Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir sósí­al­isma ekki vera svar­ið við COVID-19, lofts­lags­breyt­ing­um eða fá­tækt. Jón Gn­arr seg­ir sósí­al­isma vera trú­ar­brögð.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata segir að skortur á skoðunum eða stefnumálum séu ekki á meðal vandamála flokksins. Mynd: piratar.is

„Sósíalismi er ekki svarið, hvorki við kóvid, loftslagsbreytingum né fátækt.“ Þetta skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Twitter færslu sem vakti athygli á samfélagsmiðlinum í gær. Hann segir mikið um „yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar“ hjá sósíalistum.

Tilefni skrifa Helga Hrafns er viðtal í Mannlífi við stofnanda Sósíalistaflokksins, Gunnar Smára Egilsson, þar sem hann fjallar um erindi flokksins og vonir um að hann nái mönnum á þing í næstu Alþingiskosningum. „Það er frumstæð og ofureinfölduð nálgun á stjórnmál að ætla að stýra samfélaginu samkvæmt einum tilteknum isma,“ skrifar Helgi Hrafn. „Góð samfélagsmódel eru kokkteill úr ýmsum áttum, þ.á.m. sósíalisma, kapítalisma og öðrum.“

Færsla Helga Hrafns hefur fengið mikil viðbrögð á Twitter. Eru Píratar meðal annars sakaðir um að vera hræddir við að hafa pólitíska stefnu. „Það er greinilegt að þú hefur ekki tekið þátt í stefnumótun Pírata,“ svarar Helgi Hrafn þeim Twitter notanda. „Við eigum við allskonar vandamál að stríða eins og allar hreyfingar, en ég get fullvissað þig um að skortur á skoðunum eða stefnumálum eru ekki þar á meðal.“

Í umræðunum hafnar Helgi Hrafn því að kapítalismi sé orsök loftslagsbreytinga. „Loftslagsbreytingar eru samspil iðnvæðingar og skorts á vísindalæsi hjá ráðamönnum alls staðar í heiminum algerlega án tillits til þess hvort þeir hafi ráðið yfir kapítalískum samfélögum eða sósíalískum. Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma.“

„Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma“

Nefnir hann sérstaklega að til sé kapítalísk lausn á loftslagsvandanum, að setja útblásturskvóta á uppboðsmarkað, sem sé tímabundinn og framseljanlegur. „Setja beinlínis verðmiða á andrúmsloftið. Láta það kosta peninga,“ skrifar hann.

Einn viðmælandi Helga Hrafns segir kapítalisma hafa afhjúpað sig sem „isma“ sem hvorki geti leyst efnahagslegar né samfélagslegar krísur. Það sé merki um þráhyggju að gera hlutina eins en búast samt við annarri niðurstöðu „Ég var hvorki að leggja til að gera neitt eins, né býst ég við annarri niðurstöðu en allskyns áföllum og krísum alveg óháð því,“ svarar Helgi. „Hvorki kapítalismi né sósíalismi frelsa oss frá krísum. Veit einungis um eina samfélagsgerð með innbyggða krísustjórnun og það er gerræði. Það eru samt ákveðin hagfræðileg undirstöðuatriði sem hafa (bara víst) reynst vel, þótt það verði alveg áföll, mistök og krísur líka. Lögmálið um framboð og eftirspurn er gott og gilt þótt blöskrunarlegt ábyrgðarleysi í regluverki bankakerfisins geti leitt af sér kerfishrun.“

Jón GnarrBorgarstjórinn fyrrverandi segir engu skila að rökræða við sósíalista.

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, tekur einnig þátt í umræðunum. „Sósíalismi er religjón,“ skrifar hann. „Að reyna að rökræða við sósíalista er eins og að rífast við trúfólk og skilar yfirleitt engu, þau trúa bara því sem þau vilja og alhæfa um það sem þeim sýnist. Kapítalisminn, fyrir þeim er t.d. ekki neitt hyperobject heldur the Matrix en þau eru Neo.“

Helgi Hrafn svarar því svo að hann sé ekki sammála því að það skili yfirleitt engu að rökræða við sósíalista. „Bara tekur tíma eins og rökræður um stóru málin almennt. Mikið um yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar, en það segir meira um samskiptalegan metnað þeirra sem mæla, heldur en málstaðinn sem þau mæla fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár