Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins

Ólga er inn­an ís­lenska skák­sam­fé­lags­ins vegna launa Gunn­ars Björns­son­ar sem eru ríf­lega 9 millj­ón­ir á ári. Til sam­an­burð­ar nema styrk­ir sam­bands­ins til ís­lenskra skák­manna sam­tals 1,4 millj­ón króna. Meiri­hluti tekna Skák­sam­bands­ins eru í formi styrkja frá ríki og borg.

Skákmönnum misboðið vegna launa forseta Skáksambandsins
Forseti Skáksambandsins Kostnaður við laun og launatengd gjöld Gunnars Björnssonar var tæplega 10 milljónir króna í fyrra.

Skákmönnum er misboðið vegna kostnaðar við laun Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem námu samtals 9.472.754 krónum á síðasta ári. Það þýðir að launin, fyrir utan launatengdan kostnað sambandsins, séu á sjöunda hundrað þúsund krónur á mánuði

Til samanburðar má nefna að heildargjöld félagsins fyrir það ár námu tæplega 47 milljónir og þar af voru styrkir til íslenskra skákmanna aðeins 1,4 milljónir. Stundin ræddi við skákmenn sem báðust undan að ræða málið undir nafni en sögðust þó allir að launin valdi mikilli gremju meðal skákmanna. Þeir segja að eðlilegra væri að sambandið styrkti unga skákmenn í meira mæli. 

Gunnar segir í samtali við Stundina að framlag ríkisins hafi verið hækkað nýverið gagngert til að hægt væri að hafa starfsmann í fullu starfi. Hann telur laun sín eðlileg.

Hagnaður af Reykjavíkurskákmóti

Sé litið til sundurliðunar á útgjöldum Skáksambands Íslands sést að aðeins einn liður er hærri en laun og launatengd gjöld Gunnars og það er Reykjavíkurskákmótið. Í fyrra var kostnaður við Reykjavíkurskákmótið rétt ríflega 13 milljónir króna, samanborið við launakostnað vegna Gunnars sem nam ríflega 9 milljónum króna. Líkt og fyrr segir koma nær allar tekjur Skáksambands Íslands frá ýmist ríkissjóði eða Reykjavíkurborg. Í fyrra fékk félagið ríflega 23 milljónir í rekstrarstyrk af fjárlögum. Ágætis hagnaður var svo af Reykjavíkurskákmótinu en samtals námu tekjur af því ríflega 14 milljónum. Hæsti styrkurinn vegna mótsins kom frá Reykjavíkurborg, sex og hálf milljón, en N1 styrkti mótið auk þess um tvær milljónir. Árið 2014 var halli félagsins í heild 745.372 krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár