Kristinn Guðjónsson hefur nú í um fjögur ár staðið í deilum við stjórn Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, og þá sem reka Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12, þar sem Kristinn býr og hefur búið í tæpa þrjá áratugi. Vill Kristinn meina að þeir sem stýri málum í Sjálfsbjargarhúsinu sýni af sér fullkomið skeytingarleysi um heilsu hans og réttindi. Ástæðan er sú að á íbúðargangi hans hefur verið innréttað reykingaherbergi en svo óhönduglega hefur það verið gert að mati Kristins að hann er útsettur fyrir reykmengun í eigin íbúð. Veldur það honum mikilli vanlíðan enda hefur hann óþol fyrir tóbaksreyk, það hafa læknar skrifað upp á. Viðbrögð Sjálfsbjargar og þeirra sem reka Sjálfsbjargarheimilið við umkvörtunum Kristins hafa hins vegar verið því sem næst engin en brigður bornar á upplifun Kristins og líðan og dylgjað um að atvinna hans, sem hann hefur stundað árum saman, valdi vanlíðan hans.
Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12 hýsir ýmsa starfsemi …
Athugasemdir