Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja hafna samningi ríkisins við þjóðkirkjuna

Þing­menn Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd vilja full­an að­skiln­að rík­is og kirkju. Telja þeir að nýr samn­ing­ur við kirkj­una muni leiða til hærri greiðslna til henn­ar en að óbreyttu.

Vilja hafna samningi ríkisins við þjóðkirkjuna
Jón Steindór Valdimarsson og Guðmundur Andri Thorsson Þingmennirnir vilja að Alþingi hafni frumvarpi um lagabreytingar vegna samningsins.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar,  vilja að Alþingi hafni frumvarpi um lagabreytingar vegna viðbótarsamnings ríkisins og þjóðkirkjunnar. Telja þeir að vegna áframhaldandi fækkunar í þjóðkirkjunni muni samningurinn tryggja henni hærri greiðslur en ef engu væri breytt. Fulltrúi Pírata vill einnig að frumvarpinu verði hafnað.

Samningurinn tryggir greiðslur úr ríkissjóði til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár hið minnsta. Samkvæmt samningnum mun íslenska ríkið greiða árlega rúma 2,7 milljarða króna til þjóðkirkjunnar og tekur upphæðin breytingum í samræmi við verðlag og kjarasamninga BHM. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp þess efnis að breyta lögum í samræmi við ákvæði samningsins. Í áliti minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar leggja Jón Steindór og Guðmundur Andri til að frumvarpið verði ekki samþykkt. „Viðbótarsamningurinn var undirritaður af þremur ráðherrum, biskup Íslands og forseta kirkjuþings og var hvorki borinn undir Alþingi til samþykktar né synjunar,“ skrifa þeir í nefndaráliti. „Alþingi er þannig ekki ætluð önnur aðkoma að gerð viðbótarsamningsins en að tryggja að þær lagabreytingar sem leiði af samningnum nái fram ganga. Hins vegar bendir 1. minni hluti á að verði frumvarpið ekki að lögum væru forsendur samningsins brostnar og hann tæki ekki gildi. Enn fremur telur 1. minni hluti tilefni til að árétta að það er Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið og verður því að telja afar óheppilegt að þingið hafi ekki fengið tækifæri til að koma að tilurð samnings sem varðar svo mikla fjárhagslega hagsmuni til svo langs tíma.“

„[V]erði frumvarpið ekki að lögum væru forsendur samningsins brostnar og hann tæki ekki gildi“

Þingmennirnir segja að með samningnum séu gerðar grundvallarbreytingar frá fyrra samkomulagi milli aðilanna. „Fallið er frá því, m.a. að miða framlag ríkisins við fjölda biskupa, prófasta, presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar og auk þess er afnumin tenging framlags ríkisins við fjölgun eða fækkun meðlima þjóðkirkjunnar. Í ljósi þess að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað stöðugt á undanförnum áratug og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram og starfsmönnum muni fækka samhliða hlýtur að teljast líklegt að afnám tengingar framlags við fjölda meðlima og starfsmanna feli í sér breytingar sem að öllum líkindum muni leiða til hærri útgjalda ríkissjóðs en ella.“

Leggja þeir því til að frumvarpið verði ekki samþykkt og vísa í þingsályktunartillögu frá 11 þingmönnum úr fjórum þingflokkum um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, sem nú liggur fyrir Alþingi. „1. minni hluti styður fullan aðskilnað ríkis og kirkju, þ.e. fjárhagslegan og lagalegan, og telur að margt í frumvarpinu og viljayfirlýsingu viðbótarsamningsins stuðli að slíkum aðskilnaði en telur framangreinda ágalla á viðbótarsamningnum svo veigamikla að 1. minni hluti geti ekki stutt frumvarpið og þar með á óbeinan hátt viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar,“ skrifa þingmennirnir.

Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, skilaði einnig inn áliti þar sem hann mælti með því að frumvarpið yrði ekki samþykkt og lýsti yfir stuðningi við aðskilnað. „Það er mat 2. minni hluta að með undirritun viðbótarsamningsins sé ríkisstjórnin að gæta hagsmuna þjóðkirkjunnar fremur en skattgreiðenda en eðlilegra væri að samningsmarkmið hennar væri að gera greiðslurnar sem samið var um með kirkjujarðarsamkomulaginu endanlegar. Það skýtur skökku við að ríkið skuli þurfa standa straum af gagngjaldi um ófyrirséða framtíð fyrir eignir sem ríkið hefur þegar fengið afhentar og greitt gjald fyrir í rúma tvo áratugi,“ segir í áliti Helga Hrafns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
4
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
6
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
7
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
8
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
7
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár