Nýtt efni

Styrkt af stórum aðilum í atvinnulífinu
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var rekinn memð 15 milljón króna tapi í fyrra sem rekja má til óvæntra kosninga. Útgerðirnar Brim, Síldarvinnslan og Þorbjörn voru meðal helstu styrktaraðila flokksins.

Stálu rafmagni fyrir milljarða til að grafa eftir rafmyntum
Malasískt orkufyrirtæki segir ólöglegan rafmyntagröft grafa undan efnahagslegum stöðugleika og auka hættu fyrir almannaöryggi. Fyrirtækið hefur kortlagt 13.827 staði þar sem grunur leikur á að ólöglegur rafmyntagröftur fari fram.

Fara vextir núna „að húrra niður“?
„Alveg hörmulegt“ að verðbólga hafi haldist yfir viðmiði í fimm ár. Vextir á Íslandi yfir sjö prósent, en frá tvö prósent í viðmiðunarlöndum.

Góðar fréttir fyrir verðtryggðu lánin
Uppfærð spá Seðlabankans gefur til kynna að verðtryggð fasteignalán verði áfram hagstæðari en þau óverðtryggðu. Vextir eru sögulega háir á bæði lánaform.

Vextir lækkaðir um 0,25 prósentustig
Stýrivextir Seðlabankans eru nú 7,25% eftir lækkun sem peningastefnunefnd bankans birti í morgun. Allir nefndarmenn voru sammála ákvörðuninni.

Katastrófa fyrir danska jafnaðarmenn
Þrátt fyrir að vera stærstur eru stjórnmálaskýrendur á einu máli um að sveitastjórnarkosningarnar í Danmörku hafi verið katastrófa fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Venstre hefur þegar tryggt sér fleiri borgar- og bæjarstjórastóla, þó fylgi hans hafi líka dregist saman.

NetApp stefnir Jóni Þorgrími fyrir blekkingar og hugverkastuld
Jón Þorgrímur Stefánsson, fyrrverandi forstjóri NetApp á Íslandi, er sagður hafa undirbúið stofnun samkeppnisvöru á meðan hann starfaði enn hjá fyrirtækinu. Varan er sögð nefnd eftir leikmuni úr kvikmyndinni Office Space en NetApp telur hann hafa blekkt fyrirtækið til að valda því skaða.

Prinsinn segir morðið hafa verið „stór mistök“
Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, segir það hafa verið mistök að myrða Jamal Khashoggi. Donald Trump segir mörgum hafa mislíkað við hann.

Gert að greiða miskabætur fyrir Facebook-ummæli
Karlmanni hefur verið gert að greiða fyrrverandi viðskiptafélaga sínum 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir ummæli sem hann ritaði um hana á Facebook. Við mat þeirra var litið til útbreiðslu þeirra á samfélagsmiðlinum.

Norrænu og baltnesku löndin stóðu með Íslandi
Evrópusambandið skilur Ísland og Noreg eftir utangarðs í tollamálum kísilmálms eftir atkvæðagreiðslu, þar sem norrænu og Eystrasaltsríkin greiddu atkvæði með undanþágu fyrir Ísland.

Nýja stefnan: Evrópskt fyrst í tæknimálum
Macron Frakklandsforseti vill að Evrópa öðlist tæknilegt sjálfstæði og stafrænt sjálfræði frá Bandaríkjunum og Kína. „Við viljum hanna okkar eigin lausnir,“ segir hann.

Varaði við hættulegri kólnun Íslands á loftslagsráðstefnunni
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra beindi sjónum að hættunni á breytingum hafstrauma sem geta orsakað kólnun Íslands á COP30 ráðstefnunni í Amazon.

Næstum helmingur rafbílaeigenda forðast Teslur vegna stjórnmála
Stjórnmálaskoðanir og framleiðslulönd hafa áhrif á kauphegðun meira en helmings rafbílaeigenda.











