Um 13.600 einstaklingar hafa lokast inni á heimilum sínum vegna kórónaveirunnar. Aðstæður fólks eru mismunandi, á meðan sumir eru aleinir eru aðrir með fjölskylduna hjá sér. Þá er líka munur á því hvort það er í sóttkví eða hvort það hefur greinst með staðfest smit og er komið í einangrun, en í þeim hópi eru tæplega 1.100 manns. Fólk í sóttkví má fara út í göngutúr og umgangast annað fólk, svo lengi sem það heldur tveggja metra fjarlægð og fylgir ákveðnum reglum, en fólk sem er í eingrun má hvergi fara og engan umgangast. Ljósmyndarinn Rakel Ósk Sigurðardóttir fangaði þennan veruleika.
Athugasemdir