Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslenskur strákur segir asíska konu vera kórónuveiruna: „Mig langar að gráta“

Mynd­band sem birt var á TikT­ok vakti mikla reiði. Vilja finna konu sem varð fyr­ir for­dóm­um og knúsa hana.

Myndband sem birt var á TikTok í gærkvöldi vakti mikla reiði. Í myndbandinu segir íslenskur strákur við konu af asískum uppruna: „You are coronavirus,“ eða þú ert kórónaveiran. Konan mótmælir því, segist búa á Íslandi og vera góð manneskja en hann heldur áfram: „No, you are coronavirus,“ eða nei, þú ert kórónaveiran. 

Myndbandið fékk vægast sagt hörð viðbrögð á samskiptaforritinu þar sem aðrir notendur TikTok fordæmdu rasíska og vanvirðandi framkomu stráksins gagnvart konunni. 

„Mig langar að gráta, þetta er svo ljótt“

Samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee var einn þeirra sem lét sig málið varða og endurbirti myndbandið með þessum orðum: „Já, þetta er íslenskur strákur að tala við mögulega túrista á Íslandi. Ég er svo reiður og sár. Þetta er ástæðan af hverju við þurfum að tala og fræða meira um rasisma á Íslandi og bara í heiminum. Mig langar að gráta, þetta er svo ljótt. Greyið konan og bara allir sem verða fyrir rasisma í lífinu og sérstaklega núna út af veirunni. Líka bara að pósta þessu á Tik Tok sem fyndið myndband. Þetta er ekki svartur húmor, þetta er rasismi.“

Undir færslu hans svarar strákurinn sem póstaði myndbandinu: „Ahhahahahaha,“ og Binni biður hann um að þroskast. 

Myndbandinu var að lokum eytt út af TikTok, kínversku samskiptaforriti þar sem fólk deilir örstuttum myndböndum af sér. Almennt eru myndböndin af fólki sem er að skemmta sér eða öðrum, með dansi, gríni eða almennu glensi. Samskiptaforritið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks. 

Myndbandinu var líka deilt inn á Facebook-hópinn Beauty Tips með þeim orðum að þetta væri ekki í lagi. Þar stóð ekki heldur á viðbrögðunum: „Án gríns, mig langar að finna þessa konu og knúsa hana. Þetta er ógeðslegt,“ sagði ein og fleiri taka í sama streng: „Er algjörlega orðlaus, af hverju kemur fólk svona illa fram við hvert annað? Langar að knúsa þessa konu.“

„Langar að knúsa þessa konu“

Ein segist vera af asískum uppruna: „Sem Asíubúi þá hafði ég smá áhyggjur af því að lenda í svona leiðindum, sérstaklega eftir að lesa greinar um fólk sem er rasískt gagnvart Asíubúim vegna Covid-19, til dæmis í USA, Bretlandi og víðar. Langar að gefa þessari konu knús,“ segir hún og bætir því við: Þetta er veira, ekki kynþáttur.“ 

Alþjóðastofnanir á borð við Unicef og Amnesty International hafa varað við vaxandi fordómum vegna veirunnar. Í yfirlýsingu sem Unicef birti fyrr á árinu sagði að ótti við vírusinn væri líka að ala á fordómum og mismunun gagnvart hópum í viðkvæmri stöðu: „Þetta er algjörlega óásættanlegt. Við munu halda áfram að vinna á vettvangi við að lágmarka óbein áhrif faraldursins á börn og spyrna við fordómum og tilraunum til að brennimerkja fólk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár