
Með afa Þau Margrét Inga Gísladóttir og Heiðar Þór Jónsson eru í verndareinangrun með fjölskyldunni vegna þess að faðir Margrétar, Gísli Jónsson er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar og sömuleiðis yngri dóttir þeirra, Lilja Bríet. Þau eru öll saman á myndinni, sem og eldri dóttirin, Salka María, og páfagaukurinn Coco.
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Fjölskyldan á tröppunum Melkorka Árný Kvaran og Kjartan Hjálmarsson og börnin þeirra, þau Árný og Valtýr, bjuggu á Spáni um nokkurra mánaða skeið en ákváðu að flýta heimför í ljósi aðstæðna. „Þetta hefur verið mikil rússíbanareið og við erum rétt að lenda.“
Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Á nærbuxunum Gerður Huld Arinbjarnardóttir er með staðfest smit og er búin að vera í einangrun í tvær vikur og á nærbuxunum nánast allan tímann. Hún segir dýrmætt að hafa félagsskap en vikurnar séu engu að síður lengi að líða. „Ég hlakka ofsalega til að losna úr einangrun, komast út með …
Athugasemdir