Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svona getur þú gert þitt eigið pasta

Ósk­ar Erics­son skrif­ar um kosti þess að hægja á líf­inu og gera hluti vand­lega, en hann lít­ur svo á að hægt sé að eyða tím­an­um í ómerki­legri hluti en að elda mat frá grunni og vanda sig vel við verk­ið.

Samkvæmt nýlegri skýrslu Hagstofunnar vinna Íslendingar að meðaltali 45,5 tíma á viku. Þetta þýðir sem sagt að heila vinnuviku og hálfan laugardag sitja Íslendingar á bakvið skrifborð og svara e-mailum og klára excel-skjöl. Á Íslandi þykir aðdáunarvert að vera duglegur. Hvort sem það þýðir að vera duglegur að vakna snemma, duglegur í ræktinni, duglegur að hjóla til eða frá vinnu eða baka sautján sortir. Það skiptir máli að vera ekki álitinn latur. Samviskubitið og meðvirknin fylgir okkur frá blautu barnsbeini og er að mörgu leiti einhvers konar drifkraftur fyrir Íslendinga. Sem er svo sem engin furða þegar maður skoðar sögu þjóðarinnar og áttar sig á því að fólk þurfti einfaldlega að vera duglegt til að lifa af. Ef þú lagðir ekki hönd á plóg eða rerir til sjós voru góðar líkur á því að þú og þínir myndu einfaldlega ekki lifa veturinn af. Þetta frumstæða survival-instinct ríkir enn í okkur Íslendingum og fyrir vikið vinnum við allt of mikið. Samfélagið ætlast líka til þess að hér sé unnið mikið og því miður tíðkast það á sumum vinnustöðum að samviskusamt og duglegt fólk, eða meðvirkt, sé notað til þess að bjarga málum og halda öllu gangandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár