Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar

Fyrrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur tveggja ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Matth­ías Ims­land, er einn af eft­ir­standi 12 um­sækj­end­um um yf­ir­manns­starf hjá Vinnu­mála­stofn­un. Stjórn sjóðs­ins er skip­uð af Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra og er stjórn­ar­formað­ur­inn fyrr­ver­andi fram­bjóð­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík.

Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar
12 umsækjendur boðaðir í viðtal Matthías Imsland, fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er einn af 12 umsækjendum sem boðaður var í viðtal um nýtt starf hjá Vinnumálastofnun. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix (Ásgeir Ásgeirsson)

Matthías Imsland, fjárfestir og fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur og innanbúðarmaður í Framsóknarflokknum, er einn af þeim 12 umsækjendum sem kemur til greina sem yfirmaður yfir nýrri deild hjá Vinnumálastofnun en 97 einstaklingar sóttu um starfið. Nýja starfið heitir deildarstjóri útlendingadeildar.

Stofnunin lítur Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra úr Framsóknarflokknum, sem skipar stjórn hennar og stjórnarformann til fjögurra ára í senn. Um þessar mundir er Ingvar Már Jónsson, flugmaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar, stjórnarformaður stofnunarinnar. Ingvar Már og Matthías eru jafnframt vinir.

Í samtali við Stundina segir Matthías Imsland aðspurður að hann vilji ekki tjá sig um málið. 

Samkvæmt heimidum Stundarinnar fór Matthías í viðtal hjá Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, og Vilmari Péturssyni mannauðsstjóra í síðustu viku.  Umsóknarfrestur um starfið rann út þann 12. desember síðastliðinn. 

Tengsl Matthíasar við Framsóknarflokkinn

Matthías hefur í gegnum tíðina fengið alls kyns störf á vegum og í gegnum Framsóknarflokkinn. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár