Matthías Imsland, fjárfestir og fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur og innanbúðarmaður í Framsóknarflokknum, er einn af þeim 12 umsækjendum sem kemur til greina sem yfirmaður yfir nýrri deild hjá Vinnumálastofnun en 97 einstaklingar sóttu um starfið. Nýja starfið heitir deildarstjóri útlendingadeildar.
Stofnunin lítur Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra úr Framsóknarflokknum, sem skipar stjórn hennar og stjórnarformann til fjögurra ára í senn. Um þessar mundir er Ingvar Már Jónsson, flugmaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar, stjórnarformaður stofnunarinnar. Ingvar Már og Matthías eru jafnframt vinir.
Í samtali við Stundina segir Matthías Imsland aðspurður að hann vilji ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimidum Stundarinnar fór Matthías í viðtal hjá Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, og Vilmari Péturssyni mannauðsstjóra í síðustu viku. Umsóknarfrestur um starfið rann út þann 12. desember síðastliðinn.
Tengsl Matthíasar við Framsóknarflokkinn
Matthías hefur í gegnum tíðina fengið alls kyns störf á vegum og í gegnum Framsóknarflokkinn. …
Athugasemdir