Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins

Ólga er inn­an ís­lenska skák­sam­fé­lags­ins vegna launa Gunn­ars Björns­son­ar sem eru ríf­lega 9 millj­ón­ir á ári. Til sam­an­burð­ar nema styrk­ir sam­bands­ins til ís­lenskra skák­manna sam­tals 1,4 millj­ón króna. Meiri­hluti tekna Skák­sam­bands­ins eru í formi styrkja frá ríki og borg.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins
Forseti Skáksambandsins Kostnaður við laun og launatengd gjöld Gunnars Björnssonar var tæplega 10 milljónir króna í fyrra.

Skákmönnum er misboðið vegna kostnaðar við laun Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem námu samtals 9.472.754 krónum á síðasta ári. Það þýðir að launin, fyrir utan launatengdan kostnað sambandsins, séu á sjöunda hundrað þúsund krónur á mánuði

Til samanburðar má nefna að heildargjöld félagsins fyrir það ár námu tæplega 47 milljónir og þar af voru styrkir til íslenskra skákmanna aðeins 1,4 milljónir. Stundin ræddi við skákmenn sem báðust undan að ræða málið undir nafni en sögðust þó allir að launin valdi mikilli gremju meðal skákmanna. Þeir segja að eðlilegra væri að sambandið styrkti unga skákmenn í meira mæli. 

Gunnar segir í samtali við Stundina að framlag ríkisins hafi verið hækkað nýverið gagngert til að hægt væri að hafa starfsmann í fullu starfi. Hann telur laun sín eðlileg.

Hagnaður af Reykjavíkurskákmóti

Sé litið til sundurliðunar á útgjöldum Skáksambands Íslands sést að aðeins einn liður er hærri en laun og launatengd gjöld Gunnars og það er Reykjavíkurskákmótið. Í fyrra var kostnaður við Reykjavíkurskákmótið rétt ríflega 13 milljónir króna, samanborið við launakostnað vegna Gunnars sem nam ríflega 9 milljónum króna. Líkt og fyrr segir koma nær allar tekjur Skáksambands Íslands frá ýmist ríkissjóði eða Reykjavíkurborg. Í fyrra fékk félagið ríflega 23 milljónir í rekstrarstyrk af fjárlögum. Ágætis hagnaður var svo af Reykjavíkurskákmótinu en samtals námu tekjur af því ríflega 14 milljónum. Hæsti styrkurinn vegna mótsins kom frá Reykjavíkurborg, sex og hálf milljón, en N1 styrkti mótið auk þess um tvær milljónir. Árið 2014 var halli félagsins í heild 745.372 krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár