Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sjóðir kirkjunnar fá meira en Útlendingastofnun

Á næsta ári greið­ir ís­lenska rík­ið alls 702,6 millj­ón­ir í starf­semi Þjóð­kirkj­unn­ar sem stend­ur ut­an við bæði kirkjujarða­sam­komu­lag­ið og sókn­ar­gjöld. Til sam­an­burð­ar gera fjár­lög ráð fyr­ir að ís­lenska rík­ið muni verja 434,8 millj­ón­ir í Grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins, en þar eru nú um 400 börn á bið­lista eft­ir grein­ingu, og 256,2 millj­ón­um í rekst­ur Út­lend­inga­stofn­un­ar.

Sjóðir kirkjunnar fá meira en Útlendingastofnun

Fjárveitingar ríkisins til Þjóðkirkjunnar eru sagðar hvíla á tveimur stoðum; sóknargjöldum annars vegar og hins vegar kirkjujarðasamkomulaginu svokallaða. Kirkjujarðasamkomulagið var undirritað árið 1997 en það má rekja aftur til ársins 1907 þegar ríkið tók yfir stærstan hluta af jörðum kirkjunnar. Á móti myndi ríkissjóður greiða laun biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta kirkjunnar og 18 starfsmanna Biskupsstofu, annan rekstrarkostnað prestsembætta og Biskupsstofu. Einnig skyldi greiða árlegt framlag í Kristnisjóð sem svaraði til 15 fastra árslauna presta. 

Auk sóknargjalda og kirkjujarðasamkomulagsins greiðir íslenska ríkið hins vegar fyrir rekstur kirkjugarða auk tveggja sjóða; kirkjumálasjóðs og jöfnunarsjóðs sókna. Greiðslur í alla þessa sjóði koma úr vösum skattgreiðenda á Íslandi, þar með talið þeirra sem tilheyra öðrum trúfélögum eða standa utan trúfélaga. 

Kirkjumálasjóður var stofnaður árið 1993 og er honum ætlað að standa straum af kostnaði vegna viðhalds prestssetra. Þá kostar hann kirkjuþing, kirkjuráð og prestastefnu, fjölskylduþjónustu kirkjunnar, söngmálastjórn og tónlistarfræðslu á vegum Þjóðkirkjunnar og starfsþjálfun guðfræðikandídata, auk annarra verkefna sem ekki eru skilgreind nánar í lögum. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir 293,3 milljónum króna í Kirkjumálasjóð.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sókna er að veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur, að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmætar tekjur, sóknargjöld, nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum og í þriðja lagi að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum og að styðja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi. Þrátt fyrir að fjármögnun sjóðsins komi beint úr ríkissjóði er sjóðurinn eingöngu til ráðstöfunar innan Þjóðkirkjunnar. Árið 2006 fór Ásatrúarfélagið í mál við íslenska ríkið vegna greiðslna úr Jöfnunarsjóði sókna. Félagið tapaði málinu, en héraðsdómur komst samt sem áður að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga, þótt að greiðslur úr honum séu ákvarðaðar með lögum. Ásatrúarfélagið áfrýjaði málinu til Mannréttindadómstólsins, en því var vísað frá árið 2012. Samkvæmt fjárlögum renna 379,3 milljónir í Jöfnunarsjóð sókna á næsta ári. 

Á næsta ári greiðir íslenska ríkið því alls 702,6 milljónir í starfsemi Þjóðkirkjunnar sem stendur utan við bæði kirkjujarðasamkomulagið og sóknargjöld. Til samanburðar gera fjárlög ráð fyrir að íslenska ríkið muni verja 475,9 milljónum í mál tengd hælisleitendum á næsta ári, rekstur Útlendingastofnunar kostar 256,2 milljónir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fær 434,8 milljónir, en þar eru nú um 400 börn á biðlista eftir greiningu, og Samkeppniseftirlitið verður rekið fyrir 439,8 milljónir króna.

Ítarlega úttekt á Þjóðkirkjunni má lesa í heild sinni í prentútgáfu Stundarinnar. Hægt er að nálgast áskrift hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár