Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjóðir kirkjunnar fá meira en Útlendingastofnun

Á næsta ári greið­ir ís­lenska rík­ið alls 702,6 millj­ón­ir í starf­semi Þjóð­kirkj­unn­ar sem stend­ur ut­an við bæði kirkjujarða­sam­komu­lag­ið og sókn­ar­gjöld. Til sam­an­burð­ar gera fjár­lög ráð fyr­ir að ís­lenska rík­ið muni verja 434,8 millj­ón­ir í Grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins, en þar eru nú um 400 börn á bið­lista eft­ir grein­ingu, og 256,2 millj­ón­um í rekst­ur Út­lend­inga­stofn­un­ar.

Sjóðir kirkjunnar fá meira en Útlendingastofnun

Fjárveitingar ríkisins til Þjóðkirkjunnar eru sagðar hvíla á tveimur stoðum; sóknargjöldum annars vegar og hins vegar kirkjujarðasamkomulaginu svokallaða. Kirkjujarðasamkomulagið var undirritað árið 1997 en það má rekja aftur til ársins 1907 þegar ríkið tók yfir stærstan hluta af jörðum kirkjunnar. Á móti myndi ríkissjóður greiða laun biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta kirkjunnar og 18 starfsmanna Biskupsstofu, annan rekstrarkostnað prestsembætta og Biskupsstofu. Einnig skyldi greiða árlegt framlag í Kristnisjóð sem svaraði til 15 fastra árslauna presta. 

Auk sóknargjalda og kirkjujarðasamkomulagsins greiðir íslenska ríkið hins vegar fyrir rekstur kirkjugarða auk tveggja sjóða; kirkjumálasjóðs og jöfnunarsjóðs sókna. Greiðslur í alla þessa sjóði koma úr vösum skattgreiðenda á Íslandi, þar með talið þeirra sem tilheyra öðrum trúfélögum eða standa utan trúfélaga. 

Kirkjumálasjóður var stofnaður árið 1993 og er honum ætlað að standa straum af kostnaði vegna viðhalds prestssetra. Þá kostar hann kirkjuþing, kirkjuráð og prestastefnu, fjölskylduþjónustu kirkjunnar, söngmálastjórn og tónlistarfræðslu á vegum Þjóðkirkjunnar og starfsþjálfun guðfræðikandídata, auk annarra verkefna sem ekki eru skilgreind nánar í lögum. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir 293,3 milljónum króna í Kirkjumálasjóð.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sókna er að veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur, að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmætar tekjur, sóknargjöld, nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum og í þriðja lagi að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum og að styðja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi. Þrátt fyrir að fjármögnun sjóðsins komi beint úr ríkissjóði er sjóðurinn eingöngu til ráðstöfunar innan Þjóðkirkjunnar. Árið 2006 fór Ásatrúarfélagið í mál við íslenska ríkið vegna greiðslna úr Jöfnunarsjóði sókna. Félagið tapaði málinu, en héraðsdómur komst samt sem áður að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga, þótt að greiðslur úr honum séu ákvarðaðar með lögum. Ásatrúarfélagið áfrýjaði málinu til Mannréttindadómstólsins, en því var vísað frá árið 2012. Samkvæmt fjárlögum renna 379,3 milljónir í Jöfnunarsjóð sókna á næsta ári. 

Á næsta ári greiðir íslenska ríkið því alls 702,6 milljónir í starfsemi Þjóðkirkjunnar sem stendur utan við bæði kirkjujarðasamkomulagið og sóknargjöld. Til samanburðar gera fjárlög ráð fyrir að íslenska ríkið muni verja 475,9 milljónum í mál tengd hælisleitendum á næsta ári, rekstur Útlendingastofnunar kostar 256,2 milljónir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fær 434,8 milljónir, en þar eru nú um 400 börn á biðlista eftir greiningu, og Samkeppniseftirlitið verður rekið fyrir 439,8 milljónir króna.

Ítarlega úttekt á Þjóðkirkjunni má lesa í heild sinni í prentútgáfu Stundarinnar. Hægt er að nálgast áskrift hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár