Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins

Ólga er inn­an ís­lenska skák­sam­fé­lags­ins vegna launa Gunn­ars Björns­son­ar sem eru ríf­lega 9 millj­ón­ir á ári. Til sam­an­burð­ar nema styrk­ir sam­bands­ins til ís­lenskra skák­manna sam­tals 1,4 millj­ón króna. Meiri­hluti tekna Skák­sam­bands­ins eru í formi styrkja frá ríki og borg.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins
Forseti Skáksambandsins Kostnaður við laun og launatengd gjöld Gunnars Björnssonar var tæplega 10 milljónir króna í fyrra.

Skákmönnum er misboðið vegna kostnaðar við laun Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem námu samtals 9.472.754 krónum á síðasta ári. Það þýðir að launin, fyrir utan launatengdan kostnað sambandsins, séu á sjöunda hundrað þúsund krónur á mánuði

Til samanburðar má nefna að heildargjöld félagsins fyrir það ár námu tæplega 47 milljónir og þar af voru styrkir til íslenskra skákmanna aðeins 1,4 milljónir. Stundin ræddi við skákmenn sem báðust undan að ræða málið undir nafni en sögðust þó allir að launin valdi mikilli gremju meðal skákmanna. Þeir segja að eðlilegra væri að sambandið styrkti unga skákmenn í meira mæli. 

Gunnar segir í samtali við Stundina að framlag ríkisins hafi verið hækkað nýverið gagngert til að hægt væri að hafa starfsmann í fullu starfi. Hann telur laun sín eðlileg.

Hagnaður af Reykjavíkurskákmóti

Sé litið til sundurliðunar á útgjöldum Skáksambands Íslands sést að aðeins einn liður er hærri en laun og launatengd gjöld Gunnars og það er Reykjavíkurskákmótið. Í fyrra var kostnaður við Reykjavíkurskákmótið rétt ríflega 13 milljónir króna, samanborið við launakostnað vegna Gunnars sem nam ríflega 9 milljónum króna. Líkt og fyrr segir koma nær allar tekjur Skáksambands Íslands frá ýmist ríkissjóði eða Reykjavíkurborg. Í fyrra fékk félagið ríflega 23 milljónir í rekstrarstyrk af fjárlögum. Ágætis hagnaður var svo af Reykjavíkurskákmótinu en samtals námu tekjur af því ríflega 14 milljónum. Hæsti styrkurinn vegna mótsins kom frá Reykjavíkurborg, sex og hálf milljón, en N1 styrkti mótið auk þess um tvær milljónir. Árið 2014 var halli félagsins í heild 745.372 krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu