Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins

Ólga er inn­an ís­lenska skák­sam­fé­lags­ins vegna launa Gunn­ars Björns­son­ar sem eru ríf­lega 9 millj­ón­ir á ári. Til sam­an­burð­ar nema styrk­ir sam­bands­ins til ís­lenskra skák­manna sam­tals 1,4 millj­ón króna. Meiri­hluti tekna Skák­sam­bands­ins eru í formi styrkja frá ríki og borg.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins
Forseti Skáksambandsins Kostnaður við laun og launatengd gjöld Gunnars Björnssonar var tæplega 10 milljónir króna í fyrra.

Skákmönnum er misboðið vegna kostnaðar við laun Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem námu samtals 9.472.754 krónum á síðasta ári. Það þýðir að launin, fyrir utan launatengdan kostnað sambandsins, séu á sjöunda hundrað þúsund krónur á mánuði

Til samanburðar má nefna að heildargjöld félagsins fyrir það ár námu tæplega 47 milljónir og þar af voru styrkir til íslenskra skákmanna aðeins 1,4 milljónir. Stundin ræddi við skákmenn sem báðust undan að ræða málið undir nafni en sögðust þó allir að launin valdi mikilli gremju meðal skákmanna. Þeir segja að eðlilegra væri að sambandið styrkti unga skákmenn í meira mæli. 

Gunnar segir í samtali við Stundina að framlag ríkisins hafi verið hækkað nýverið gagngert til að hægt væri að hafa starfsmann í fullu starfi. Hann telur laun sín eðlileg.

Hagnaður af Reykjavíkurskákmóti

Sé litið til sundurliðunar á útgjöldum Skáksambands Íslands sést að aðeins einn liður er hærri en laun og launatengd gjöld Gunnars og það er Reykjavíkurskákmótið. Í fyrra var kostnaður við Reykjavíkurskákmótið rétt ríflega 13 milljónir króna, samanborið við launakostnað vegna Gunnars sem nam ríflega 9 milljónum króna. Líkt og fyrr segir koma nær allar tekjur Skáksambands Íslands frá ýmist ríkissjóði eða Reykjavíkurborg. Í fyrra fékk félagið ríflega 23 milljónir í rekstrarstyrk af fjárlögum. Ágætis hagnaður var svo af Reykjavíkurskákmótinu en samtals námu tekjur af því ríflega 14 milljónum. Hæsti styrkurinn vegna mótsins kom frá Reykjavíkurborg, sex og hálf milljón, en N1 styrkti mótið auk þess um tvær milljónir. Árið 2014 var halli félagsins í heild 745.372 krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár