Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ákaflega ómannúðleg aðgerð“

Sex manna fjöl­skylda frá Ír­ak bíð­ur þess að verða fyrsta barna­fjöl­skyld­an sem vís­að er úr landi til Grikk­lands, þar sem að­stæð­ur flótta­fólks fara versn­andi dag frá degi. Lög­fræð­ing­ur hjá Rauða kross­in­um seg­ir að þessi ákvörð­un marki tíma­mót í með­ferð út­lend­inga­mála hér á landi.

Fyrirhuguð brottvísun sex manna íraskrar fjölskyldu til Grikklands í næstu viku brýtur í bága við þá lagaskyldu stjórnvalda að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku. Þetta segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris sem berjast fyrir hælisleitendur og flóttafólk, segir að brottvísunin stríði gegn almennu viðhorfi í samfélaginu. Sífellt fleiri séu mótfallnir því að ákvarðanir sem þessar séu teknar.

Í fjölskyldunni eru foreldrarnir Mohammed og Wedyan og börnin fjögur, þau Ali, Kayan, Saja og Jadin, sem eru á aldrinum eins til níu ára. Ástæða þess að vísa á þeim til Grikklands er að þar í landi hafa þau fengið viðurkennda stöðu flóttafólks. Fjölmörg mannúðar- og hjálparsamtök hafa ítrekað bent á að aðstæður flóttafólks þar séu með öllu óboðlegar, jafnvel hættulegar, og þeim sem þangað verði sendir bíði ómannúðlegar aðstæður.

Vísa átti fjölskyldunni úr landi í gær, fimmtudaginn 4. mars, en því var frestað. „Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár