Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Við erum hér

Um 13.600 ein­stak­ling­ar hafa lokast inni á heim­il­um sín­um vegna kór­óna­veirunn­ar. Að­stæð­ur fólks eru mis­mun­andi, á með­an sum­ir eru al­ein­ir eru aðr­ir með fjöl­skyld­una hjá sér. Þá er líka mun­ur á því hvort það er í sótt­kví eða hvort það hef­ur greinst með stað­fest smit og er kom­ið í ein­angr­un, en í þeim hópi eru tæp­lega 1.100 manns. Fólk í sótt­kví má fara út í göngu­túr og um­gang­ast ann­að fólk, svo lengi sem það held­ur tveggja metra fjar­lægð og fylg­ir ákveðn­um regl­um, en fólk sem er í eingr­un má hvergi fara og eng­an um­gang­ast. Ljós­mynd­ar­inn Rakel Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir fang­aði þenn­an veru­leika.

Við erum hér
Hjónin á svölunum Heiðurshjónin Jóhann Páll Valdimarsson og Guðrún Sigfúsdóttir eru í sjálfskipaðri sóttkví, þar sem hann er í áhættuhópi. Sem betur fer hafa þau einstaklega gaman af því að vera innan um hvort annað, og þegar myndin var tekin var hann nýbúinn að lita á henni hárið. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Með afa Þau Margrét Inga Gísladóttir og Heiðar Þór Jónsson eru í verndareinangrun með fjölskyldunni vegna þess að faðir Margrétar, Gísli Jónsson er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar og sömuleiðis yngri dóttir þeirra, Lilja Bríet. Þau eru öll saman á myndinni, sem og eldri dóttirin, Salka María, og páfagaukurinn Coco.
Fjölskyldan á tröppunum Melkorka Árný Kvaran og Kjartan Hjálmarsson og börnin þeirra, þau Árný og Valtýr, bjuggu á Spáni um nokkurra mánaða skeið en ákváðu að flýta heimför í ljósi aðstæðna. „Þetta hefur verið mikil rússíbanareið og við erum rétt að lenda.“
Á nærbuxunum Gerður Huld Arinbjarnardóttir er með staðfest smit og er búin að vera í einangrun í tvær vikur og á nærbuxunum nánast allan tímann. Hún segir dýrmætt að hafa félagsskap en vikurnar séu engu að síður lengi að líða. „Ég hlakka ofsalega til að losna úr einangrun, komast út með …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár