Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

United Silicon neitar að afhenda búnað

Sig­urð­ur R. Ragn­ars­son, for­stjóri ÍAV, seg­ir að for­svars­menn United Silicon neiti að af­henda þeim bún­að sem verk­tak­arn­ir eiga á vinnusvæð­inu við nýtt kís­il­ver í Helgu­vík. Ör­ygg­is­gæsla er nú á staðn­um þar sem um­deilda kís­il­verk­smiðj­an rís.

United Silicon neitar að afhenda búnað
United Silicon Verksmiðjan í Helguvík hefur reglulega ratað í fjölmiðla. Mynd: AMG

Þann 14. júlí síðastliðinn lögðu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) niður störf við byggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, segir það vegna ógreiddra skulda sem slaga hátt í milljarð króna. Magnús Garðarsson, einn af eigendum verkefnisins og helsti talsmaður þess, sagði félagið hins vegar ekki skulda ÍAV neitt. Þessar deilur hafa orðið til þess að nú neita forsvarsmenn United Silicon að afhenda ÍAV ýmsan búnað sem þeir telja sig eiga á svæðinu.

Gerðardómur hefur verið kallaður til og mun hann taka til starfa á allra næstu dögum. Gerðardómurinn er samsettur af þremur fulltrúum. Einn fulltrúi kemur frá United Silicon, einn frá ÍAV og síðan einn oddamaður sem var skipaður á dögunum.

Stendur ekki í handalögmálum

„Við ætlum ekki að standa í handalögmálum við þessa menn. Þetta verður væntanlega bara hluti af þessu dómsmáli sem nú fer af stað innan tíðar,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um þennan búnað sem ÍAV fær ekki afhentan. Um er að ræða meðal annars rafmagnstöflur og annað vinnubúnað sem notaður var við byggingu kísilversins.

Blaðamaður Stundarinnar heimsótti vinnusvæðið við kísilver United Silicon á dögunum og er nú komin öryggisgæsla á svæðið. Samkvæmt samtölum blaðamanns Stundarinnar við verkamenn á svæðinu er öryggisgæslan á vegum kísilversins og er fylgst grannt með öllum þeim sem fara inn og út af vinnusvæðinu.

Nýtt tölublað Stundarinnar kemur út á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, en þar verður meðal annars fjallað um kísilver United Silicon og þær skýrslur sem lagðar voru til grundvallar þegar sótt var um leyfi fyrir byggingu þess og starfsleyfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár