Allar frumur líkamans hafa sama uppruna, í upphafi vorum við öll bara ein okfruma. Þessi okfruma skipti sér svo og afleggjarar hennar hafa myndað allar þær frumur sem byggja líkama okkar, alveg sama hvaða hlutverki þær gegna.
Það er með ólíkindum að ein fruma geti endað sem allur sá fjöldi frumna sem daglega sjá til þess að líkami okkar virkar, eigi uppruna í einni og sömu frumunni. Þessi upphafsfruma gefur svo einnig af sér vefjasérhæfðar stofnfrumur sem sjá um að viðhalda vefjunum okkar.
Hvað eru stofnfrumur?
Stofnfrumur eru sérstakar vegna þess að þær hafa hæfileika til að mynda margar gerðir frumna. Fósturstofnfrumur eru fyrstu afleggjarar okfrumunnar. Okfruman og hennar allra fyrstu afkomendur hafa hæfileikann til að mynda hvaða frumugerð sem er en eftir því sem líður á þroska fóstursins verða stofnfrumurnar sérhæfðari. Að lokum verður til sú kynslóð frumna, í fósturþroska, sem myndar …
Athugasemdir