Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þeir tóku líka skírnar­gjafir dóttur minnar“

Brot­ist var inn til Ásu Þor­steins­dótt­ur um síð­ustu helgi. Hún biðl­ar til þjóf­anna um að skila eign­um sín­um.

„Þeir tóku líka skírnar­gjafir dóttur minnar“

Ung móðir, sem kom fór út að skemmta sér um síðustu helgi, varð fyrir því að brotist var inn á heimili hennar í Fossvoginum í Reykjavík um nóttina og nánast öllum verðmætum stolið. Kærasti hennar var í rjúpnaveiði og fjögurra mánaða dóttir í pössun hjá móður hennar í Keflavík.

Ása Þorsteinsdóttir
Ása Þorsteinsdóttir

„Lögreglan segir að þetta hafi verið planað, mjög líklega,“ segir Ása Þorsteinsdóttir. „Þetta hefur ekki verið random, líklega voru þeir búnir að fylgjast með okkur, sem er náttúrulega ógeðslegt. Maður fær bara hroll.“

Ása segist aldrei hafa ímyndað sér að verða fyrir innbroti. „Ég er orðlaus. Maður býr á Íslandi og heldur einhvern veginn að það gerist ekki neitt. Greinilega getur hvað sem er gerst.“

„Maður býr á Íslandi og heldur einhvern veginn að það gerist ekki neitt.“

Í Reykjavík var tíðni innbrota 43 á hverja 10 þúsund íbúa í fyrra.

Aðferð þjófanna á heimili Ásu við Hörðaland 8 var að brjóta upp lítinn eldhúsglugga, sem snýr að bakgarði á jarðhæð, og smeygja sér þar inn. Þeir rótuðu í öllum eigum heimilisfólks, köstuðu því sem þeir tóku ekki frá sér í íbúðinni og báru það sem þeir vildu út um svaladyrnar. Á meðan höfðu þeir sett hurðarkeðju fyrir dyrnar sem snúa að stigagang­inum. Þegar Ása kom heim kom hún að hlekkjaðri hurð og þurfti að brjóta sér leið inn. Enginn nágranni varð var við neitt. Dóttir Ásu, Ísabella Lilja, var skírð 13. september og tóku þjóf­arnir skírnargjafir hennar með sér.

„Það var allt tekið sem var með einhver verðmæti. Tölvan, heimabíóið, leikir, skartgripir, úr, iPadar, sími, háskólabækurnar mínar og rándýr föt. Þeir tóku líka skírnar­gjafir dóttur minnar; skartgripi, janus-ullarföt, cintamani-föt og 66 gráður norður föt.“ 

Ása þarf nú að vinna upp glötuð skólaverkefni sem voru í tölvunni þegar henni var stolið af heimilinu. Hún getur illa hugsað sér að vera á heimili sínu eftir innbrotið.

Þjófarnir fóru á brott á bíl Ásu, Hyundai i3Q með númerið YRP-22. Þeir sem verða varir við eigur Ásu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Ása biðlar til þjófanna. „Hafið einhverja samvisku og skilið þessu. Þetta er bara ömurlegt. Maður fær hroll af því að hugsa um þetta, og líka bara að fólk hafi enga samvisku.“

Hún mun fylgjast með vefsíðum þar sem notaðir hlutir eru til sölu í von um að finna þjófana og eigur sínar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár