Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kynferðisofbeldið mótaði sýn mína á samfélagið

Í bók­inni Bréf til mömmu leit­ast rit­höf­und­ur­inn Mika­el Torfa­son eft­ir því að gera upp æsku sína og áföll í ein­læg­um skrif­um til móð­ur sinn­ar. Þar stíg­ur hann fram og grein­ir frá kyn­ferð­isof­beldi sem hann varð fyr­ir á unglings­ár­um. Hann seg­ir það hafa mót­að sig sem blaða­mann og síð­ar rit­stjóra enda einn af braut­ryðj­end­um í um­fjöll­un­um um kyn­ferð­is­mál hér á landi.

Kynferðisofbeldið mótaði sýn mína á samfélagið

Við pabbi bjuggum að mig minnir enn á Barónsstíg þegar ég fann ökukennara með hjálp félaga minna og fór svo og keypti mér mótorhjól eftir að hafa grátbeðið þig um að skrifa upp á lán … Ökukennarinn sem ég fann reyndist vafasamur pappír. Ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég var sextán ára, en sautján árum eftir að ég tók bílprófið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum nemenda sinna. Þeir höfðu verið á mínum aldri þegar brotin áttu sér stað. Þetta þykir þungur dómur á Íslandi. Reyndar ákvað Hæstiréttur að milda hann í tveggja ára fangelsi án þess að færa fyrir því haldbær rök. Dóminn fann ég á vefsíðu Hæstaréttar fyrir ekki svo löngu. Þetta er hræðilegur lestur. Fjórir strákar kærðu Hauk Helgason og hann játaði mörg brotanna en að auki fundust við húsleit hjá honum alls þrjú þúsund átta hundruð og fjórar ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Haukur tók sumar af myndunum sjálfur en fjölskipuðum Hæstarétti þótti þriggja ára fangelsisvist samt of þungur dómur fyrir brot hans.

Af hverju íslenskum dómurum virðist þykja sérstök ástæða til að sýna barnaníðingum mildi þegar þeir skella sama daginn margra ára fangelsisdómi á ráðvillt burðardýr í dópsmygli, það mun ég aldrei skilja.

Fyrst las ég frétt um dóminn yfir ökukennaranum mínum í dagblaðinu DV tveimur árum eftir að ég hætti með miklum gauragangi sem ritstjóri DV árið 2006. Valur Grettisson blaðamaður skrifaði frétt um ökukennara sem nýtti starf sitt gagngert til að finna fórnarlömb sem hann beitti síðan kynferðisofbeldi. Og ég áttaði mig á að þetta var hann. Ökukennarinn minn. Við erum auðvitað miklu fleiri fórnarlömbin en þessar fjórar ónefndu hetjur sem kærðu Hauk. Ég steig til dæmis aldrei fram og lengi fannst mér glæpur hans gegn mér alltof lítill til að hafa orð á honum. Mér fannst þetta líka allt vera mér að kenna. Hann káfaði á mér tvisvar eða þrisvar og reyndi að nauðga mér, en af því að honum tókst það ekki málaði ég yfir það hve mikil áhrif brot hans höfðu á mig. 

Þetta ritar Mikael í bók sinni og stígur fram með þá reynslu að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem unglingur. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum. Bókin fjallar um unglingsár mín og þessi níðingur sem ég á í þessu ofbeldissambandi við kemur inn í líf mitt þá. Ég hugsaði ekki mikið út í hvernig áhrif það hefði að stíga fram með þetta,“ segir Mikael aðspurður um ákvörðun sína að ræða þetta opinskátt við móður sína í bókinni. 

„Ég hef alltaf notað skrif mín og listir til að tjá mig. Ég fjallaði um þetta atvik í kvikmynd minni Gemsar, sem ég gerði fyrir nokkrum árum. Einnig notaði ég blaðamennskuna til að tala við fólk í svipaðri stöðu og varpa ljósi á að kynferðisbrot og barnaníð eigi sér stað í samfélaginu. Þegar ég hóf störf sem blaðamaður árið 1996 þá endaði fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisofbeldi nær alltaf með því að brotaþolar sátu uppi með skömmina en ekki gerandi. Það ár var einmitt mál Ólafs Skúlasonar biskups í hámæli,“ segir hann. 

Birtu nöfn barnaníðinga

Mikael tók svo við ritstjórastóli DV árið 2003 og starfaði þar fyrst ásamt Illuga Jökulssyni og svo Jónasi Kristjánssyni til ársins 2006. Eða þar til hann sagði upp störfum eftir mikla reiði vegna DV-málsins svokallaða. Þá fjallaði DV um mál Gísla Hjartarsonar, kennara á Ísafirði, sem kærður hafði verið fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur drengjum sem hann aðstoðaði með heimanám á heimili sínu. DV hafði einnig nöfn fjögurra annarra drengja sem sögðust hafa lent í Gísla. Sama dag og umfjöllunin birtist í DV svipti Gísli sig lífi. „Þetta var erfitt mál og mánuðirnir á eftir tóku á. Við vildum auðvitað ekki valda þessum drengjum sem lentu í honum uppnámi. Svo fór dágóður tími í að finna út hvar maður bar ábyrgð og hvar bara alls ekki,“ segir hann um þennan tíma. 

„Þá endaði fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisofbeldi nær alltaf með því að brotaþolar sátu uppi með skömmina“

Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu í kjölfar umfjöllunarinnar. Þjóðfélagið skiptist í tvær fylkingar og söfnuðust yfir þrjátíu þúsund undirskriftir þar sem farið var fram á við eigendur og útgefendur DV að látið yrði af ritstjórnarstefnu þeirra að birta nöfn og myndir af öllum sem voru til umfjöllunar í blaðinu. Á þessum árum var DV fyrst til að birta nöfn barnaníðinga opinberlega. „Fólk úr öllum stéttum samfélagsins tók afstöðu með Gísla í þessu máli. Stjórnmálamenn rituðu um hann og úthúðuðu okkur á DV. Þetta var líka lenskan á þessum tíma. Einhvern veginn var það frekar þannig að þolendur kynferðisofbeldis áttu að skammast sín og fólk fann til með níðingunum. Það var bara þannig að ef barn, kona eða ungmenni steig fram og sagði frá barnaníð, þá tapaði viðkomandi alltaf slagnum. Þess má geta að það eru ekki mörg ár síðan ríkistjórn féll vegna þess að barnaníðingum var veitt uppreist æra,“ segir hann og er þar að vísa til mála Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Fengu þeir uppreist æru sama dag. 

Áttu ekki að fá að vaða uppi í nafnleysi

Robert öðlaðist lögmannsréttindi sín á ný eftir að dómsmálaráðuneytið samþykkti umsókn hans um uppreist æru og óflekkað mannorð árið 2016.

Robert hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að  brjóta gegn fjórum stúlkum og árið 2010 dæmdur á ný fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni. Sú ákvörðun að veita honum uppreist æru hafði mjög þung áhrif á þolendur Roberts og aðstendendur þeirra, sem kröfðust svara við því hvað lægi að baki þeirri ákvörðun. Erfitt reyndist hins vegar að fá svör frá ráðuneytinu. Tómlætið sem mætti þolendum Roberts vakti enn harðari viðbrögð samfélagsins og í ljós kom að ráðuneytið hafði brotið gegn upplýsingalögum.

Stundin greindi síðan frá því að annar barnaníðingur, Hjalti Sigurjón Hauksson, hefði einnig fengið uppreist æru sama dag og Robert. Hjalti var dæmdur fyrir að níðast nánast daglega á stjúpdóttur sinni í tólf ár og sat inni í þrjú og hálft ár. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra, hafði mælt með því að Hjalta yrði veitt uppreist æra og grundvallaðist ákvörðun ráðuneytisins á meðmælunum. Dómsmálaráðherra viðurkenndi í kjölfarið að hafa greint forsætisráðherra einum frá meðmælabréfi föður hans. Varð þetta til þess að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Viðbrögð samfélagsins voru sterk og staðið var að vissu leyti með brotaþolum í umræðunni. 

Séu þessi viðbrögð borin saman við viðbrögð samfélagsins á skrifum DV um Gísla Hjartarson árið 2006, má áætla að viðhorf samfélagsins hafi að einhverju leyti tekið breytingum. „Reynsla mín af kynferðisofbeldi og almenn reynsla af mótlæti snemma í lífinu varð líklega til þess að ég var oft og tíðum með aðra skoðun en viðgekkst í samfélaginu. Ég vissi að skömmin var ekki brotaþolanna í þessum málum. Níðingarnir áttu ekki að fá að vaða uppi í nafnleysi. Ég man sérstaklega eftir einu máli sem við fjölluðum um. Þá hafði kokkur á veitingastað í Reykjavík nauðgað stúlku sem vann sem þjónn á sama stað. Hann var dæmdur fyrir brotið í héraðsdómi. Hann vann samt áfram á staðnum og var settur á sömu vaktir og þessi stúlka. Þannig var samfélagið, hún átti þá bara að hætta. Þannig var viðhorf margra til kynferðisbrota – þetta hlaut á einhvern hátt að hafa verið henni að kenna. Það eru bara 15 ár síðan þetta var,“ segir hann og bætir við að þetta hafi alltaf verið erfitt umfjöllunarefni og sé enn. „Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað umfjöllun um þessi mál getur verið flókin. Staðreyndin er sú að í fjölskylduboðum og á börum bæjarins ræðir fólk saman um að taka þurfi á kynferðisbrotum og barnaníð. Allir finna til með þeim sem í því lenda. En þegar til kastanna kemur þá koma bara í ljós fordómar hjá ótrúlegasta fólki gagnvart þeim sem hafa lent í þessu ofbeldi. Margir vilja bara líta undan, því það er auðveldara,“ segir hann. 

 „Reynsla mín af kynferðisofbeldi og almenn reynsla af mótlæti snemma í lífinu varð líklega til þess að ég var oft og tíðum með aðra skoðun en viðgekkst í samfélaginu”

Mikael segir ótal margar sögur til frá þessum árum sínum á DV. Hann minnist þeirra þó með hlýju og segir þau ein skemmtilegustu ár hans á fjölmiðli. „Það var alltaf hugur í ritstjórninni og það kannski hljómar furðulega en það var gefandi að rífa plástra af þessum sárum samfélagsins. Ég held að við höfum velt steininum og kannski haft einhver áhrif á viðhorfið með beinskeyttum umfjöllunum okkar,“ segir hann. 

Bækurnar styrkt fjölskyldutengslin

Bréf til mömmu er þriðja bók Mikaels sem fjallar um fjölskyldu hans. Týnd í Paradís og Syndafallið nefnast hinar tvær og fjalla um veru hans og fjölskyldu í Vottum Jehóva, tímann sem þau voru rekin þaðan, andlát pabba hans sem dó úr alkóhólisma árið 2017 og æskuna hans fram að unglingsárum. Bréf til mömmu er svo framhaldið og spannar öll þau ár sem Mikael bjó ekki hjá mömmu sinni. Eins konar dagbók þar sem hann ræðir beint við mömmu sína um þennan tíma. „Almennt hafa bækurnar mínar haft góð áhrif á fjölskyldutengsl mín. Það hefur verið mér mjög hollt að verja tíma og orku í að setja mig í spor mömmu minnar. Hún á flókinn bakgrunn og gerði sitt besta á þessum tíma. Það að skilja hana betur og fortíð mína hefur gert mig að betri manni. Í uppeldi mínu var einhverjum sannleika innprentað í mig – að mamma mín elskaði mig ekki. Í gegnum þessa vinnu hef ég tekið upplýstari afstöðu til hennar og hún er ein af mínum bestu vinum í dag,“ segir hann að lokum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár