Í á fjórða áratug hefur Guðni Gunnarsson helgað líf sitt því að bæta heilsu fólks, með ræktun bæði huga og líkama, en hann var til að mynda fyrsti einkaþjálfarinn sem hefur starfað hér á landi. Um árabil hefur hann rekið Rope Yoga setrið ásamt eiginkonu sinni, Guðlaugu Pétursdóttur, en þar er leitast við að skapa friðsæla umgjörð um hug- og heilsurækt. „Það má segja að ég vinni við að hanna umgjarðir fyrir velsæld,“ segir Guðni. Hann segir allar manneskjur búa yfir hæfileikanum til að öðlast velsæld. Fæstir leyfi sér hins vegar að laða hana til sín og eru fastir í gömlum hugsanamynstrum sem gera þeim ekki gott. „Nýja bókin mín heitir Máttur hjartans – sjáðu fyrir þér. Þetta er svo falleg og sönn setning, sjáðu fyrir því, því þú getur ekki séð fyrir þér fyrr en þú getur séð fyrir þér,“ segir Guðni.
Í bókinni leggi hann enn meiri áherslu …
Athugasemdir