Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja nú að öllum beri að bera andlitsgrímur

Nokk­ur Evr­ópu­lönd skylda nú fólk til þess að bera and­lits­grím­ur. Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa snú­ið af­stöðu sinni og mæl­ast nú einnig til þess. Ólaf­ur S. Andrés­son, pró­fess­or í erfða­fræði við Líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Ís­lands, seg­ir að grím­ur veiti falskt ör­yggi. Sótt­varna­lækn­ir taldi „vafa­samt“ að láta al­menn­ing bera grím­ur.

Segja nú að öllum beri að bera andlitsgrímur
Með heimatilbúna grímu Götusali í Sao Polo í Brasilíu með plastpoka fyrir vitum sér í þeim tilgangi að verjast smiti kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Nokkur Evrópulönd skylda nú þegna sína til að bera grímur á almannafæri. Mynd: NELSON ALMEIDA / AFP

Nokkur Evrópulönd skylda nú fólk til bera andlitsgrímur á almannafæri til að varna útbreiðslu COVID-19 og bandarísk stjórnvöld hafa nú tekið upp þá stefnu að mælast til þess, eftir að hafa mælst gegn því. 

Lög þessa efnis gengu í gildi í Austurríki í dag. Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, segir að grímur séu ekki fullkomin vörn gegn COVID-19 smiti og geti veitt þeim sem þær bera falskt öryggi.

Þetta segir Ólafur á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svarar spurningum um hvaða gagn grímur geri gegn COVID-19 smiti.

Í svari sínu segir Ólafur að grímur komi einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þar sé þá um að ræða sérstakar sóttvarnargrímur með smáum götum sem hleypa ekki í gegn örsmáum ögnum svo sem veirum. Þær séu dýrar og af skornum skammti.

Trefill getur hremmt dropa

Ólafur S Andrésson prófessor við HÍ

Í öðru lagi geti einfaldar grímur, trefill eða annað klæði, hremmt dropa sem myndast við hóst og hnerra. „Talið er að SARS-CoV-2 veiran (sem veldur COVID-19) berist einkum milli manna beint með slíkum úðadropum, eða óbeint um fleti sem fólk snertir,“ skrifar Ólafur í svari sínu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á stöðufundi Almannavarna fyrir helgi þar sem hann sagði að gríma gæti veitt fólki falskt öryggi.

Á vef Landspítala, þar sem finna má ráðleggingar um sýkingavarnir gegn COVID-19, segir að engin ástæða sé fyrir heilbrigt fólk að bera grímu nema það sinni umönnum fólks sem hugsanlega gæti verið sýkt eða að viðkomandi finnu fyrir flensueinkennum. Þá segir í leiðbeiningunum að gríma komi aðeins að gagni ef sá sem hana noti stundi reglulega handhreinsun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á blaðamannafundi almannavarna á föstudag það vera vafasamt að fá almenning til að bera grímur. „Að almenningur gangi með grímur er mjög vafasamt. Það er engin stofnun eða ábyrgur aðili sem mælir með því. Ég veit að í Bandaríkjunum hafa þeir verið að tala um þetta en ég alla vega set spurningamerki við þetta.“

Tekið til sinna ráðaÞessi íbúi á Filippseyjum útbjó grímu úr vatnsbrúsa. Óvíst er hversu mikla vörn gríma sem þessi veitir gegn COVID-19 smiti.

Landlæknir útbýr grímu úr stuttermabol

Fyrir helgi beindi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þeim tilmælum til bandarísks almennings að skýla nefi og munni á almannafæri. Sjálfur sagðist Trump þó ekki ætla að bera grímu.

Í kjölfarið birti Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, um helgina leiðbeiningar á vefsíðu sinni um hvernig útbúa megi slíkar grímur. Myndband sem sýnir  Jerome Adams landlækni Bandaríkjanna, útbúa grímu úr stuttermabol hefur vakið töluverða athygli og fengið mikið áhorf.

Fjöldi fólks um allan heim hefur tekið upp á því að útbúa sínar eigin andlitsgrímur til að verjast mögulegu veirusmiti.

Ný lög í Austurríki

Frá og með deginum í dag ber öllum þeim, sem fara inn í dagvöruverslanir og apótek í Austurríki að bera grímu.  Kanslari landsins, Sebastian Kurz, hefur sagt að ekki sé útilokað að þetta muni fljótlega eiga við um öll önnur almannarými. Austurríki gengur ekki jafnlangt í þessum efnum og Bosina-Hersegóvína, Slóvakía og Tékkland, þar sem fólki ber að bera grímu fari það út fyrir heimili sín.

Nú er í gangi þjóðarátak í Tékklandi þar sem fólk er hvatt til að bera grímur og útbúa þær sjálft. Í myndskeiði, sem stjórnvöld létu gera, er meðal annars fullyrt að Tékkum hafi tekist að hamla útbreiðslu veirunnar með þessum aðgerðum.

Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin, WHO, segir að þeir einir eigi að bera grímur sem séu með einkenni COVID-19 eða séu á einhvern hátt útsettir fyrir smiti. Á vefsíðu stofnunarinnar er áréttað að einnota grímur eigi eingöngu að nota í eitt skipti. Mikil eftirspurn sé eftir grímum alls staðar í heiminum og fólki því ráðlagt að nota þær á skynsamlegan hátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár