Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flytur orgeltónlist gegn hamfarahlýnun

Kristján Hrann­ar Páls­son flyt­ur nýtt 21 liða verk á Kla­is-org­eli Hall­gríms­kirkju sem fjall­ar um hnatt­ræna hlýn­un. Hann tel­ur org­el­ið vera það hljóð­færi sem fangi hvað best um­fang og af­leið­ing­ar ham­fara­hlýn­un­ar.

„Ég var búinn að vera að semja tónlist um loftslagsvá áður, og gaf þá út píanóplötu, en svo þegar ég fór að spila á þessu stóra orgeli þá fannst mér það vera eina hljóðfærið sem gæti fangað þessa stærðargráðu sem þetta vandamál er.“ Svona lýsir hinn 32 ára organisti Kristján Hrannar Pálsson innblæstri sínum fyrir nýju tónverki sem hann flytur í Hallgrímskirkju 7. febrúar. 

Síðustu ár hefur Kristján samið tónlist sem fjallar um hamfarahlýnun. Hann gaf út fyrrnefnda píanóplötu, Arctic Take One, árið 2016, en hann hlaut styrk úr Tónmenntasjóði kirkjunnar í fyrra til að semja og útsetja verkið Tvær gráður, sem er vísun í kröfu Parísarsáttmálans um hæstu mögulegu ásættanlegu hækkun á meðalhitastigi jarðar. Hann segir að þetta sé hans framlag til vitundarvakningar um málefnið og tilraun hans til að setja þessa lífshættulegu ógn í samhengi sem fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár