Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að tillögur Orkustofnunar um að verkefnastjórn rammaáætlunar fjalli aftur um svæði sem síðast voru sett í verndarflokk jafngildi stríðsyfirlýsingu.
Alls var fjallað um 67 virkjunarkosti í 2. áfanga rammaáætlunar. Niðurstaðan varð sú að 16 virkjunarkostir voru færðir í nýtingarflokk, 31 í biðflokk og 20 í verndarflokk. Samkvæmt lögum um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, sem færð voru í verndarflokk, skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða í samræmi við lög um náttúruvernd. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk að annast og undirbúa friðlýsingar, en því hefur ekki enn verið lokið nú þegar þriðji áfangi rammaáætlunar er að hefjast.
Kostir innan þjóðgarða
Nú hefur verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar fengið endanlegan lista yfir þá 80 virkjunarkosti sem Orkustofnun leggur til að hún taki til umfjöllunar. Á þessum lista eru virkjunarkostir á 18 af þeim 20 svæðum sem færð voru í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Aðeins Geysir, …
Athugasemdir