Þorgerður María Gísladóttir er 94 ára gömul kona sem búsett er á öldrunarheimilinu Hrafnistu þar sem heimsóknarbann hefur ríkt frá 7. mars vegna kórónaveirunnar. Barnabarn hennar, Þorgerður María Halldórsdóttir, gagnrýnir þá ákvörðun harðlega. Fram til þessa hefur amma hennar fengið daglegar heimsóknir frá fjölskyldunni en nú er hún einangruð og einmana. Nú þegar rúm vika er liðin frá því að heimsóknarbann var sett á er hún strax orðin mjög döpur, leið og illa stödd andlega.
Þorgerður María hin eldri er kona sem á sér langa sögu, starfaði lengst af sem sund- og leikfimiskennari í Hafnarfirði, var einn stofnenda fimleikafélagsins Björk og fyrsti formaður þess. Hún kenndi einnig sund á Hrafnistu þar sem hún dvelur nú, þegar hún hætti að kenna í Flensborg, og sinnti því þar til hún hætti alfarið að vinna. Þá kom hún að stofnun Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra og sinnti eflingu íþróttastarfs fyrir aldraða um tíma. …
Athugasemdir