „Við höfum meðal annars stuðlað að því að þrjár eða fjórar konur hafa orðið hjúkrunarfræðingar, sumar voru ekki með stúdentspróf og við studdum þær alla leið frá upphafi til enda,“ segir Anna. 

Útlendingar í sérlega slæmri stöðu

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir ljóst að gríðarleg og stigvaxandi þörf sé fyrir aðstoð hjálparsamtaka. Sífellt hærra hlutfall þeirra sem til samtakanna leita séu útlendingar búsettir hér á landi, ljóst sé að margir þeirra séu í afar bágri stöðu. 

Ásgerður Jóna Flosadóttir „Þetta er háalvarlegt ástand og varðar almannaheill,“ segir hún.

„Við sjáum að samsetningin í hópnum hefur breyst. Núna kemur til okkar fólk sem hingað til hefur bara komið fyrir jólin. Þetta er háalvarlegt ástand og varðar almannaheill,“ segir Ásgerður Jóna. 

Úthlutað var í dag í húsnæði Fjölskylduhjálpar að Iðufelli 14 og mun úthlutun halda áfram á morgun, á miðvikudag og fimmtudag. „Fólk sækir um á vefsíðu Fjölskylduhjálpar, það fær sms þegar það á að koma til okkar og við reynum að halda öllum samskiptum í algeru lágmarki,“ segir Ásgerður Jóna.  

Mörg hundruð heimili þurfa aðstoð

Hún segir að í síðustu viku og í dag hafi á milli 600 og 700 heimili notið aðstoðar samtakanna. Að meðaltali eru þrír á hverju heimili og því hafi rúmlega 2.000 manns fengið aðstoðina.  Gert er ráð fyrir um 200 úthlutunum á morgun og miðvikudag og að samtals verði úthlutanir þessar tvær vikur um eitt þúsund. 

Í mars fengu 570 heimili matargjafir frá Fjölskylduhjálp og þá keyrði Landsbjörg matinn heim til fólks.

UndirbúningurFrá húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Þar var hópur sjálfboðaliða samankominn til að undirbúa matarúthlutun.

 „Það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum“

Ásgerður Jóna segir að fyrirtæki hafi brugðist afar vel við beiðnum Fjölskylduhjálpar um matargjafir. Svo vel, að sjaldan eða aldrei hafi samtökin getað úthlutað jafn veglegum matarpökkum. „Við erum ákaflega stoltar af því og þakklátar fyrir að njóta þessarar velvildar. En það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þau geta verið öll af vilja gerð, en ekki haft svigrúm til að halda áfram að styðja okkur. Við erum hræddar um að það gerist.“

Matargjafir „Það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þau geta verið öll af vilja gerð, en ekki haft svigrúm til að halda áfram að styðja okkur. Við erum hræddar um að það gerist,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár