Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðmundur Spartakus stefnir fjölda fjölmiðlafólks

Að­al­með­ferð fór fram í máli Guð­mund­ar Spar­tak­us­ar Óm­ars­son­ar gegn Sig­mundi Erni Rún­ars­syni í síð­ustu viku. Guð­mund­ur Spar­tak­us höfð­aði einnig mál gegn frétta­mönn­um og frétta­stjóra RÚV.

Guðmundur Spartakus stefnir fjölda fjölmiðlafólks
Sigmundur Ernir Rúnarsson segir Hringbraut hafa unnið eftir öllum tilsettum reglum og hefðum í blaðamennsku í fréttaskrifum um Guðmund Spartakus. Mynd: Kristinn Magnússon

„Ég geri mér ekki grein fyrir því hvert maðurinn er að fara með þessari stefnu á okkar hendur,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður en aðalmeðferð fór fram í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn Sigmundi Erni á fimmtudag í síðustu viku vegna níu ummæla sem birtust á vefmiðlinum hringbraut.is á síðasta ári og fjalla um fréttaflutning af Guðmundi Spartakusi í Paragvæ.

Sigmundi Erni er stefnt sem ábyrgðarmanni fjölmiðilsins Hringbrautar, en fréttirnar skrifaði Björn Þorláksson fréttamaður. Þá var einnig fyrirtaka í máli Guðmundar Spartakusar gegn fréttamönnum Ríkisútvarpsins í dag. Ríkisútvarpinu ásamt fréttamönnunum Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra, Pálma Jónassyni og Hjálmari Friðrikssyni er stefnt vegna alls 28 ummæla sem féllu í útvarpsfréttum og á vef Ríkisútvarpsins í janúar og maí 2016.

„Þarna var farið að öllum tilsettur reglum og hefðum í vel unninni blaðamennsku.“

„Ég lít svo á að við höfum verið að sinna eðlilegu starfi blaða- og fréttamanna að segja …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár