Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, tel­ur of mikl­ar sveifl­ur í fram­lagi rík­is­ins til barna­bóta og að end­ur­skoða þurfi kerf­ið í heild sinni.

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Formaður BSRB, telur mikilvægt að farið verði í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu. Mynd: Aðsend/BSRB

Morgunverðarfundi á vegum BSRB um barnabótakerfið og leiðir til úrbóta var að ljúka. Þar kynnti Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, nýja skýrslu sem hann vann fyrir BSRB þar sem barnabótakerfið á Íslandi er borið saman við kerfi hinna Norðurlandanna. 

„Við hjá BSRB teljum mikilvægt að það verði farið í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu með það að markmiði að tryggja að fleiri fái fullar bætur. Það er jákvætt að stuðningi sé beint til þeirra sem þurfa mest á honum að halda en að sama skapi er ljóst að mun fleiri þurfa á slíkum stuðningi að halda,“ segir Sonja. 

Í skýrslunni kemur fram að barnabótakerfið hér á landi sé mjög lágtekjumiðað. Skerðingarmörk miðist við lægstu laun fyrir fullt starf á almennum vinnumarkaði. Það er því svo að vísitölufjölskylda, tveir foreldrar sem eiga tvö börn, sem bæði eru með meðaltekjur fá svo gott sem engar barnabætur. Slíkar fjölskyldur fá hinsvegar umtalsverðar barnabætur á hinum Norðurlöndunum. Barnabætur eru tekjutengdar á Íslandi og í Danmörku en ekki Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

„Markmiðið með barnabótakerfinu er að jafna tekjur og brúa bilið milli þeirra sem minna mega sín og þeirra sem hafa meira milli handanna. Það segir sig sjálft að því markmiði er ekki náð ef nánast allir á vinnumarkaði að undanskyldum þeim sem eru á lágmarkslaunum fá verulega skerðingu á barnabótum,“ segir Sonja.

Styður ekki við meðaltekju fjölskyldur

Vísitölufjölskylda með meðaltekjur fær 5.505 krónur á ári ef bæði börnin eru yngri en sjö ára en ekkert ef annað eða bæði hafa náð sjö ára aldri. Barnabótakerfið gerir þannig lítið sem ekkert fyrir hina dæmigerðu meðaltekju vísitölufjölskyldu á Íslandi. 

„Þessi regla um auknar barnabætur til barna yngri en sjö ára virðist hafa verið innleidd strax í upphafi fyrir næstum hálfri öld en litlar sem engar skýringar er að finna á því hvers vegna þetta aldursviðmið er í hvorki þáverandi né núverandi barnabótakerfi. Flestar rannsóknir á útgjöldum barnafjölskyldna sýna einmitt þvert á móti að kostnaðurinn aukist eftir því sem börnin eldast,“ segir hún. 

Vísitölufjölskylda með meðaltekjur fær 5.505 krónur á ári ef bæði börnin eru yngri en sjö ára en ekkert ef annað eða bæði hafa náð sjö ára aldri.

Sonja bendir á að miklar sveiflur hafi verið í framlagi ríksins til barnabóta á undanförnum árum. „Meginlínurnar sem má greina þar er að þegar það þarf að spara er skorið niður en þegar vel árar er ekki leiðrétt til samræmis við fyrri skerðingar. BSRB hefur til fjölda ára bent á að fjárstuðningur vegna framfærslu barna er tiltölulega lítill hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin og enn fremur önnur ríki OECD“.

Engin heildstæð hugsun á bak við kerfið

Í skýrslunni bendir Kolbeinn á að íslenska barnabótakerfið sé fremur flókið. Það byggi á hámarksfjárhæðum, skerðingarhlutföllum, skerðingarmörkum, hjúskaparstöðu foreldra og fjölda og aldri barna. Sumt virki mótsagnakennt eða orki tvímælis og erfitt sé að greina heildstæða hugsun bak við kerfið. 

Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir því að skerðingarmörk barnabóta hækki um 25 þúsund krónur á mánuði fyrir einstæða foreldra og 50 þúsund krónur fyrir foreldra í hjúskap. 

Nýir kjarasamningar fela í sér launahækkanir á næsta ári og í skýrslunni er tekið dæmi um að í janúar 2020 munu skerðingarmörk barnabóta nema 325 þúsund krónum á mánuði fyrir einstætt foreldri og 650 þúsund fyrir foreldra í hjúskap (eða tvisvar sinnum 325 þúsund). Á þeim tíma verður lágmarkstekjutryggingin á almennum vinnumarkaði, það er lægstu laun fyrir einstakling í fullu starfi, 317 þúsund krónur á mánuði. Þann 1. apríl sama ár hækkar lágmarkslaunatryggingin í 335 þúsund krónur á mánuði. Neðri skerðingarmörk barnabóta verða eftir sem áður 325 þúsund krónur.

Einnig er bent á að í ljósi þess að skerðingarmörk barnabóta á Íslandi liggi mjög lágt, nærri lágmarkstekjutryggingu kjarasamninga á almennum markaði, er afleiðingin að margar lágtekjufjölskyldur fá skertar barnabætur. „Nú er fæðingartíðni í sögulegu lágmarki og því til mikils að vinna að auka stuðning við barnafjölskyldur,“ segir Sonja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár