„Ég geri mér ekki grein fyrir því hvert maðurinn er að fara með þessari stefnu á okkar hendur,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður en aðalmeðferð fór fram í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn Sigmundi Erni á fimmtudag í síðustu viku vegna níu ummæla sem birtust á vefmiðlinum hringbraut.is á síðasta ári og fjalla um fréttaflutning af Guðmundi Spartakusi í Paragvæ.
Sigmundi Erni er stefnt sem ábyrgðarmanni fjölmiðilsins Hringbrautar, en fréttirnar skrifaði Björn Þorláksson fréttamaður. Þá var einnig fyrirtaka í máli Guðmundar Spartakusar gegn fréttamönnum Ríkisútvarpsins í dag. Ríkisútvarpinu ásamt fréttamönnunum Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra, Pálma Jónassyni og Hjálmari Friðrikssyni er stefnt vegna alls 28 ummæla sem féllu í útvarpsfréttum og á vef Ríkisútvarpsins í janúar og maí 2016.
„Þarna var farið að öllum tilsettur reglum og hefðum í vel unninni blaðamennsku.“
„Ég lít svo á að við höfum verið að sinna eðlilegu starfi blaða- og fréttamanna að segja …
Athugasemdir