Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti lýð­veld­is­ins, átti af­mæli í gær og því lög­bund­inn fánadag­ur. Á Aust­ur­landi var ekki flagg­að fyr­ir hon­um ým­ist vegna skorts á fé eða fána­stöng­um.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

„Við höfum yfirleitt sett upp fána þegar forseti hefur átt afmæli á venjulegum degi. Þannig að þetta eru engin mótmæli við forseta,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Stundina.

Í gær var afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, og því lögbundinn fánadagur. Á Austurlandi flögguðu þó fæstar ríkisstofnanir. Ekki var flaggað við lögreglustöðvarnar á Eskifirði og Egilsstöðum eða skrifstofu sýslumanns á Seyðisfirði.

„Við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall.“

„Málið er fyrir það fyrsta að við erum ekki með neina menn á vöktum í startholum til að flagga á almennum frídögum. Við höfum hreinlega ekki farið út í það. Við höfum hreinlega ekki fjárveitingu í það að kalla út fólk í slík verkefni. Staðreyndin er sú að við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall til þess að flagga. Meðan við réðum yfir lögreglunni þá var það eitt símtal og lögregla á vakt flaggaði,“ segir Lárus.

Engin stöng

Líkt og hjá sýslumanni var ekki flaggað við lögreglustöðina á Eskifirði. Stundin fékk þau svör hjá Inger L. Jónsdóttur, lögreglustjóra á Austurlandi, að ástæða þess að ekki var flaggað þar var vegna framkvæmda við lögreglustöðina, fánastöng hafi ekki verið reist og því ómögulegt að flagga forseta til heiðurs. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, neitaði að tjá sig um fánaskortinn á Egilsstöðum.

Sjálfboðavinna að flagga

Lárus bendir á að víðs vegar á Austurlandi deili sýslumaður og lögregla húsnæði. „Málið er að um áramótin verður breyting á lögum um að sýslumenn og lögregla eru aðskilin. Það verður til sérstakt lögreglustjóraembætti og sérstakt sýslumannsembætti fyrir landshlutann. Í sjálfu sér má segja að þetta séu blandaðar stofnanir, lögreglan og sýslumaður eru í húsnæðinu við Strandgötu á Eskifirði. Sama er á Egilsstöðum. Hérna á Seyðisfirði er ekki lögregla í húsinu hjá okkur og það var ekki flaggað hér. Við vorum með mann í þessu um tíma sem gerði þetta í hálfgerði sjálfboðavinnu að flagga fyrir okkur þegar það átti við. Það hefur enginn tekið það hlutverk,“ segir Lárus.

Braut mögulega lög

Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma frá árinu 1991 kemur fram að opinberar stofnanir skuli flagga á samtals 12 dögum á árinu og er fæðingardagur forseta Íslands efstur á lista. „Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins,“ segir í forsetaúrskurði. Lárus segist ekki hafa kynnt sér það hvort stofnunin hafi brotið lög með því að flagga ekki á afmæli Ólafs Ragnars. Lárus segir að stofnunin hafi reynt að flagga á fánadögum þegar allir séu í vinnunni. Vandinn við það er sá að aðeins þrír fánadagar eru ekki frídagar, sjómannadagurinn og fæðingardagar Ólafs Ragnars og Jónasar Hallgrímssonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
3
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár