Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Trump biður Nató að blanda sér í deiluna í Miðausturlöndum

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kall­aði eft­ir að­komu Nató að deil­unni í Mið­aust­ur­lönd­um og hvatti Breta, Frakka, Kín­verja og Rússa til að taka af­stöðu gagn­vart Ír­an. Engu að síð­ur sagði hann Banda­rík­in vilja semja frið við hvern þann sem vildi frið.

Trump biður Nató að blanda sér í deiluna í Miðausturlöndum
Donald Trump Boðaði til ávarps klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma í kjölfar loftárása Írana á herstöðvar Bandaríkjanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Norður-Atlantshafsbandalagið, sem Íslendingar eru aðilar að, blandi sér inn í átökin í Miðausturlöndum sem snúast um Íran.

Þetta kom fram í nýyfirstöðnu ávarpi Trumps þar sem hann boðaði viðbrögð Bandaríkjanna við hefndarárás Írana. Svo virðist sem Trump vilji bakka frá frekari átökum við Íran, að minnsta kosti tímabundið.

„Í dag ætla ég að biðja Nató um að blanda sér mun meira í ferlið í Miðausturlöndum,“ sagði Trump. Hann sagði að sá tími væri liðinn að Íranir kæmust upp með aðgerðir sínar í Miðausturlöndum. „Tími er kominn til að Bretland, Þýskaland, Frakkland, Rússland og Kína viðurkenni þennan veruleika. Þau þurfa núna að slíta sig frá leifunum af samkomulaginu við Íran. Og við þurfum öll að vinna saman að því að gera samning við Íran sem gerir heiminn að öruggari og friðsamari stað.“ 

Jafnframt tíundaði Trump að Bandaríkjaher væri sá öflugasti í heimi og ætti „hraðvirkar og banvænar“ eldflaugar. 

Varaði Íran við því að eignast kjarnorkuvopn

„Svo lengi sem ég er forseti mun Íran ekki öðlast kjarnorkuvopn,“ sagði Trump í upphafi ávarpsins. Hann sakaði síðasta forseta Bandaríkjanna um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi Írana, með „heimskulegum“ kjarnorkusamningi. „Í stað þess að þakka Bandaríkjunum sungu þau: „Bandaríkin deyji“.

Fullyrðing Trumps um greiðslur frá Obama-ríkisstjórninni til Írans hefur áður verið borin til baka, en Obama átti þátt í alþjóðlegum samningi við Íran um afléttingu viðskiptaþvingana gegn því að Íranir hættu þróun kjarnorkuvopna.

Meðal fullyrðinga Trumps í ávarpinu er að Íran hafi „skapað helvíti“ í Jemen, Sýrlandi, Líbanon, Afganistan og Írak, fjármagnað af samningi Baracks Obama.

Ávarpaði írönsku þjóðina

Trump boðaði að hann myndi ávarpa þjóð sína í dag klukkan fjögur að íslenskum tíma. Tilefnið var  fréttir gærkvöldsins um að Íranar hefðu svarað drápi Bandaríkjamanna á hershöfðingjanum Qasem Suleimani fyrir fimm dögum með loftárás á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Fram hefur komið að enginn hafi látist í árásunum og telja Íranir þær vera „hóflegt andsvar“ við drápi Bandaríkjanna á Suleimani, sem var einn valdamesti maður Írans, en Trump flokkar hann sem „svívirðilegan hryðjuverkamann“.

„Íran getur verið mikilfenglegt land“

„Við stoppuðum hann,“ sagði Trump um Suleimaini, sem hann fullyrðir að hafi haft í hyggju að gera árás.

„Hann hefði átt að vera gerður óvirkur fyrir löngu síðan,“ bætti hann við.

Trump boðaði hertar refsiaðgerðir gegn Íran, en boðaði jafnframt sættir. „Íran getur verið mikilfenglegt land,“ sagði Trump um leið og hann hvatti Írana til að forðast ofbeldi og hryðjuverk. „Bandaríkin eru tilbúin að gera frið við hvern þann sem sækist eftir honum,“ sagði Trump. „Við viljum að þið eigið framtíð,“ sagði hann við írönsku þjóðarinnar í lok ávarpsins.

Ávarp TrumpsTrump hafði boðað ávarp klukkan fjögur í dag.

Þingið í Írak samþykkti í kjölfar drápsins á Suleimani formlega þingsályktunartillögu um að vísa bandaríska hernum frá Írak. Forsætisráðherra Íraks hefur ekki staðfest eða framkvæmt ákvörðunina.

Fyrir kjör sitt sem forseti Bandaríkjanna árið 2017 hafði Trump boðað að hann myndi draga bandaríska hermenn frá Írak.

Þá hefur vakið athygli að Trump sakaði Obama á sínum tíma um að reyna að stofna til stríðs við Íran, til þess að auka líkurnar á því að ná endurkjöri sem forseti árið 2012, en Trump berst sjálfur fyrir endurkjöri í nóvember næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár