Það var eldsnemma morguns, föstudaginn 20. mars síðastliðinn, fyrir utan Tihar fangelsið í Nýju Delhi á Indlandi. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan og hrópaði „dauði fyrir nauðgarana“. Um klukkan 5.30 voru svo fjórir fangar teknir af lífi með hengingu við fagnaðarlæti þeirra sem fyrir utan fangelsið stóðu. Þessir sömu menn höfðu verið fundnir sekir og dæmdir til dauða árið 2013 eftir hrottalega hópnauðgun á ungri konu í strætisvagni árinu áður.
Málið þótti svo hrottalegt að það skók allan heiminn. Lýsingar af hræðilegum örlögum þessa 23 ára gamla háskólanema nísti sálina, svo hrottalegar voru þær. Unga konan, sem fékk viðurnefnið Nirbhaya eða Óttalaus á sanskrít, barðist fyrir lífi sínu í tvær vikur á spítala í Singapore en lést að lokum af sárum sínum. Þrátt fyrir að dómurinn yfir þessum mönnum hafi fallið árið 2013, hefur aftöku þeirra verið frestuð mörgum sinnum þar sem þeir hafa reynt að áfrýja dómnum …
Athugasemdir