Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar lækkaði afkomutryggingu Halldórs Ragnars Halldórssonar eftir að hann fyllti út tjónaskýrslu með röngum hætti. Halldór, sem vann áður sem tryggingasölumaður, meðal annars fyrir Sjóvá, hefur verið óvinnufær eftir afleiðingar lífshættulegs æðabólgusjúkdóms árið 2008, en meðferðin skildi eftir sig varanlegan skaða á líffærum og vefjum í líkama hans. Hann þjáist í dag af krónískum verkjum og er með greiningu á vefjagigt og síþreytu.
Halldór fyllti út tjónaskýrslu í febrúar 2018 eftir óhapp þar sem hann slasaðist á öxlum. Hann kennir heilaþoku vegna verkja um að í hugsunarleysi hafi hann skrifað vinnufærni sína sem 50 prósent í stað 20, en hann hefur ekki getað unnið meira en 30 prósent í rúman áratug. Sjóvá kallaði eftir nýju mati frá bæklunarlækni sem einblíndi á æðabólgusjúkdóminn sem liggur niðri í stað raunverulegrar stöðu Halldórs. Hann úrskurðaði Halldór vinnufæran að hálfu leyti eftir viðtal sem Halldór segir að hafi aðeins varað í tíu mínútur. …
Athugasemdir