Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessi og miðlæga deildin sögð „gjörsamlega í molum“

Lít­ið er um frum­kvæð­is­rann­sókn­ir og lög­regl­an ræð­ur ekki leng­ur við um­fangs­mik­il fíkni­efna­mál. „Óstarf­hæft“ og „handónýtt batte­rí“ eru dæmi um ein­kunn­ir sem lög­reglu­menn gefa vinnu­staðn­um. Run­ólf­ur Þór­halls­son, yf­ir­mað­ur mið­lægu deild­ar­inn­ar, mun hætta og hverfa aft­ur til fyrri starfa hjá sér­sveit­inni í byrj­un októ­ber. Við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar ber sam­an um að sam­skipta­vand­inn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ágerst og gegn­sýri æ fleiri svið embætt­is­ins.

Rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í lamasessi miðað við það sem áður var og starfsemi miðlægu rannsóknardeildarinnar hefur beðið verulegan hnekki. Lítið er um frumkvæðisrannsóknir og lögreglan ræður ekki lengur við flókin og umfangsmikil fíkniefnamál. Þetta staðfestir fjöldi lögreglumanna, meðal annars starfsmenn umræddrar deildar og fólk í yfirmannsstöðum hjá embættinu, í samtölum við Stundina.

Meira en helmingur þeirra sem áður störfuðu að fíkniefnarannsóknum hefur verið færður til, hætt eða tekið sér launalaust leyfi eftir að lögreglufulltrúi var ranglega sakaður um brot í starfi og óeðlileg samskipti við aðila úr undirheimum. Reyndum starfsmönnum hefur verið bolað úr deildinni og tveir þeirra kvartað undan einelti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra.

Í byrjun vikunnar tilkynnti Runólfur Þórhallsson, núverandi yfirmaður miðlægu deildarinnar, samstarfsmönnum sínum að hann hygðist hætta hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og snúa aftur til fyrri starfa hjá sérsveit ríkislögreglustjóra í byrjun október. 

 

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessiHeimildarmönnum Stundarinnar ber saman um að í dag séu síður eltar ólar við stórlaxana í fíkniefnaheiminum en fókusinn settur á „smákrimmana“ og „einföldu málin“.

Undanfarna mánuði hefur Stundin átt regluleg samtöl við 12 starfsmenn lögreglunnar en þar að auki rætt við fyrrverandi starfsmenn og fólk innan stjórnsýslunnar sem býr yfir upplýsingum um málefni embættisins.

Öllum viðmælendum ber saman um að samskiptavandinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi ágerst og gegnsýri nú flesta starfsemi embættisins. Miðlæga rannsóknardeildin á höfuðborgarsvæðinu hafi veikst umtalsvert og hafi ekki lengur bolmagn til að rannsaka flókin mál. Þá sé mannaflsfrekum rannsóknarúrræðum á borð við skyggingar síður beitt en áður, enda skorti mannskap, sérþekkingu og reynslu til að framkvæma slíkar aðgerðir.

„Óstarfhæf“, „handónýtt batterí“, „brunarústir einar“ og „gjörsamlega í molum“ eru dæmi um þær einkunnir sem heimildarmenn Stundarinnar gefa vinnustaðnum.

Áhersla lögð á „smákrimma“ og „einföldu málin“

Viðmælendum blaðsins ber saman um að í dag sé síður lögð áhersla á að ná stórlöxunum í fíkniefnaheiminum en fókusinn fremur settur á „smákrimma“ og „einföldu málin“.

„Sú kunnátta og þekking sem er nauðsynleg til að ráða niðurlögum þeirra sem stýra eiturlyfjabissnissinum er ekki lengur til staðar,“ segir einn af heimildarmönnum Stundarinnar og annar tekur í sama streng: „Þegar þú losar þig við fólkið sem hefur getuna og kunnáttuna til þess að fara í flóknari málin, þá segir það sig sjálft að lögreglan hefur bara bolmagn til að rannsaka þau litlu.“ Þriðji viðmælandinn tekur enn dýpra í árinni: „Kannski er óábyrgt af mér að segja það, en það er eflaust frábært að vera fíkniefnabarónn í dag. Miðað við það sem áður var, þá eru þeir nánast eftirlitslausir og þurfa varla að fela sig.“

 

Sigríður Björk GuðjónsdóttirLögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Ástandið innan lögreglunnar kom nýlega til tals á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins að frumkvæði Geirs Jóns Þórissonar, varaþingmanns og fyrrverandi yfirlögregluþjóns. Samkvæmt heimildum Stundarinnar spurði hann hvort það væri ekki orðið tímabært að taka á vandanum innan lögreglunnar með afgerandi hætti.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og vinkona Sigríðar Bjarkar, sem skipaði hana í embætti án auglýsingar á sínum tíma, brást harkalega við. Sagði hún að Sigríður hefði mátt þola óvægna umræðu vegna þess að hún væri kona að feta sig á vettvangi þar sem karlar hefðu ráðið lögum og lofum í gegnum tíðina. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun hafa sagt að með tilliti til laga væri það hægara sagt en gert fyrir ráðherra að hrófla við forstöðumanni stofnunar nema sérstakar ástæður lægju að baki.

Minni sérhæfing og meiri miðstýring

Skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið innan lögreglunnar fela í sér að brotaflokkar sem áður voru aðskildir eru komnir undir sama hatt. Samkvæmt nýju skipuriti sem kynnt var sumarið 2015 skiptist rannsóknardeild lögreglunnar nú í tvö svið. Annað sviðið rannsakar kynferðisbrot og hitt sviðið, sem kallað er miðlæga rannsóknardeildin, beinir sjónum að skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnamálum, fjármunabrotum, mansali, vændi, sérrefsilagabrotum, ofbeldisbrotum, erlendum réttarbeiðnum og ýmsu öðru. 

 

Um leið og reyndir rannsóknarlögreglumenn, sem störfuðu á tilteknum sviðum, hafa verið færðir um set er ætlast til þess að aðrir rannsakendur geti sinnt nánast hvaða brotaflokkum sem er. Viðmælendur Stundarinnar, bæði karlar og konur, sem starfað hafa innan lögreglunnar í fjölda ára, telja að með þessu sé unnið gegn sérhæfingu og fyrir vikið verði skilvirkni lögreglurannsókna miklu minni en áður. „Þetta á að heita einhvers konar rannsóknardeild hérna en við erum handónýtt batterí sem gerir lítið annað en að bregðast við og rannsaka málin sem koma upp hverju sinni,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. 

Annað sem skipulagsbreytingarnar innan lögreglunnar fela í sér er aukin miðstýring af hálfu lögreglustjórans sjálfs. Þannig taka millistjórnendur færri ákvarðanir en áður tíðkaðist en fá nákvæmari skipanir að ofan. „Í rauninni eru þetta ekki millistjórnendur lengur heldur eins konar sendiboðar. Og menn veigra sér við að taka ákvarðanir sjálfir því þá fá þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki borið þær undir Sigríði,“ segir heimildarmaður Stundarinnar, sem starfað hefur sem yfirmaður hjá lögreglunni.

„Þetta á að heita einhvers konar rannsóknardeild hérna en við erum handónýtt batterí“

Að því er fram kemur í ávarpi Sigríðar Bjarkar í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2015 er eitt af markmiðum skipulagsbreytinganna að „stytta og einfalda boðleiðir“ innan lögreglunnar. „Það hefur reyndar alveg tekist. Boðleiðirnar eru mjög stuttar núna og þetta er einfalt: Sigríður Björk tekur ákvarðanir og aðrir fylgja þeim eftir,“ segir viðmælandi blaðsins.

Aðrir taka undir og segja þetta sérstaklega bagalegt í ljósi þess að oft hafi millistjórnendur betri yfirsýn yfir málefni sem eru til meðferðar á einstaka lögreglustöðvum heldur en lögreglustjórinn sjálfur. Auk þess hægi þetta mjög á ýmissi starfsemi lögreglunnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Rottuheimar
GagnrýniDraumaþjófurinn

Rottu­heim­ar

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í Drauma­þjóf­inn.
„Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“
Fréttir

„Með eng­um hætti vil ég saka þing­menn um mútu­þægni“

Dóms­mála­ráð­herra gaf í skyn úr ræðu­stól Al­þing­is í dag að þing­menn þægju gjaf­ir frá nýj­um Ís­lend­ing­um sem hlot­ið hefðu rík­is­borg­ara­rétt frá Al­þingi. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir ráð­herr­ann að hon­um þyki „leitt að ég hafi ekki orð­að þann hluta ræðu minn­ar nægi­lega skýrt.“
Varnarblekkingin
Soffía Sigurðardóttir
Aðsent

Soffía Sigurðardóttir

Varn­ar­blekk­ing­in

Soffía Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir að frið­ar­stefna sé ekki hug­leysi. Hún krefj­ist þraut­seigju og hug­rekk­is að þora að fara í frið. Eng­inn fari í stríð af því hann sé hug­rakk­ur, til þess þurfi að­eins að vera ótta­sleg­inn.
Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt
Fréttir

Lét að því liggja að þing­menn þiggi gjaf­ir fyr­ir að veita rík­is­borg­ara­rétt

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra lét þau orð falla á Al­þingi í dag að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.
Saka dómsmálaráðherra um að brjóta lög
Fréttir

Saka dóms­mála­ráð­herra um að brjóta lög

Ýms­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn sök­uðu Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag um að brjóta lög með því að koma í veg fyr­ir að Út­lend­inga­stofn­un af­henti gögn varð­andi rík­is­borg­ara­rétt og var hann hvatt­ur til að íhuga stöðu sína al­var­lega. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kom Jóni til varn­ar.
Ómetanlegt að finna stuðninginn
Fréttir

Ómet­an­legt að finna stuðn­ing­inn

Öllu máli skipt­ir að hafa feng­ið að­stoð, fólk og tæki, aust­ur á land eft­ir að snjóflóð féllu í Nes­kaup­stað og hús voru rýmd þar, á Eski­firði og Seyð­is­firði seg­ir Jón Björn Há­kon­ar­son bæj­ar­stjóri Fjarða­byggð­ar.
Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan
FréttirLaxeldi

Norska stjórn­in ætl­ar að lækka skatt­inn en eig­andi Arn­ar­lax seg­ir hagn­að lax­eld­is­ins ekki óhóf­leg­an

Norska rík­i­s­tjórn­in hef­ur boð­ið breyt­ing­ar á skatt­heimtu sinni á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in þar í landi. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in eru hins veg­ar ósátt og kvarta yf­ir skatt­lagn­ing­unni. Með­al ann­ars er um að ræða Salm­ar AS, stærsta eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sem tel­ur að arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki óhóf­leg þrátt fyr­ir rúm­lega 30 millj­arða arð­greiðsl­ur út úr fyr­ir­tæk­inu nokk­ur ár í röð.
Tvöfaldur dessert og hálf öld á Kjarvalsstöðum
MenningListalistinn

Tvö­fald­ur dess­ert og hálf öld á Kjar­vals­stöð­um

List­alisti 24. mars - 4. apríl í boði Hús&Hill­billy
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknamiðstöð Kína um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

NATO hef­ur lýst áhyggj­um af rann­sóknamið­stöð Kína um norð­ur­ljós­in

Norð­ur­ljós­a­rann­sóknamið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sóknamið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.
Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik
Fréttir

Verð­bólg­an und­ir tíu pró­sent­in á nýj­an leik

Ný verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar sýn­ir að mæld verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði nem­ur 9,8 pró­sent­um. Verð­bólg­an er því kom­in und­ir tíu pró­sent­in á ný, eft­ir að hafa mælst 10,2 pró­sent í fe­brú­ar­mán­uði, en það var hæsta mælda verð­bólga á Ís­landi frá ár­inu 2009.
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.