Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þessi manneskja var aldrei ráðin til starfa“

Ad­olf Ingi Erl­ings­son, eig­andi Radio Ice­land, sagði meint­um starfs­manni að troða reikn­ingi á ótil­greind­an stað. Seg­ist ekk­ert vita um fram­tíð­ina.

„Þessi manneskja var aldrei ráðin til starfa“
Útvarpsstjórinn Adolf Ingi Erlingsson, eigandi Radio Iceland, á í harðri deilu við meintan starfsmann. Mynd: Radio Iceland

„Þessi manneskja hefur aldrei verið ráðin til starfa á Radio Iceland. Meira vil ég ekki segja um það mál,“ segir Adolf Ingi Erlingsson, eigandi Radio Iceland, í samtali við Stundina. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá ásökunum sem Wiktoria Joanna Ginter fer fram með á hendur Adolfi.

Wiktora lýsir því að hún hafi starfað launalaust á útvarpsstöðinni síðan í apríl. Hún hefur krafist tveggja milljóna króna fyrir vinnuframlag sitt. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun hún hafa fengið laun á móti atvinnuleysisbótum fyrir að sinna einu og öðru á útvarpsstöðinni. Ágreiningurinn liggur í því hvort hún eigi að fá meira. 

Tilkynnt var um fyrirhugaða sölu fyrirtækisins fyrir nokkru. Síðan rofaði til í rekstrinum. Wiktoria segir að þá hafi hún viljað fá laun fyrir störf sín en var svarað með skætingi á borð við það hvað hún hafi verið að reykja.

Þá hafi hann sagt henni að troða reikningnum á ótilgreindan stað. Þá segir Wiktoria að ekki hafi fengist svör við ítrekuðum spurningum um framtíð fyrirtækisins. Adolf vill ekki svara ávirðingunum efnislega. Hann segist heldur engu geta svarað um framtíð stöðvarinnar.

„Ég á ekki kristalskúlu og veit ekkert um framtíðina“

„Þetta er nýr fjölmiðill sem þarf að berjast á markaðnum eins og aðrir. Ég á ekki kristalskúlu og veit ekkert um framtíðina,“ segir Adolf Ingi.

„Það komu aldrei skýr svör við neinu,“ sagði Wiktora við Fréttablaðið í dag. „Ég sat heima og sá þá skyndilega tilkynningu á Facebook um að stöðinni ætti að loka á miðnætti. Mér þótti það mjög skrítið vegna þess að þeir létu ekki neinn starfsmannanna vita.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár