Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í stríði við Sjálfsbjörg vegna reykingaherbergis

Krist­inn Guð­jóns­son seg­ir að hann verði fyr­ir skeyt­ing­ar­leysi um heilsu sína af hálfu stjórn­enda Sjálfs­bjarg­ar­húss­ins. Þess í stað sé dylgj­að um störf hans og brigð­ur born­ar á upp­lif­un hans.

Í stríði við Sjálfsbjörg vegna reykingaherbergis
Vill að skeytt sé um heilsu sína Kristinn segir að hann rekist alls staðar á veggi þegar hann reynir að leita réttar síns svo hann þurfi ekki að þola tóbaksreyk í íbúð sinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kristinn Guðjónsson hefur nú í um fjögur ár staðið í deilum við stjórn Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, og þá sem reka Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12, þar sem Kristinn býr og hefur búið í tæpa þrjá áratugi. Vill Kristinn meina að þeir sem stýri málum í Sjálfsbjargarhúsinu sýni af sér fullkomið skeytingarleysi um heilsu hans og réttindi. Ástæðan er sú að á íbúðargangi hans hefur verið innréttað reykingaherbergi en svo óhönduglega hefur það verið gert að mati Kristins að hann er útsettur fyrir reykmengun í eigin íbúð. Veldur það honum mikilli vanlíðan enda hefur hann óþol fyrir tóbaksreyk, það hafa læknar skrifað upp á. Viðbrögð Sjálfsbjargar og þeirra sem reka Sjálfsbjargarheimilið við umkvörtunum Kristins hafa hins vegar verið því sem næst engin en brigður bornar á upplifun Kristins og líðan og dylgjað um að atvinna hans, sem hann hefur stundað árum saman, valdi vanlíðan hans.

Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12 hýsir ýmsa starfsemi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár