Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lýsir biðinni eftir að stúlkan fyndist: „Þetta voru hræðilega erfiðar 40 mínútur“

Helena Jóns­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur á Flat­eyri, seg­ir að bið­in eft­ir því að stúlk­an sem lenti í snjóflóð­inu á Flat­eyri fynd­ist hafi ver­ið af­ar erf­ið. And­rúms­loft­ið í þorp­inu ein­kenn­ist af ná­ungakær­leik og sam­stöðu.

Lýsir biðinni eftir að stúlkan fyndist: „Þetta voru hræðilega erfiðar 40 mínútur“
Segir Flateyringa ekki brotna Helena Jónsdóttir, sálfræðingur á Flateyri, segir að þrátt fyrir að snjóflóðin hafi verið áfall þá séu heimamenn ekki brotnir heldur séu þeir fyrst og fremst uppteknir af því að huga að náunganum.

„Þetta er hræðilegt áfall og manni þykir mjög undarelgt að það falli tvo flóð þarna á nánast sama tíma. Fyrra flóðið olli auðvitað miklu áfalli, tjónið var mikið og fólk var kannski svolítið ruglað á eftir. Alvöru áfallið kom hins vegar eftir seinna flóðið, þegar að við fréttum að það væri ung stúlka grafin undir. Þetta voru hræðilega erfiðar 40 mínútur, þar til við áttuðum okkur á því að þetta fór jafn ótrúlega vel og raun bar vitni,“ segir Helena Jónsdóttir, íbúi á Flateyri og sálfræðingur hjá áfallateymi Rauða krossins á Vestfjörðum.

„Þetta lýsir bara hvers konar ótrúlegt fólk býr hér“

Helena segir að flóðin í gær ýfi upp hræðilega erfið sár frá því fyrir aldarfjórðungi hjá þeim sem þá voru búsettir á Flateyri. „En það er svo merkilegt, þeir sem upplifðu áfallið fyrir 25 árum síðan, þau hafa miklu meiri áhyggjur af okkur nýliðunum í þorpinu. Þau eru meira að tékka á okkur og okkar líðan. Þetta lýsir bara hvers konar ótrúlegt fólk býr hér,“ sagði Helena en um leið neyddist hún til að kveðja blaðamann þar eð björgunarsveitin þurfti á kröftum hennar að halda.

Fá mikla aðstoð

Blaðamaður heyrði aftur í Helenu um fjögurleytið en þá hafði hún unnið að sálgæslu nágranna sinna frá því að hún kvaddi í fyrra símtali. Spurð hvort það væri ekki flókið í ljósi þess að hún sjálf hefði orðið fyrir áfalli sem íbúi í þorpinu sagði Helena að það væri það jú upp að vissu marki en hún hefði einnig fengið gríðarlega góða aðstoð hjá öðrum sem mynda áfallateymi Rauða krossins á Vestfjörðum en það fólk kom með varðskipinu Þór um miðjan dag. „Það getur líka hjálpað að vera að ganga í gegnum það sama og manneskjan sem ég er að reyna að hjálpa, það auðveldar mér að aðstoða.“

„Svo einhvern veginn leysum við þetta saman“

Spurð hvernig henni þyki andlegt ástand Flateyringa vera eftir áfallið segir Helena það fyrst og fremst einkennast af náungakærleik og samstöðu. „Andlegt ástand þorpsbúa er auðvitað ekki gott en það er heldur ekki þannig að hér séu allir brotnir. Hér ríkir bara náungakærleikur og samstaða og það er fyrsta verkefni allra, að tékka á næsta manni og að láta hann tékka á þér til baka. Svo einhvern veginn leysum við þetta saman. Áfallið er svolítið liðið, það er ekki eins og við sitjum uppi með hræðilegar, óafturkallanlegar afleiðingar. Þetta er eignatjón, ekki manntjón, og það auðvitað gerir þetta einhvern veginn þannig að fólk getur þjappað sér saman. Það er enginn yfirbugaður af sorg.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
FréttirSnjóflóð á Flateyri

Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur lýs­ir létt­in­um þeg­ar stúlk­an fannst: „Tíu full­orðn­ir karl­menn grétu á sama tíma“

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar á Flat­eyri, seg­ir að tjón á dauð­um hlut­um skipti engu máli. „Ég heyrði nokk­uð sem ég hef aldrei heyrt áð­ur,“ seg­ir hann um augna­blik­ið þeg­ar ung­lings­stúlka fannst á lífi í rúm­inu sínu und­ir snjóflóð­inu.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár