Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Styrkur stéttarinnar hefur komið í ljós“

Fjór­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja frá reynsl­unni af störf­um á COVID-göngu­deild Land­spít­al­ans en all­ar starfa þær við allt ann­ars kon­ar hjúkr­un en þær hafa sinnt að und­an­förnu. Þær segja það standa upp úr að bákn­ið Land­spít­al­inn geti ver­ið sveigj­an­legt og tek­ið skjót­um breyt­ing­um, sé þörf á því. Lyk­ill­inn að því hafi ver­ið sam­vinna heil­brigð­is­starfs­fólks úr ólík­um stétt­um, sem hafi snú­ið sam­an bök­um og unn­ið eins og einn mað­ur und­an­farn­ar vik­ur.

„Styrkur stéttarinnar hefur komið í ljós“

Fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum var ekki til neitt sem heitir COVID-göngudeild á Landspítalanum. Fáeinum vikum seinna hafði deildin sprottið upp og bjó yfir starfsfólki í tugatali sem hafði það að starfi að sinna sjúklingum sem greinst höfðu með COVID-19. Hjúkrun í gegnum síma var eitt af stóru verkefnum starfsmanna deildarinnar. Hún var að sögn deildarstjóra deildarinnar, Sólveigar Sverrisdóttur, einstök í heiminum og virðist hafa sannað gildi sitt, því með henni hafi verið komið í veg fyrir að veikt fólk kæmi á bráðamóttökur og smitaði þar út frá sér. Í gegnum dagleg símtöl mátu hjúkrunarfræðingar og aðrir sem sinntu úthringingunum hverjir væru veikastir og þyrftu á skoðun læknis að halda. Þeir gátu, að höfðu samráði við lækni, kallað sjúklingana inn til skoðunar í Birkiborg, sem er skrifstofuhúsnæði Landspítalans sem var á fáeinum dögum breytt í göngugeild, eða sent þá bráðveika á bráðamóttöku. Þegar mest var voru um fjörutíu manns í úthringingunum, þar af sextán hjúkrunarfræðingar. Undanfarna daga hafa um það bil fjörutíu sjúklingar verið útskrifaðir á degi hverjum og þeim fækkar því hratt sem eru á úthringilista deildarinnar. Smám saman er starfsfólkið líka farið að tínast í sín hefðbundnu störf, þó að ekki standi til að loka deildinni enn um sinn. Vertíðin er að klárast en starfsfólkið er tilbúið fyrir þá næstu, þegar og ef hún kemur. 

Engin landamæri lengur

HelgaÞegar hún byrjaði að hringja í smitaða voru þeir um 60 á listanum en þeim fjölgaði hratt. Þegar mest lét voru þeir 1.100 talsins.

Hjúkrunarfræðingarnir Helga Eiríksdóttir, Bjartey Ingibergsdóttir, Eyrún Ósk Guðjónsdóttir og Edda Jóna Jónasdóttir voru í hópi fyrstu starfsmanna COVID-göngudeildarinnar. Þær komu úr ólíkum áttum á spítalanum þar sem þær sinntu fjölbreyttum störfum; Helga og Eyrún af göngudeild skurðlækninga, Bjartey af smitsjúkdómadeild og Edda Jóna af almennri göngudeild á Landspítalanum og á sjúkrahótelinu á Hringbraut. „Það varð strax þannig að það eru engin landamæri lengur. Við erum bara öll saman í þessu,“ segir Helga, sem var ein þeirra fyrstu sem byrjaði að vinna með lista smitaðra. „Þegar við vorum fengnar þarna inn voru um 60 manns á listanum, en þeir voru um 1.100 þegar mest var. Okkur gekk fyrst hægt að vinna okkur niður hann því það vantaði skipulag. En það var fljótt að breytast, enda áttum við frábæra samvinnu við tölvudeildina. Fljótlega komst skipulag á listann, við gátum flokkað sjúklinga eftir alvarleika og fylgst betur með þeim sem voru veikir, sigtað þá út og haft alltaf samband við þá fyrst á daginn. Þegar Birkiborg var svo opnuð var frábært að geta sent sjúklinga með slæm einkenni þangað.“

Undir þetta tekur Eyrún, sem var upphaflega í því að hringja út en fór svo í að taka á móti sjúklingum sem komu í Birkiborg til nánari skoðunar. „Ég var í því að hringja út strax frá byrjun og sá hvernig það urðu úrbætur á hverjum degi. Svo hætti ég að hringja, en fór að heimsækja þær viku seinna og sá þá hvað kerfið var orðið ótrúlega vel skipulagt. Svona þróaðist þetta hratt.“

„Allir stukku á lestina, eftir því sem þörfin skapaðist“ 

Hún segir alla hafa unnið þétt og náið saman og orðin „það er ekki hægt“ hafi allt í einu verið þurrkuð úr orðaforða starfsfólks. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað samvinnan getur gengið vel fyrir sig þegar þörf er á.“ 

Þær segja allar að það hafi skipt sköpum að allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og hjálpast að. „Þetta var pínulítið verkefni í byrjun en allt í einu var komið heilt teymi í úthringingar og heil göngudeild sprottin upp. Þetta bara vatt upp á sig þegar allir unnu sem einn maður,“ segir Bjartey. „Að lokum vorum við komin með alls konar verkfæri frá fólki úr öllum áttum og stéttum. Allir komu þarna að með sína sérþekkingu til að gera þetta allt sem auðveldast fyrir þá sem höfðu smitast. Þarna voru að koma ljósmæður að sinna COVID-smituðum ófrískum konum, tilbúnar að klæða sig í galla og fara þarna inn, til að draga úr kvíða þeirra og áhyggjum. Og allt í einu spratt upp geðþjónustuteymi fyrir COVID-dsjúklinga. Allir stukku á lestina, eftir því sem þörfin skapaðist. Það var alltaf einhver tilbúinn að taka boltann.“ 

„Í mér slær smithjarta“

BjarteyVenjulega vinnur hún á göngudeild smitsjúkdóma og er því ein þeirra sem er vön því að klæðast hlífðarbúnaði í vinnunni.

Af hjúkrunarfræðingunum fjórum er aðeins Bjartey vön því að klæðast hlífðarbúningi frá toppi til táar, líkt og þau sem sinna COVID-sjúklingum þurfa að gera. Hún vinnur dagsdaglega á göngudeild smitsjúkdóma þar sem notkun slíkra hlífðarbúninga er almenn. „Í mér slær einhvers konar smithjarta,“ segir hún um leið og hún útskýrir að það sé hennar draumastaða að vinna á smitsjúkdómadeild. „Við vinnum náið með smitsjúkdómalæknunum, sem voru snemma mjög involveraðir í COVID-málin, svo maður dróst fljótt inn í þetta og varð spenntur að geta hjálpað til.“

Fyrir aðra var þessi vinna langt frá því sem þær áttu að venjast, svo sem eins og Eyrún sem er sérhæfð í að veita sárameðferð, sem hún hefur gert í mörg ár. „Það sem ég hef verið að gera núna síðustu vikur er allt annað en ég er vön að gera og í raun alveg ótrúlega ólíkt,“ segir hún. 

Kvíði sjúklinga áberandi

Allar urðu þær varar við að margir sjúklinganna væru hræddir og kvíðnir. Það var því mikil kúnst fyrir þær að sýna þá hlýju og stuðning sem margir þurftu sannarlega á að halda í einangruninni, ýmist í gegnum símtöl eða hlífðarbúninga. „Það er ótrúlega skrýtið að mæta fólki í svona galla. Fólk sér ekkert nema augun í manni. Það er erfitt að sýna hlýju og samkennd í gegnum allan þennan búning,“ segir Bjartey og það sé snúið, því fólkið er oft einmitt á viðkvæmum stað og þarf á mannlegri nánd að halda. „Maður velur í staðinn vel hvernig maður orðar hlutina. Þetta hefur verið áskorun en maður lærði á þessu að óyrt samskipti eru mun mikilvægari en maður hafði áttað sig á. Tóntegundin þín, hvernig þú spyrð spurninganna, hvernig þú nálgast viðkomandi sem einstakling en ekki sem sjúkling, allt þetta skiptir máli. Þú þarft að reyna að létta andrúmsloftið og láta fólk finna að það sé velkomið þó að aðstæðurnar séu kannski kuldalegar, enda var þeim riggað upp á fjórum dögum.“

Vinnuklæðnaðurinn Það er kúnst að sýna fólki hlýju í gegnum búninginn en lærist með tímanum að sögn hjúkrunarfræðinganna.

Helga segir svipaða sögu um hjúkrun í gegnum síma. Það sé skrýtið að sinna henni en venjist þó furðufljótt. Þær segjast einnig hafa fundið vel fyrir þakklæti sjúklinganna, þegar þeir fundu fyrir því að verið væri að fylgja þeim vel eftir, halda utan um þá í þessum óþægilegu aðstæðum. 

 „Það er ótrúlega skrýtið að mæta fólki í svona galla“

„Þetta eru skrýtin einkenni sem flestir eru óvanir, þetta eru engin venjuleg flensueinkenni. Það gerir fólk kvíðið og oft fær fólk líka líkamleg einkenni eins og andþyngsl af kvíðanum, sem það skrifar jafnvel á sjúkdóminn. Þá er gott að geta sent það niður á Birkiborg til skoðunar. Oft minnka andþyngslin strax við það,“ segir Helga. 

Sum símtöl reyndu á 

Edda Jóna Hún nálgast símtöl við smitaða eins og samtöl við vin og gefur sér nógan tíma.

Raunar segja þær reynslu síðustu vikna sýna að hugræni þátturinn vegi þyngra en þau höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Því hefðu margir sjúklingar lýst. Meðal annars þess vegna hafi verið lagt upp úr því að hafa engin tímamörk á símtölunum heldur að gefa sér tíma til að aðstoða fólk við að takast á við kvíða, hræðslu, einmanakennd og óöryggi. Edda Jóna segist nálgast verkefnið eins og hún væri að eiga samtal við góðan vin. „Ég spyr fólk hvort það nái að hreyfa sig, hvort það fari á fætur, hvað það sé að lesa eða horfa á. Í gegnum þessar spurningar kemur kannski í ljós að viðkomandi eirir ekki við neitt, sem gefur til kynna að hann sé kvíðinn. Það þýðir hins vegar lítið að spyrja beint út í kvíðann. Fólk er oft mjög þakklátt þessum símtölum, sumt þeirra talar og talar. Við reynum líka að vera hress, peppandi og styðjandi.“

Stundum segir hún símtölin hafa verið löng og reynt á. Erfitt hafi til að mynda verið að tala við fólk sem eigi veika aðstandendur. „Það fólk er dapurt, því líður eins og það sé ekki að sinna fólkinu sínu nægilega vel. Ein konan sem ég talaði við átti foreldri sem lést um páskana og auðvitað reyndist það henni erfitt að geta ekki verið hjá því á lokastundinni og geta kvatt það, sýnt þakklæti og væntumþykju á kveðjustundinni. Þá áttum við samtal um hvernig útförinni yrði háttað. Þannig fannst mér ég geta stutt hana og ég gat líka vísað henni áfram til geðþjónustuteymisins sem sinnir sálusorg. Það er mikilvægt að unnið sé úr þessari reynslu, svo hún lendi ekki í bakpokanum og festist þar.“

Sumir tjá vanmátt og hræðslu með reiði

Það hefur líka komið fyrir að sjúklingar láti vanlíðan sína bitna á hjúkrunarfræðingunum í símanum. Edda Jóna man sérstaklega eftir einu skipti, þar sem einstaklingur var hvass og reiður í símann yfir þeim hömlum sem einangrunin sem hann þurfti að sæta fólu í sér. „Hann lét í raun og veru vaða í símann. En ég náði engu að síður að ræða við hann, útskýra það fyrir honum í rólegheitum hvað þetta gæti verið alvarlegur sjúkdómur og hversu mikil óvissa ríkti enn með hann. Á endanum náðum við góðu samtali og hann baðst afsökunar á því hvað hann var þver í byrjun símtalsins. Þetta er bara dæmi um hvernig mörgu fólki leið og fól í sér áskorun fyrir mig. Ég gat sett niður línur með honum, um hreyfingu og mataræði og kennt honum öndunaræfingar,“ segir Edda og nefnir þetta sem dæmi um hversu margvísleg símtölin geti verið. „Það skiptir máli að hlusta og geta pikkað út það sem þarf að taka á hjá viðkomandi.“ 

Gott að finna meðbyrinn frá samfélaginu

Þær eru sammála um að gott hafi verið að finna meðbyrinn og traustið frá samfélaginu. Gjafir hafi til að mynda stöðugt borist deildinni sem hafi verið vel metnar og flugvélin sem myndaði hjarta yfir höfuðborginni heilbrigðisstarfsfólki til heiðurs hafi glatt. „Við hjónin heyrðum vel í flugvélinni og vorum að velta því fyrir okkur hvað væri að gerast. Ég áttaði mig svo á því að þetta hefði verið hjarta til okkar og mér fannst það æðislegt,“ segir Helga. „Það er frábært að finna þennan meðbyr núna, því fólk er nú ekki alltaf ánægt með heilbrigðiskerfið. Það lítur út fyrir að þetta sé að ganga vel hjá okkur í samanburði við aðra. Auðvitað á eftir að vinna úr öllum þessum gögnum en það verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Við erum alla vega búin að gera okkar besta.“

Þegar hún lítur til baka finnst henni standa upp úr gleðin þegar hægt var að tilkynna fólki að það mætti útskrifast. „Að sjá fólk útskrifast af gjörgæslunni og koma aftur á listann hjá okkur var yndislegt. Og við höfum átt margar ánægjulegar stundir við að telja niður með fólki, eftir að það verður einkennalaust, og geta svo loks tilkynnt því að nú fari að koma að því að það megi útskrifast.“

Sveigjanleikinn kom skemmtilega á óvart 

EyrúnÞað sem kom Eyrúnu skemmtilega á óvart í þessu ferli var hversu hratt spítalinn reyndist geta brugðist við vánni.

Það sem kom Eyrúnu skemmtilega á óvart í þessu ferli var hversu hratt spítalinn reyndist geta brugðist við vánni, en hraði og sveigjanleiki hefur ekki verið talið til hans helstu kosta, hingað til. „Landspítalinn er mikið bákn og alltaf þurfa breytingar að vera vel ígrundaðar. Núna þurfti hins vegar að bregðast hratt við og þá var það bara gert og allt virðist hafa gengið upp. Það finnst mér það merkilegasta í þessu öllu saman. Allir voru tilbúnir að gera það sem þeir þurftu að gera,“ segir hún og rifjar upp fyrstu vaktina á COVID-göngudeildinni, þar sem hún drakk morgunkaffið við hlið iðnaðarmannanna, sem voru að ljúka við að breyta skrifstofuhúsnæðinu í göngudeild. „Það er gott að vita af þessum sveigjanleika. Þó að það sé ekki sjálfgefið að allt verði svona sveigjanlegt í framhaldinu er mjög gott að vita að það er hægt.“ 

Hún hafði líka á tilfinningunni að öllum starfsmönnum spítalans, sama hvaða starfi þeir gegndu, hafi fundist sjálfsagt mál að leggja sig alla í verkefnið. „Stundum finnst mér fjölmiðlar leggja áherslu á píslarvottaímynd heilbrigðisstarfsfólks, en ég held að það sjálft sjái sig ekki þannig. Þetta var bara stórt verkefni sem við stóðum frammi fyrir, fórum í og kláruðum. Við vorkenndum okkur ekki fyrir það.“

Eins og að vera á vertíð

Bjartey er frá Vestmannaeyjum og finnst eðlilegast að líkja upplifun síðustu vikna við að vera á vertíð. „Það stendur upp úr hvað náðist góð stemning hjá starfsfólkinu, þrátt fyrir að þetta séu skrýtnir tímar, starfið krefjandi og allir pínulítið skelkaðir og hræddir við að verða útsettir sjálfir. Allt í einu varstu stödd í einhverju húsi með fullt af fólki sem þú ert ekki vön að vinna með. Það hefur verið lærdómsríkt, skemmtilegt og spennandi. Mér finnst ég hafa fengið nýja sýn á alls konar hluti.“

Hún er fjölskyldukona með barn á leikskóla og segir suma í kringum hana ekki hafa verið alls kostar sátta við að hún væri að útsetja sig fyrir smiti með því að vinna á COVID-19-deildinni, þó að flestir hafi stutt hana í þeirri ákvörðun. Sjálf hafi hún stundum verið smeyk við að smitast. „Ég vaknaði oft á morgnana, fann að ég var eitthvað þurr í hálsinum og hugsaði: Ónei, ég er komin með COVID, en svo var það ekki neitt. Ég var líka oft hrædd við að útsetja einhvern annan. Svo hefur þetta örugglega líka verið áskorun fyrir fjölskyldumeðlimi margra starfsmanna. Það fannst ekki öllum geggjuð hugmynd að ástvinir þeirra færu að vinna þarna. En auðvitað fer maður, ef maður getur hjálpað.“

Stéttin hefur styrkst

Edda Jóna telur að styrkur stéttar hjúkrunarfræðinga hafi komið í ljós í þessu stóra verkefni, auk þess sem innviðir og samstaða allra stétta innan spítalans hafi aukist.   hafi styrkst við að takast á við þetta stóra verkefni. „Við fórum og förum í gegnum þetta saman og hjálpum hvert öðru. Ég er viss um að það hefur styrkt innviðina og samstöðu á spítalanum og sýnt okkur hvers megnug við erum þegar við leggjumst öll á árarnar.“ 

Hún vonar að spítalinn og starfsfólk hans hafi nú unnið sér inn meiri jákvæðni. „Ég er búin að vinna svo lengi í heilbrigðiskerfinu og finnst satt að segja þessi neikvæða umræða vera svolítið þreytt. Það er margt gott sem á sér stað innan spítalans. Nú er ríkjandi umræða um hvað gengur vel og allir standi sig vel, sem er gott, því það er fullt af fólki sem vinnur gríðarlega gott starf inni á spítölunum og er ánægt í vinnunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár