Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skemmtiferðaskip afbóka komur til Íslands: „Mikið högg fyrir samfélagið“

Fyrsta skemmti­ferð­ar­skip­ið sem átti að koma til Ísa­fjarð­ar í maí kem­ur ekki til bæj­ar­ins út af COVID-far­aldr­in­um. 120 skemmti­ferð­ar­skip áttu að koma til bæj­ar­ins í sum­ar. Hafn­ar­stjór­inn á Ísa­firði býst við fleiri af­bók­un­um en von­ar það besta og kross­ar fing­ur sína.

Skemmtiferðaskip afbóka komur til Íslands: „Mikið högg fyrir samfélagið“
Högg fyrir Ísafjarðarbæ Fyrsta skemmtiferðarskipið sem átti að koma til Ísafjarðarbæjar í vor hefur ofboðað komu sína. Bærinn verður af miklum tekjum ef skemmtiferðarskipin koma ekki í sumar vegna veirunnar.

Fyrsta skemmtiferðarskipið sem átti að koma til Ísafjarðar þann 10. maí hefur afbókað komu sína til bæjarins vegna COVID-faraldursins. Þetta segir Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar.  „Það er búið að afbóka eitt skip. Svo höfum við bara verið að fylgjast með fréttatilkynningum skipafélaganna. Þau eru að leggja skipunum svona 4 til 8 vikum fram í tímann,“ segir Guðmundur. Umrætt skip, Balmoral, sem átti að koma til bæjarins  getur borið allt að 1930 farþega. 

Ferðaþjónusta hefur á liðnum árum orðið mikilvægasta atvinnugrein íslensku þjóðarinnar og kemur tæplega þriðjungur af vergri þjóðarframleiðslu Íslands úr greininni með beinum eða óbeinum hætti. Mikil aukning hefur verið í komu ferðamanna til landsins í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008. Aukinn fjöldi skemmtiferðarskipa hefur komið til landsins ár frá ári og var metár í fyrra en þá komu meðal annars rúmlega 200 skip bæði til Reykjavíkur og Akureyrar. Áætlaður þjóðhagslegur ávinningur af komu skemmtiferðarskipa er um 16.4 milljarðar króna. 

Allt útlit er fyrir að færri eða jafnvel engin skemmtiferðarskip komi til landsins í sumar þar sem ljóst er að afleiðingarnar af útbreiðslu kórónaveirunnar munu teygja sig yfir næstu mánuði. Fólki er ráðið frá því að ferðast á milli landa að óþörfu til að hindra útbreiðslu COVID-vírussins  og ferðamenn sem koma til landsins munu þurfa að fara í sóttkví í tvær vikur við komuna.  Í þessari stöðu mun hinn rúmlega 16 milljarða ávinningur þjóðarbúsins af komu skemmtiferðarskipanna væntanlega þurrkast út.

Næsta skip á eftir Balmoral á að koma til Ísafjarðar þann 13. maí. Þegar Guðmundur er spurður að því hvort ekki megi búast við fleiri afbókunum á næstunni segir hann að fastlega megi gera ráð fyrir því. 

Óvíst með 100.00 gestiÓvíst er hvort um 100.000 gestir komi til Ísafjarðar með skemmtiferðarskipum. Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að fyrsta afbókunin hafi borist út af Covid-veirunni.

Beinar og óbeinar tekjur upp á 1200 milljónir

Um 120 skemmtiferðarskip eiga að koma til Ísafjarðar í sumar segir Guðmundur og hefur Ísafjarðarbær beinar tekjur upp á um 140 milljónir króna af þessum skipum.  „Við erum að gera ráð fyrir að hafa um 140 milljónir króna í tekjur af skemmtiferðarskipum í ár. Það var gerð könnun hérna í bænum fyrir tveimur árum um fjárhagsleg áhrif af komu skemmtiferðarskipa til bæjarins og niðurstaðan var að þetta væru 1.2 milljarðar á sumri,“ segir Guðmundur en áætlanir bæjarins gerðu ráð fyrir um 100 þúsund gestum til bæjarins með skemmtiferðarskipunum í ár.

„Þetta kemur til með að breyta miklu fyrir okkur“ 

„Þetta kemur til með að breyta miklu fyrir okkur,“ segir Guðmundur um þá staðreynd að byrjað sé að afbóka skemmtiferðaskipakomur til bæjarins. „En það eru tveir mánuðir í að vertíðina hefjist og við vitum ekki um endanlegt tjón fyrr en þetta er yfirstaðið.“

Beinu tekjur bæjarins út af hafnargjöldum og öðrum aðstöðugjöldum eru því rúmlega 140 milljónir og svo bætist við þetta um 1 milljarður króna í óbeinar tekjur, það er að segja tekjur veitingastaða, verslana, ferðaþjónustufyrirtækja og annarra rekstraraðila á Ísafirð segir Guðmundur.

Högg fyrir samfélagið

Guðmundur segir að ef öll skipin 120 afbóki komi sína þá sé það högg fyrir Ísafjörð. „Þetta eru verulegir fjármunir í svona litlu samfélagi eins og Ísafirði. Þetta verður mikið högg fyrir samfélagið ef þessar tekjur vantar í sumar. En hvað getum við gert? Við getum ekki breytt framvindunni frekar en nokkur annar. Hafnarreksturinn hefur gengið mjög vel hjá okkur síðastliðin ár og þannig lagað séð og við höfum skilað góðum rekstrarafgangi.“

 „Við krossum bara fingur og vonandi fer allt vel“ 

Guðmundur horfir þó bjartsýnn fram á veginn og vonar það best: „Við erum þannig lagað séð ágætlega undir það búin að taka skellinn ef hann kemur. En vonandi verður hann ekki og við verðum ágætlega sátt þó við fengjum ekki nema helminginn af þeim skipum sem eru bókuð,“ segir hafnarstjórinn.  „Við krossum bara fingur og vonandi fer allt vel.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár