Tvær fjölskyldur sem hafa búið í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar í Sólheimum fengu innan við sólarhringsfrest til þess að pakka saman föggum sínum og flytja. Þær segjast hafa fengið að vita seinnipart mánudags að þær þyrftu að flytja og flutningarnir áttu sér stað strax á þriðjudag, innan við sólarhring síðar.
Í Sólheimum hefur myndast samfélag fjölskyldna sem styðja við bakið hver á annarri og komu flutningarnir þeim sem flytja áttu í opna skjöldu, ekki síst vegna þess hversu brátt þá bar að. „Við hjá velferðasviði þurfum að vera við öllu búin og því var ákveðið að nota ákveðnar íbúðir ef á þyrfti að halda fyrir sóttkví fyrir þjónustuþega velferðarsviðs,“ útskýrir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg.
„Við hjá velferðasviði þurfum að vera við öllu búin“
Athugasemdir