Helmingur leikskólabarna í Reykjavík hefur nú mátt búa við skerta eða jafnvel enga þjónustu á leikskólum borgarinnar í þrjár vikur samfleytt. Ótímabundið verkfall Eflingar hófst 17. febrúar síðastliðinn en áður höfðu tímabundin verkföll sett mark sitt á leikskólana. Verkfall Eflingar hefur mismunandi áhrif á um 3.500 leikskólabörn. Fjöldi barna hefur ekki getað farið í leikskóla í þrjár vikur, önnur börn hafa fengið að mæta dag og dag, fyrir hádegi eða eftir hádegi, eftir atvikum. Opnunartími leikskóla hefur verið skertur fyrir þau börn sem þó geta verið þar og mötuneyti eru í mörgum tilvikum lokuð með þeim afleiðingum að börn sitja í bílum með foreldrum sínum á bílastæðum leikskólanna og borða samlokur og epli.
Mánudaginn 9. …
Athugasemdir