Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fékk háa rukkun frá Tryggingastofnun niðurfellda viku fyrir jól

Um 500 manns sem leigðu hjá Brynju, hús­sjóði ÖBÍ, fengu greidd­ar sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur aft­ur­virkt til fjög­urra ára í fyrra. Í sum­ar fengu marg­ir, eins og Andri Val­geirs­son, ráð­gjafi NPA-mið­stöðv­ar­inn­ar, rukk­un frá TR vegna vaxta­bóta þess­ar­ar leið­rétt­ing­ar. Eft­ir að hafa lagt inn kvört­un fékk hann þessa rukk­un nið­ur­fellda með öllu.

Flestir sem fengju óvænt réttarbót með rúmlega hálfri milljón í vaxtabætur myndu fagna því, en Andri Valgeirsson lýsir því að það hafi verið honum mikið áhyggjuefni í fyrra og ár. „Maður fær alltaf áhyggjur þegar maður fær tekjur sem maður býst ekki við,“ segir hann. „Sérstaklega tekjur sem maður er ekki búinn að gera ráð fyrir hjá Tryggingastofnun.“

Ástæða áhyggna hans er að Andri er 75 prósent öryrki, en örorkulífeyrisþegar búa við flókið kerfi af ógagnsæjum skerðingum sem hafa víxlverkandi áhrif sem gera ekki vart við sig fyrr en ári síðar. „Þegar maður sá hvað þetta var há upphæð þá hugsaði maður; „þetta á eftir að vera alveg þvílíkur hausverkur“, sem það hefur verið.“

Eftir að leggja fram umsókn um niðurfellingu á þessari kröfu og margra mánaða baráttu við TR, sem Andri líkir við viðureign við vindmillur, hafði hann að ofan og fékk þessa skuld niðurfellda viku fyrir jóladag.

Sterk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár